Vísir - 29.11.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 29.11.1975, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 29. nóvember 1975. VISIR vísir Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóriogábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson Fréttastjóri erlyfrétta: Guðmundur Pétursson Auglýsin'gastjóri: Skúli G. Jóhannesson - Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Síðumúla 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innaniands. t lausasöl;u 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Tilviljanir eða grundvallarsjónarmið Oft á tíðum hefur það verið nokkrum tilviljunum háð, hvernig staðið hefur verið að breytingum á skattalögum. Slikar breytingar hafa ósjaldan verið gerðar i skyndi i tengslum við kjarasamninga. Heildarstefnumörkun i þessum efnum hlýtur að vera eríiðleikum háð, þegar þannig er staðið að málurn æ ofan i æ. Umræður um skattamál að undanförnu hafa enn á ný beint athygli manna að þeim ójöfnuði, sem rikir i skattlagningu. Umræður um þetta efni eru ekki ný bóla. Þvert á móti má segja, að þær séu ár- viss þáttur i þjóðmálaumræðum. Það er á hinn bóg- inn athyglisvert við þær umræður, sem staðið hafa að undanförnu, að engir hafa borið á móti, að hér viðgangast skattsvik. Visir vakti fyrir skömmu máls á þvi, að réttast væri og skynsamlegast að afnema tekjuskatta með öllu. Það ætti að minnsta kosti að vera auðvelt að fella niður tekjuskatta til rikissjóðs, þó svo að út- svörin til sveitarfélaganna stæðu enn um sinn. Á aukaflokksþingi Alþýðuflokksins, sem haldið var fyrir skömmu, var samþykkt að leggja til, að tekju- skattar yrðu afnumdir af launþegum. Alþýðuflokk- urinn er þannig fyrsti stjórnmálaflokkurinn, sem tekur undir þessa skoðun, þó að samþykkt flokks- þingsins gangi nokkuð skammt. Verkalýðshreyfingin hefur i kreddufestu sinni verið andsnúin óbeinum sköttum allt fram til þessa. Smám saman virðist þó vera að vakna skilningur á þvi, að tekjuskatturinn er ekki það töfraráð til tekjujöfnunar, sem menn hafa haldið fram til þessa Þvert á móti hefur hann valdið verulegum ójöfnuði milli launþega og ýmissa hópa atvinnurekenda. Það er fagnaðarefni, ef launþegasamtökin og þeir stjórnmálaflokkar, sem hvað harðast hafa barist gegn óbeinum sköttum, eru nú að snúa við blaðinu. í sjálfu sér er það athyglisvert, að sósialdemókratar skuli fallast á hugmyndir um afnám tekjuskatts á undan frjálshyggjuflokki eins og Sjálfstæðisflokkn- um. Flokksráðsfundur þess flokks stendur nú yfir. Það verður athyglisvert að sjá, hvernig hann tekur á þessu máli. Annað grundvallaratriði að þvi er varðar skatt-1 heimtu eru fasteignaskattar. Að undanförnu hefur verið rik tilhneiging hjá öllum stjórnmálaflokkum bæði vinstri og frjálshyggjuflokkum, að hækka fast- eignaskatta. Þetta er mjög varhugaverð stefna, sem full ástæða er til að stemma stigu við. Einkaeign á ibúðarhúsnæði hefur lengi verið ein traustasta undirstaða efnahagslegs sjálfstæðis borgaranna. Frjálshyggjumenn hljóta að keppa að þvi að svo verði áfram. Of háir fasteignaskattar getá leitt til þess að verulega dragi úr einkaeign á ibúðarhúsnæði. Hér á landi hafa menn með dugnaði og ráðdeildarsemi komið sér þaki yfir höfuðið. Fyrir þetta á ekki að refsa með óhóflegum fast- eignasköttum. Grundvallaratriði af þessu tagi verður ævinlega að hafa i huga, við mótun skattalaga. Það má ekki ráðast af tilviljunum einum saman hvaða form menn nota við skattheimtu til rikis og sveitarfélaga eins og stundum hefur viljað brenna við. í þessum efnum er að sjálfsögðu að mörgu að hyggja og ljóst er, að engan veginn er auðvelt að móta heilbrigt skattkerfi. En að þessum verkefnum þarf að vinna og viðurkenna ber að jákvæð skref hafa verið stigið i þá átt. Umsjón: GP Georgcs Marchais, leiðtogi franskra kommúnista, skilar atkvæði sínu i siðustu kosningum, þcgar kommúnistar tóku höndum saman við sósiaiista — nokkuð sem er þyrnir i augum Kremlherranna og kommúnistar i Portúgal hafa t.d. ekki fengið sig til. FiaHœgiast franskir kommónistar Moskvulfnuna? Franski koinmúnistaflokkur- inn.sem löngum hefur verið tal- inn einn lielsti bandamaður Kremlará Vesturlöndum, hefur upp á siðkastið sýnt inerki um aukið sjálfstæði gagnvart moskvulinunni. A undanförnum mánuðum hafa borist frá flokknum ýmsar tilkynningar, sem geta aðeins leitt til frekari vinslita við Sovétrikin, nú þegar sambúð frakka og sovétmanna er meö versta móti. Sem dæmi um óhlýðni franska kommúnistaflokksins viö moskvulinuna má nefna sam- þykkt sem gerð var viö italska kommúnistaflokkinn, sem er valdamesti og sjálfstæðasti kommúnistaílokkur á Vestur- löndum. 1 honum lýstu franskir og italskir kommúnistar sig fylgj- andi lýðræði og þvi að mótstöðu- flokka væru leyfðir i sósialisku riki. Fyrr á þessu ári, i ágúst, for- dæmdi málgagn sovéska kommúnistaflokksins bandalag milli kommúnistaflokka og and- kommúniskra flokka. Franski kommúnistaflokkurinn hefur gert kosningabandalag við sósialista. Leiðtogi þeirra, Georges Marchais, sagði, að „stefna franskra kommúnista væri sniðin i Paris, en ekki i Moskvu.” Siðan hefur margt komið fram, sem bendir til, að þetta sé rétt. Það mikilvægasta — frá sjónarmiði sovétmanna — var þegar Marchais lýsti þvi yfir, að flokkur hans myndi taka afstöðu gegn innilokun frjálslyndra manna i Sovétrikjunum á geð- veikrahælum. Marchais endurtók grein i flokksblaðinu L. Humanité þeg- ar hann sagði við blaöamenn, að hann hefði spurst fyrir um örlög stærðfræðingsins Leonid Plyusj. Plyusj var handtekinn fyrir andsovéska starfsemi i höfuð- bork Úkrainu, Kiev i október árið 1972 og var næsta ár dæmd- ur til vistar á geöveikrahæli. Eiginkona hans og ýmsir aðr- ir andófsmenn hafa fullyrt, að hann hefði verið dæmdur ein- göngu vegna stjórnmála- skoðana sinna og verið gefinn hættulega stór skammtur af eiturlyfjum. Arið 1971 valdi Leonid Brés- neff, leiðtogi sovéska kommún- istaflokksins, Frakkland sem fyrsta rikið á Vesturlöndum sem hann heimsækti, siðan hann tók við völdum fyrir sjö árum. Það var auðskiljanlegt, þar eð Frakkland var eina auð- valdsrikið sem æskti stjórn- málalegra ráðlegginga hjá Sovétrikiunum. En við siðustu viðræður frakka og sovétmanna i október sl., aflýsti Brésneff fundi með Giscard d’Estaing forseta og frestaði öðrum. Svo var látið heita, sem for- maðurinn hefði fengið kvef, en fréttaskýrendur litu á það frem- ur sem merki um óánægju rússa með afstöðu Vesturlanda i viðræðum milli austurs og vest- urs og vegna frávika d’Estaings frá utanrikisstefnu forvera hans. Við þessar aðstæður. hefði mátt búast við þvi, að Sovétrik- in einbeittu sér að stuðningi við franska kommúnistaflokkinn. Ef ætlun þeirra er sú, munu athafnir franskra kommúnista mjög aftra þeim frá þvi. En margar þessara aðgerða voru nauðsynlegar til að bæta sambúðina við franska sósial- istaflokkinn. I ágúst sl. fordæmdi Pravda, þá sem væru reiðubúnir að „mynda sundrungu i röðum kommúnista i óskipulegum samtökum.” Pravda sagði einnig, að kommúnistar ættu að ná völd- um með byltingu öreigenna, en ekki með kosningum á vestræna visu. Þremur mánuðum seinna, gáfu franskir kommúnistar út skjal sem marka átti höfuölin- urnar á flokksþingi þeirra i febrúar nk„ þar sem gerð var grein fyrir þvi, að þeir myndu aðeins brjótast til valda með lýöræðislegum aðferðum, þ.e. kosningum. Skömmu siðar gerðu þeir samning við italska kommún- ista. Marchais samþykkti seinna að vestrænir sósialistar og kommúnistar hittust i boöi portúgalska sósialistaforingj- ans Mario Soares og ræddu mál- efni Portúgals. Portúgalskir kommúnistar, sem eru Sovét- stjórninni fygljandi, höfnuðu þessu boði. Það er þvi óliklegt að Marchais þiggi að hugsunar- lausu stuðning frá Kreml, hvort sem er opinberlega eða i leyni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.