Vísir - 29.11.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 29.11.1975, Blaðsíða 11
VISIR Laugardagur 29. nóvember 1975. ín Guójohnsen Dobfíð vor sjólfsagt og redobfíð einnig... Félagsmeistarar Bridgefélags Reykjavík- unsveit Hjalta Elíassonar hélt velli i spennandi leik móti sveit Stefáns og sigraði 12-8. Sigurinn hefði verið meira sannfærandi ef eftirfarandi spil hefði ekki komið fyrir. Staðan var a-v á hættu og norður gaf. AK-G V A-K-D-9-8-6-4 ♦ 5-3 G-8 A D-7-6-2 A 9-4-3 JIO V 5-3-2 A-D-8-4 ♦ G-9-7-6-2 4 A-K-10-5 * 9-2 ♦ A-10-8-5 ViG-7 ♦ i K-10 * D-7-6-4-3 1 opna salnum sátu n-s Einar Þorfinnsson og Ásmundur Páls- son, en a-v Stefán Guðjohnsen og Simon Simonarson. Þar gengu sagnir á þessa leið: Norður Austur Suður Vestur P l 4 D 2 V P 3 G P P P Vestur spilaði út hjartatiu og Ásmundur hirti sina upplögðu niu slagi. Þetta virtist vera há- marksárangur á spilið, þvi hættan er að lenda i fjórum hjörtum, sem eru töpuð með tigli út. A.m.k. grunaði engan viðstaddan að n-s myndu tapa 10 IMPum á spilinu. 1 lokaða salnum sátu n-s Hörður Arnþórsson og Þórarinn Sigþórsson, en a-v Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson. Lokasamningurinn varð einmitt fjögur hjörtu meira að segja dobluð og redobluð og til allrar hamingju fyrir n-s var suður sagnhafi. Sagnirnar voru þannig: Norður Austur Suður Vestur 44 p 4V D P P RD P P P Það er ákaflega erfitt fyrir vestur að segja pass við fjórum hjörtum og liggur við að doblið sésjálfsagt. Hins vegar er álita- mál, hvort ekki sé rétt að segja fjögur grönd við redoblinu. Hvað sögnum n-s viðkemur, þá þýðir opnun á fjórum laufum þéttur sjölitur i hjarta með hliðarstyrk. Redobl Þórarins er þvi góður möguleiki, þvi hliðar- styrkur norðurs hlýtur að koma vel við hann. Vestur spilaði út laufaás og siðan láglaufi. Eftir það varð hann að gæta vel að afköstum hinna, til þess að ná tveimur slögum i viðbót. Það gerði hann, en samt voru 830 töpuð. SVEIT KRISTINAR ÞORÐAR- DÓTTUR SIGRAÐI HJÁ TBK Orslit i hraðsveitakeppni Tafl- og bridgeklúbbsins urðu þau, að sveit Kristinar Þórðar- dóttur sigraði. Auk hennar eru i sveitinni Jón Pálsson, Albert Þorsteinsson, Guðni Þorsteins- Guðjón og Þorvaldur efstir í undankeppni Eftir fyrri umferð undankeppni Reykjavikurmótsins í tví- menningi, sem jafnframt er undankeppni fyrir tslandsmót eru þessir efstir: 1. Guðjón Kristjánsson — Þorvaldur Matthiasson 199 2. Asmundur Pálsson — Hjalti Ellasson 197 3. Gylfi Baldursson — Sveinn Helgason 192 4. Sigurður Sverrisson — Sverrir Ármannsson 191 5. Ólafur Jóhannesson — Þórhallur Þorsteinsson 185 6. Jón Asbjörnsson — Sigtryggur Sigurðsson 184 7. Daniel Gunnarsson — Steinberg Rikarðsson 184 8. Jóhann Jónsson — Þráinn Finnbogason 182 9. Guðlaugur R. Jóhannsson — örn Arnþórsson 180 10. Guðmundur Sveinsson — Þorgeir Eyjólfsson 180 Seinni umferðin verður spiluð á morgun i Domus Medica og hefst kl. 13,30. son og Kjartan Markússon. Röð og stig efstu sveitanna var þessi: 1. Sv. Kristinar Þórðard. 3471 2. Sv. Erlu Eyjólfsd. 3436 3. Sv. Bernharðar Guðm.ss. 3431 4. Sv. Hannesar Ingibergss. 3419 5. Sv. Þórhalls Þorst.ss. 3418 Það virðist sem kvenfólkið sé betri stjórnendur sveita hjá TBK, þótt á engan hátt sé verið að setja út á fyrirliða hins kyns- ins. Nýlega heimsóttu 9 sveitir frá TBK Bridgefélag Akraness og var spilað á jafnmörgum borð- um. Leikar fóru svo, að TBK vann samanlagt 11:9. Þótti TBK-mönnum akurnesingar góðir heim að sækja og rómuðu móttökur allar og viðurgerning. Frá sveitakeppmi BR. Svcit Hjalta er að spiia við sveit Lárusar. Talið frá vinstri: Asmundur Páisson, Her- mann Lárusson, Einar Þor- finnsson, Sigurjón Tryggva- son. iöfn og spennandi keppni hjá Bridgefélagi Rvíkur Að fimm umferðuni loknum i sveitakeppni Bridgefélags Reykjavikur er sveit Hjaita efst, eftir að hafa sigrað sveit Stefáns i siðustu umferð. íirslit einstakra leikja i siðustu umferð voru þannig: Hjalti — Stefán 12-8 Einar — Benedikt 17-3 Jón — Helgi 17-3 Gisli — Lárus 14-6 Gylfi — Gunngeir 20-0 Birgir — Þórður 15-5 Alfreð — Ólafur H. 18-2 Ólafur V. — Gestur 12-8 Þórir — Esther 17-3 Röð og stig efstu sveitanna er nú þessi: 1. Sveit Hjalta Eliassonar 75 stig 2. Sveit Stefáns Guðjohnsen 71 stig 3. Sveit Einars Guðjohnsen 71 stig 4. Sveit Jóns Hjaltasonar 62 stig 5. Sveit Helga Jóhannssonar 59 stig 6. Sveit Alfreðs G. Alfreðssonar 56 stig 7. Sveit Gisla Hafliðasonar 55 stig 8. Sveit Gylfa Baldurssonar 54 stig 1 næstu umferð spila saman m.a. sveitir Hjalta og Jóns, Stefáns og Helga, Einars og Alfreðs, Gisla og Benedikts og Gylfa og Lárusar. Leikur félagsmeistaranna við Islandsmeistarana verður áreiðanlega harður og spennandi. Hjalti má varla við að tapa honum og Jón verður að vinna. Spilað er á miðvikudagskvöldum i Domus Meica. FLUGAN Hrafn Gunnlaugsson skrifar OSVINNA Á mínu grœno eyra Fyrir skömmu dreymdi mig að kæmi tii min maður. Hann mælti: ,,Sú ósvinna hefur viðgengist allt of lengi i islensku þjóðfélagi, að hið opinbera hefur ekki hirt um þá skyldu sina að koma á fót skólum þar sem kornabörnum er kennt að skriða, ganga og tala. 1 stað þess varpar hið opin- bera skyldunni yfir á herðar blásaklausra foreldra og ætlast til þess að börn læri jafn flókna hluti i heimahúsum. Það er krafa allra langskólagenginna skólamanna, námssérfræðinga, kennslufræðinga og lærimeist- ara, að hið opinbera komi þegar á stofn skólum til að kenna þessi fræði. Það ófremdarástand sem rikt hefur i þessum efnum er fyrir neðan allar hellur. Einnig er nauðsynlegt að stofnsettir verði fjölbrautaskól- ar þar sem tekin verður upp kennsla i þvi hvernig menn eiga að beita munninum þegar þeir tyggja mat. Þá er það hreint óþolandi að ekki skuli vera búið að taka upp fast skyldunám við alla framhaldsskóla, þar sem kennt er hvernig eigi að anda. Mér er spurn: Vilja menn að þjóðin svelti i hel, af þvi hún hefur ekki fengið sérfræðitil- sögn i þvi hvernig eigi að tyggja, eða kafni, af þvi henni er ekki kennt að anda strax á skólabekk.” Upp úr svefni Maðurinn i draumnum, sem var hinn hræðilegasti návistum var einhvers konar bastarður af þjóðfélagsfræðingi, sálfræðingi, kennslufræðingi, þjóðmálafræð- ingi og þjóðháttarfræðingi — en þó engir tveir i senn. Hann lét móðan mása: , „Það er lifsspursmál fyrir is- lensku þjóðina að leggja niður sumarfri skólafólks. Þessu fólki á alls ekki að hleypa úl á vinnu- markaðinn á sumrin til að vinna. Nei, það á að setja það i verklega kennslu þar sem þvi er kennt að vinna. — Það er ekkert hægt að læra nema i skólum. Skólarnir eiga að leysa öll vandamál og koma i staðinn fyrir allt, til þess eru kennarar, að kenna. Það ætti að banna mönnum með lögum að snerta á skóflu eða haka (að ég nefni ekki ham- ar eða tannbursta) án þess að hafa lært að beita þessum verk- færum i til þess reknum fjöl- brautaskólum á vegum hins opinbera.” Hrotur Mér var farið að liöa hálf illa i draumnum, en átti ekki undan- komu auðið. Bastarður hélt á- fram: „Það er nauðsynlegt að hafa vit fyrir fólki. Fólk á ekki að þurfa að hugsa. Hvers vegna ekki refsa þeim, sem ganga um illa búnir i köldu veðri, þjóðfé- lagið ber jú ábyrgð á þeim! Lögreglan ætti að taka alla fasta sem klæða sig ekki eftir settum reglum. A þjóðfélagið að borga fyrir þessa menn ef þeir fá kvef?! A sama hátt á að skylda menn með lögum til að nota öryggisbelti i bilum og refsa þeim stórlega sem leyfa sér aö nota þau ekki. Ég spyr: á þjóðfélagiöað borga sjúkrahús- vist fyrir þessa menn ef þeir slasast. Eins á að banna reyk- ingar með lögum, og láta lög- regluna fara inn á heimili til að fylgja reykingabanninu eftir, — þvi, á þjóðfélagiö að borga sjúkrahúsvist fyrir þá sem reykja ef þeir fá i lungun? Ég vil lika benda á háhælaða skó. Hverjir eru það sem borga dýrar aðgerðir, þegar fjarlægja þarf æðahnúta i fótleggjum þeirra kvenna, sem pjaska á há- hæluðum skóm? Eru það ekki ska 11 bo rga ra r nir, þ jóðfélagið! Háhælaða skó á að banna með lögum.þeir eru stórhættulegir.” Mér var orðið innanbrjósts eins og umferðarsérfræðingi sem er úti að aka á sunnudags- morgni og keyrir yfir á rauðu og lendir i árekstri. — Draum- maðurinn setti upp fjölda and- lita, hvert öðru skelfilegra. Þar voru komnir á einu bretti allar þær vitsmunaverur sem helriða fjölmiðlum og telja sig einar og útvaldar til að hafa vit fyrir öðr- um. Draumurinn breyttist i martröð og ég vaknaði með andfælum. Morgunmaturinn beið á elda- vélinni og i' útvarpinu klakaði ungur maður um „nauðsyr þess, að þegar i stað yrði lög- leidd notkun öryggisbelta i bif- reiðum” — þvi fólk er jú fifl sem þarf að hafa vit fyrir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.