Vísir - 01.12.1975, Page 2

Vísir - 01.12.1975, Page 2
iSsasm: Hvernig líst þér á kvik- myndirnar sem er verið að sýna núna i bænum? Maria Jóhannesdóttir sendill: — Ég veit það ekki. Ég hef hvorki haft peninga né tima til þess að fara á bió siðan ég sá Tommy. Helgi Pétur Guðjónsson, verka- maöur: — Ég er búinn að sjá nokkrar og list bara dável á þær. Það eru nokkrar ágætar myndir sem er verið að sýna núna. Björgvin Pálmason, nemi:— Þær eru lélegar. Það á að sýna al- mennilegar glæpamyndir. Valgerður Briem, nemi: — Mér list ekki sérstaklega vel á þær. Það mætti vera meira af gaman- myndum. Ég er að vona að það verði farið að sýna betri myndir um jólin. Ingibjörg Kristjánsdóttir, hús- móöir: — Ég fer aldrei nokkurn tima á bió svo ég get ekkert um það sagt. Maria Guðnadóttir, er i skóla: — Mér list ágætlega á þær. Það ætti að sýna hérna meira af hryllings- myndum. VltinnfliHfiif I rf hpr |Q7^ vism LESENDUR HAFA ORÐIÐ Hundrennondi í „strœtó" Ásthildur Júliusdóttir hringdi: „Ég bý uppi i Möðru- felli og þarf daglega að fara með þriggja ára dóttur mina í strætis- vagni. Vagninn stoppar við Iðufell, en þar er ekkert biðskýli, Fólk sem biður þarna eftir vagninum stendur undir húsveggnum, en þar er mjög takmarkað skjól, þegar vindinum slær fyrir úr öllum átt- um. Sumir reyna að leita skjóls inni I sjoppunni þarna skammt frá, en þá eiga þeir það á hættu að missa af vagninum. 1 rigningum i sumar og i hriðarveðrum i vet- ur er afleitt að búa við þessa aðstöðu. Fólk er orðið hundrennandi og kalt þegar það kemst loksins i vagninn. Ég hef tvisvar hringt til SVR til að spyrjast fyrir um hvort þarna eigi ekki að koma skýli, og ég veit að margir aðrir hafa einnig hringt. SVR hefur sagt að þarna eigi að koma skýli, en það sést ekki- bóla á þvi enn. Þarna er um að ræða aðstöðu fyrir margt fólk þvi það eru mjög marg- ir sem þurfa að taka vagninn á þessum stað.” Visir fékk þær upp- lýsingar hjá SVR að nú væru aðeins fáir dagar þar til skýlið yrði sett upp við Iðufell, aðeins væri eftir að steypa pall undir það. Orsökin er sú, að skortur var á efni i skýii þau sem verið var að smiða fyrir SVR. Blóðugir fingur í pósti! Lesandi hringdi: „Mikið var deilt á aftökurnar á Spáni á sinum tima bæði i is- lenskum blöðum og erlendum. Raddir voru uppi um það að þarna hefðu verið drepnir sak- lausir menn. 1 sænsku blaði rakst ég nýlega á einn sem var á öndverðri skoðun, þar sem það hefði verið opinberlega tilkynnt áður að jafnvel dauðarefsing lægi við árásum á lögregluna. Þessi sami svii segist vera kunnugur á Spáni, og hvað svo eitthvað á hjarta? Þá annað tveggja hringdu í síma 86611 milli kl. 13-14 á daginn eða skrifaðu. Dagblaðið Vísir sem um stjórnarfar þar í landi megi segja þá sé þó eitt jákvætt við það, þ.e. að stjórnarfari og refsingum sé þannig háttað menn þurfi ekki að óttast að gerður verði aðsúgur að þeim á götum úti eða annarsstaðar, þar sem svo þung viðurlög liggi við sliku. Nú nýlega rakst ég á frásögn af svia sem á búgarð i nágrenni Gautaborgar. Hann fékk núna i vikunni sent bréf sem hafði að geyma blóðugan fingur dóttur hans ásamt kröfu um lausnar- gjald. Jafnframt var þvi hótað að ef hann hefði samband við lög- reglu yrði hús hans sprengt I loft upp. Og þetta gerist i hinum frjálsu löndum! Væri nú ekki athugandi að innleiða þyngri refsingar jafn- vel dauðadóma fyrir svona ógeðsleg tiltæki? Ég tel að þörf sé á að hegna mönnum meira en gert hefur verið. Mönnum er að verða al- veg sama þótt þeir séu lokaðir inni 1 fangelsi þvi aðbúnaöurinn þar er orðinn svo góður. Það er deilt á stjórnarfarið á Spáni, en er eitthvað betra að stjórnarfar sé þanníg i löndum aö menn komist upp með alls- konar óþverratiltæki, svipað og hér var lýst?” Þrístrikuð Steinþór P. Árdal skrifar: Þó að ég segði blaðinu upp fyrir alllöngu siðan kaupi ég það á hverjum degi sem það kemur út. Ég sagði upp vegna þess að ég var orðinn leiður á þvi að þurfa að kvarta i hverri viku yfir vanskilum á útburði Visis. Mér þykir vænt um þetta blað, enda hef ég keypt það frá þvi það var smásnepill. Þess vegna tek ég lika nærri mér þegar. blaðamenn ykkar eru ekki fær- ari 1 réttritun islenskrar tungu en það að þeir koma með vit- leysur, sem hefðu verið, þegar ég var I barnaskóla, þri undir- strikaðar með rauðu bleki. — Þetta vill of oft, til þvi miður. Laugardaginn 22. nóv. bls. 15: „Jakob Magnússon hlær, og fær sér loksins brennheitan te- sopa — eftir að hafa „dyfið” piparköku o.s.frv.” villa Skemmtilegra að sagt hefði verið „dýft” ekki sist vegna barna og unglinga sem sjá þetta og læra þetta þá um leið. Af þvi læra börnin málið, að það er fyrir þeim haft. Blaðamenn hafa mikla ábýrgö á herðum sér. Siðustu blöðin eru illa prentuð hverriig sem á þvi stendur. Kaupi aldrei afritið af Visi — Dagblaðið.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.