Vísir


Vísir - 01.12.1975, Qupperneq 8

Vísir - 01.12.1975, Qupperneq 8
8 Mánuflagui' 1. dcsember 1!)75. VISIR VÍSIR tltgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Ariji Gunnarsson Fréttastjópi erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Síðumúla 14. simi 86611. 7 linur Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. t Iausasöl;u 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Athyglisverðar hug- myndir tveggja stúdenta Frá þvi i haust hafa staðið yfir nær samfelldar umræður um lánamál námsmanna. Fjárveitingar til námslána eru ekki ráðgerðar að sama skapi miklar og þeir hafa farið fram á. Mönnum sýnist eðlilega sitt hvað um þessi efni. Ýmsum þykir um of þrengt að námsmönnum, en öðrum að námsaðstoð keyri úr hófi fram. Hér er um geysilega viðamikið mál að tefla, enda engar smáupphæðir sem varið er úr rikissjóði á ári hverju i þessu skyni. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er ráðgert að verja yfir 807 milljón- um króna til námslána. Þessi upphæð er þó aðeins hluti af þvi sem námsmenn krefjast sér til handa. Til samanburðar má geta þess að framlög úr rikis- sjóði til Háskóla íslands eru áætluð 680 milljónir króna. Framlög rikisins til námslánakerfisins eru þannig orðin miklum mun meiri en kostnaður við rekstur Háskólans. Ljóst er að núverandi náms- lánakerfi er meingallað i ýmsum efnum. í fyrsta lagi er hér um dulbúna styrki að ræða að verulegu leyti. í annan stað er ljóst að stór hluti lánanna er notaður til fjárfestingar en ekki framfærslu. Loks er þess að geta að kerfið letur námsmenn til þess að vinna að sumarlagi þrátt fyrir ákvæði i úthlutunar- reglum sem stemma eiga stigu við sliku. Engum vafa er þvi undirorpið að hér þarf að gera bragarbót á. En hinu mega menn ekki gleyma að aðstoð við námsmenn er afar mikilvæg og forsenda þess að i þessum efnum riki sá jöfnuður sem við viljum viðhalda. Tekjur margra námsmanna hrökkva ekki fyrir framfærslu, og það bil þarf að brúa. Að undanförnu hafa tveir stúdentar við Há- skólann, Eirikur Þorgeirsson. læknanemi og Kjart- an Gunnarsson laganemi, kynnt á opinberum vett- vangi hugmyndir um nýskipan námsaðstoðar. Það er allrar athygli vert þegar stúdentar leggja fram veligrundaðar tillögur til úrbóta i þessum efnum. Félagsmálahreyfing stúdenta er þekktari fyrir að birta almenningi niðurrifs og fordæmingartillögur i metravis. Af þeim sökum ber að fagna framtaki stúdentanna tveggja. í tillögum sinum um nýskipan námsaðstoðar leggja stúdentarnir tveir til að námsaðstoð verði skipt i tvo þætti: í fyrsta lagi óendurkræfa styrki er veittir verði öllum er framhaldsnám stunda að loknu 13 ára undirbúningsnámi. i öðru lagi komi til verðtryggð lán. Tillögumenn telja að styrkirnir eins og þeir hugsa sér þá kosti um 700 milljónir króna miðað við núverandi aðstæður. Námslánin eiga siðan sam- kvæmt þessum hugmyndum að brúa bilið að fullum framfæ.rslukostnaði. Þessi lán eiga að verða verðtryggð. Þessar hugmyndir stúdentanna eru athyglis- verðar fyrir ýmsra hluta sakir. Þær eru að sjálf- sögðu umdeilanlegar. Álitamál hlýtur t.d. að vera hvort styrkirnir eigi að vera jafn stór hluti af náms- aðstoðinni eins og þeir hugsa sér. Þó að styrk- hugmyndin sé að ýmsu leyti eðlileg sýnist það geta verið skynsamlegra að hafa vægi verðtryggðra lána meira en stúdentarnir gera ráð fyrir. Engum blöðum er um það að fletta að þörf er á endurbótum á þvi kerfi sem nú er við lýði. Það er íagnaðarefni þegar stúdentar sjálfir koma fram með nýtilegar hugmyndir um breytingar. Þessi málefni þarf alla vega að taka til itarlegrar skoð- unar. Umsjón: GP Þaö er rautt og stórt og ansar nafn- inu .,Kina”............” Kissinger utan- rjkisráólierra lialöi mikið Ivrir |ivi að iinclirhúa lieim- s ó k n F ii r d s iorsela ti| Kina sem ii ú stendur vl'ir. — Teiknar- inn I.urie litur liannig á til- raunir Kissing- ers. ÁHRIF HENRY KISSINGERS í Ef áhrif Dr. Henry Kiss- inger í Washingfon hafa minnkað eins og sumir telja þá hef ur þess ekki orðið vart í dagfari ráðherrans eða á stefnu hans í utanrikismál- um. Hann hlær að öllum gróu- sögum um að hann muni láta af embætti einhvern- tíma á næsta ári og undir- býr af kappi ferðalög eftir að hann snýr heim úr ferð sinni til Kína, Indónesíu og Filippseyja ásamt Ford for- seta. Nokkrum dögum eftir heimkomu hans frá Austur- Asíu fer hann til Evrópu til fundar við utanríkisráð- herra Natoríkjanna í Bruss- el, en síðan fer hann til Parísar á efnahagsráð- stefnu oliuframleiðsluríkja, iðnrikja og þróunarríkja. Eitt helsta hugðarefni hans nú er reyna að vekja SALT-viðræðurnar til lífsins á ný, og hann hefur lagt á ráðin um ferð til Moskvu til fundar við Andrei Gromyko utanríkisráðherra eða þá sjálfan formanninn, Leonid Brésneff. Andstætt þeirri reiði sem hann sýndi i Salzburg í Austurríki í fyrra, þegar hann hótaði að segja af sér nema þingið hreinsaði hann af öllum grun um falskan vitnisburð varðandi síma- hleranir hjá 17 starfsmönn- um Hvita hússins og hjá blaðamönnum árin 1969 og 1971, segja vinir Kissingers að hann haf i mikla skemmt- un af sögusögnunum um af- sögn sína. Þeir bæta því við að hann neiti að gefa það til kynna á hinn minnsta hátt að hann hafi í alvöru hugsað um að segja að sér. Einhver sem heimsótti Kissinger nýlega hefur stungið upp á þvi að Kissinger muni jgerast frjáls full- trúi BandarikjaTina frá og með 20. janúar 1977, þegar næsti forseti Bandarikjanna vinnur embættiseið sinn. En þeim hinum sama var með brosi bent á að það væri ekki vist að demókratar sigruðu i kosningunum á næsta ári. Þetta mætti Lskilja sem svo að Kissinger ætli sér aö sitja áfram ef Ford forseti vinnur kosningarn- ar sem frambjóðandi repúblikana, ellegar þá einungis sem dæmigerð- an Kissinger-brandara. En ýmsir fréttaskýrendur benda á þaö að hver sá embættismaður sem situr of lengi fari smám saman að missa völd. Kissinger hefur nú bráðum setið i átta ár við teikni- borð bandariskrar utanrikisstefnu. Það var næstum einróma álit manna að þegar Ford forseti lét James Schlesinger varnarmála- ráðherra segja af sér embætti þann 3. nóvember sl. hafi Kissinger unn- ið stóran sigur. Mikill ágreiningur hafði rikt milli þeirra tveggja um hvaða stefnu ætti að taka i áætluninni um slökun spennii gagnvart Sovétrikjunum, og það var almenn skoðun manna að Schlesinger hefði verið látinn vikja að frumkvæði Kissingers. Það má vel satt vera, en það kemur ekki heim við útskýringar frá Hvita húsinu og frá Schlosinger sjálfum er hljómuðu á þá leið að ágreiningur milli ráðherrans og forsetans sjálfs hefði ráðið mestu um brottvikningu þess fyrrnefnda. í ,,blóðbaðinu á sunnudag". eins og aðgerðir þessar voru kallaðar missti Kissinger einnig stöðu sina sem sérlegur ráðgjafi forsetans um öryggismál. I staðinn kom að- stoðarmaður Kissingers, Brant Scowcroft hershöfðingi. Flestir fréttaskýrendur eru á þeirri skoðun að enn sé of snemmt að dæma um hvaða áhrif þetta hali i heild á stöðu utanrikisráð- herrans. En Kissinger hefur misst af hin- um daglega fundi sinum við forset- ann þar sem hann gat neytt að- stöðu sinnar sem sérlegur ráðgjafi forsetans og hamrað sinar hug- myndir inn i hann. Vinir ráðherrans halda þvi statt og stöðugt fram að samband hans og forsetans sé alveg eins náið og fyrr. En Kissinger á sina óvini meðal starfsliðs Hvita hússins og þeir gætu nú gripið tækifærið og knúið gegn ýmsar ráðleggingar um utan- rikismál sem Kissinger væri ekki samþykkur.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.