Vísir - 29.11.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 29.11.1975, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 29. nóvember 1975. VISIB o Barótta, óttí, Hugvekjan og nokkrar myndir, sem henni fylgja, er frá Staf- liolti i Borgarfirði. Ilöfundur hennar er sóknarpresturinn þar — sr. Brynjólfur Gislason. Sr. Br.G. er fæddur á Kirkju- bæjarklaustri árið 1938. Hann lauk stúdentsprófi á Akureyri vorið 1959 og varð guðfræðingur i jan. 1968. Hann var vígður til Stafholtsprestakalls 3. apríl 1969 þar sem hann hefur verið prest- ur siðan. Kona hans er Aslaug Páls- dóttir frá Litlu-Heiði i Mýrdal. Kirkjuritið, III. hefti þessa árgangs, er nýkomið út. Hér skal getið þess helsta, sem það flytur að þessu sinni. Það hefst á viðtali við frú Ragnhild Soli um stefnu og starf Kristilega Þjóðarflokksins norska. Hún er varaformaður hans. Þá er löng grein um Skeggja- staðakirkju á Langanesströnd eftir sr. Sigmar prófast Torfa- son. Birtir hann i grein sinni sóknarlýsingu sr. Hóseasar Arnasonar, sem hann reit fyrir Bókmenntafélagið 1841. Næst kemur stólræða eftir hinn kunna perdikara og guð- fræðing, þjóðverjann H. Tiel- icke, þar sem hann leggur út af sögu Jesú um fariseann og toll- heimtumanninn. Þýðandi er sr. Gunnar Björnsson i Bolungar- vik. Þá er itarlegt framsöguer- indi, eftir sr. Jón Einarsson i Saurbæ, sem hann flutti á prestastefnunni i Skálholti i haust um lagalega stöðu is- lensku þjóðkirkjunnar. Sr. Ingólfur Ástmarsson ritar minningarorð um Sesselju Sig- mundsdóttur, forstöðukonu Sól- heimahælisins i Grimsnesi. — Þá koma fréttir, innlendar og erlendar, en siðast i ritinu er þáttur um guðfræði: Sköpunar- sagan i I. Mósebók eftir dr. Claus Westermann i þýðingu sr. Arngrims Jónssonar. fyrírgefning, Það hefur vist ekki farið fram hjá neinum, sem hlustað hefur á fréttir fjölmiðla undanfarnar vikur, að mikið hefur gengið á úti i hinum stóra heimi. Og flestar eru fréttir þessar á einn veg. Þær segja frá baráttu, baráttu upp á lif og dauða, þar sem engum er hlift. Menn eru annaðhvort skotnir eða sprengdir i loft upp — sekir sem saklausir — börn sem fullorðnir — konur sem karlar. Og allt er þetta gert i þágu ákveðins mál- staðar. Menn þykjast vera að berjast fyrir réttindum ogfrelsi, jafnvel trú sinni, og sjá þá ekki önnur ráð vænlegri til árangurs en hafa dauðann i för. Mannslif viröast vera orðin eins og hvert annað tæki til að ná einhverju markmiði. Tilgangurinn helgar þá meðalið, öll brögð eru leyfi- leg til að vinna að framgangi málefnisins, jafnvel að myrða börn, jafnvel að koma fyrir sprengjum á fjölförnum stöðum er springa er minnst varir. Hér eins og svo oft áður — á öllum timum — liður hinn sak- lausi fyrir hinn seka. Ég kynntist litillega i sumar hópi fólks, sem býr við umhverfi eins og það, sem hér hefur verið rætt um. Svo er mál með vexti, að allmörg undanfarin sumur, hefur hin islenska þjóðkirkja boðið hingað hópi irskra barna og svo var einnig sl. sumar. Hér dvöldu þau i sumarbúðum bæði i Skálholti og að Vestmannsvatni. Tilgangurinn með þessum boð- um er tviþættur. 1 fyrsta lagi eru hóparnir valdir með tilliti til þess að börn með ólikar trúar- skoðanir kynnist innbyrðist og i öðru lagi að koma þeim i nýtt umhverfi, þar sem þau gætu verið örugg og óttalaus. Það er lifsreynsla út af fyrir sig að kynnast fólki, sem býr við þessar aðstæður — hvað þá börnum, sem alast upp i þviliku andrúmslofti. Og það er hægt að gera sér i hugarlund hvaða áhrif þetta hefur á þroska þeirra og hugarfar, enda báru þau þess merki. Ég var að hugleiða það, þegar ég leit yfir þennan j hóp, sem fljótt á litið virtist ekki I ýkja ólikur hópi islenskra barna á svipuðu reki, hvað biði þeirra þegar þau yxu úr grasi, yrðu fullorðið fólk, sem þyrfti að standa á eigin fótum. Myndu þau nokkurn tima finna öryggi i og frið? Mundi þetta ástand ekki setja óafmáanlég mörk á sálir þeirra? Og hvers vegna? Hvers eiga þau að gjalda? Hvar er sekt þeirra? Með þessum linum er birt mynd af kirkju. Hún stendur á klettahæð i miðju viðlendu hér- aðiogséstþvi viða að. Og þarna hefur hún staðið um aldur, — hennar er fyrst getið i skjölum skömmu eftir 1100. Kynslóðir hafa komið og farið —gengið um leið alls lifs — en sérhver ný kynslóð hefur haft hana fyrir augum — gnæfandi við loft á klsttinum harða. Lögun hennar hefur að sjálf- sögðu breyst I timanna rás, en að öðru leyti hefur hún verið eins og óumbreytanleikinn sjálfur, vitnandi um þann Guð, er öllu ræður og er trúr fyrir- heiti sinu. Og þangað hafa kyn- slóðirnar leitað i gleði og sorg — á hátíðar- og hryggðarstundum. Hún hefur spannað allt lif þeirra frá vöggu til grafar i gegnum aldirnar. Og enn stendur hún þar og vill veita mönnunum skjól, að þeir finni frið og séu sáttir, vitnandi um þann er sagði:Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn. En ég segi yður: Elskið ó- vini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður, til þess að þér séuð synir föður yðar, sem er á himnum, þvi að hann lætur sól sina renna upp yfir vonda og góða og rigna yfir réttláta og rangláta. Þetta vill hún veita — hugar- far fyrirgefningarinnar, að mennskan fái að ráða i stað „tröllsku”, að fyrirgefing ráði i stað hefndar, að lifið fái að ráða i stað dauðans, fyrir þann er saklaus leið. Einn daginn, sem Norræna kristilega skólamótið stóð i sumar, fóru mótsgestir til Skálholts. Þar var samkoma i kirkjunni. Frá þeirri samkomu er sagt i siðasta Kirkjuriti: „Var gizkað á að 10—11 huiulruð manns væru I kirkj- unni en 3—4 hundruð urðu að standa úti. Svo þétt var kirkjan setin, jafnt um hekki sem gólí, að 65 manns sátu i kórnum einum og var þó einna strjálast þar. Undarleg og mögnuð voru áhrif þess að horla á öll þau ungu andlit i kirkjunni. Söngurinn var eins og drunur af brimi, og þegar allir lásu „Faðir vor”, varð það likast aðdynjandi sterk- viðris.” Myndin hér að ofan frá þess- ari eftirminnilegu guðsþjónustu birtist i siðasta hefti Kirkjurits- ins. friður Stafholtskirkja Kór Stafholtskirkju

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.