Vísir - 03.12.1975, Side 7

Vísir - 03.12.1975, Side 7
VISIR Miðvikudagur 3. desember 1975. D í BVIORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND Í MORGUN Umsjón: Guðmundur Pétursson Loft- árósir W a Líbanon ísraelskar herþotur gerðu i gær loftárásir á skotmörk i Libanon og völdu sérstaklega staði, þar sem Palestinuarab- ar hafa aðsetur. Almennt er litið svo á að israelsmenn hafi viljað sýna að þeir létu ekki bæla sig þótt þjóð- frelsishreyfingin PLO hefði unnið sigur á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Herstjórnin i Tel Aviv sagði að skotmörkin hefðu verið æfinga- búðir og bækistöðvar skæruliða araba. Loftárásinni var svarað með eldflaugaárásum og stórskota- hrið á þrjú landamæraþorp Isra- els. t Libanon var rikisráðið kvatt saman til fundar I morgun til að ræða loftárásina sem Rashid Karami forsætisráðherra kallaði „villimannlega”. Sagði hann að israelsmenn hefðu misst allt vald á sér eftir ósigurinn hjá Samein- uðu þjóðunum. Profumo heiðraður John Profumo, fyrrum varnar- málaráðherra ihaldsflokksins sem lenti I skömminni eftir vænd- ishneykslið mikla fyrir tólf árum, hefur aftur verið tekinn I sátt við samfélagið og var i gær heiðraöur af Elizabetu bretadrottningu. Profumo, eins og menn minn- ast, neyddist til að segja af sér ráðherraembætti 1963, þegar hann játaði að hafa logið að þing- inu varðandi tengsl sin við Kristinu Keeler gleðikonu, sem hann hafði i fyrstu reynt að bera af sér. — Það kom i ljós að vænd- iskonan rekkjaði um þær mundir einnig með hernaðarsérfræðingi sovéska sendiráðsins i London. Hneykslið hafði nær velt stjórn Harolds MacMillans og ihalds- flokksins. Profumo neyddist til að hætta öllum stjórnmálaafskiptum, og hann og fjölskylda hans einangr- uðust frá fyrri vinum og kunn- ingjum. En hann steypti sér af lifi og sál út i félagsstörf i East End, fátækrahverfi London. Fyrir þau störf veitti hennar hátign honum CBE-orðuna I gær. Pessi mynd var tckin úr ftugvél yfir lest- inni sem liryftjuverkatnennirnir fimm iláðu á sitt vald. Ef myndin prentast nógu skyrt. sést dökkur dill á neöra horninu Itægra megin við frantenda lestarinnar, sem örin bendir á,. Er það lik lestarstjór- ans. X. . v ^ t ’ á - . ... zmmmm .. ■ j SIMAMYND AP I MORGUN Með 45 gísla á valdi sínu Fimm hryðju- verkamennn rœndu járn- braufarlest í Hollandi Lögregla og herlið herti i morgun þann hnút sem hún hefur hnýtt um fimm vopn- aða menn um borð i lestarvagni einum i Beilen i Hollandi. Mennirnir hafa á valdi sinu 45 gisla, allt lest- arfarþega. t morgun mátti sjá fimm brynvarða bila aka að lestinni og stansa ekki fyrr en 200 metr- ar voru ófarnir að vagninum, þar sem fólkið hefst við. — Alls taka um 150 lögreglumenn og landgönguliðar þátt i umsátr- inu, en nokkur hundruð her- menn eru til taks skammt undan. Þó er varast að styggja ræn- ingjana sem þegar eru búnir að taka tvo af gislunum af lifi. Vörpuðu þeir likunum út úr lest- arvagninum og létu siðan kúl- unum rigna yfir þau, þar sem þau lágu. Ekkert hefur heyrst frá ræn- ingjunum i nótt, en þeir höfðu áður krafist langferðabils (án sæta) til þess að flytja þá og gislana á flugvöllinn i Amster- dam, en þeir heimta jafnframt að flugvél verði þeim þar til reiðu til að flytja þá úr landi. Lögreglan er ekki i nokkrum vafa um að þarna eru að verki Suður-Molukkar fra einni af eyjum Indónesiu. Indónesia var áður Austur-Indiur, ein af ný- lendum Hollendinga, en þegar þær fengu sjálfstæði gerðust margirþarlendir innflytjendur I Hollandi, einkanlega ibúar Suður-Molucc, sem aldrei hafá lynt við Indónesa. Meðal þessa innflytjendahóps i Hollandi hefur rikt megn óánægja með nýja landið, og öfgahópar hafa gert sig liklega til alls að undanförnu til þess að knýja yfirvöld til fylgis við kröf- ur þeirra. Hryðjuverkamennirnir tóku lestina, þar sem hún var á leið frá Groningen til Amsterdam. Á stöðir.ni i Beilen þjöppuðu þeir gislunum i tvo vagna, en fimm farþeganna sluppu frá þeim úr öðrum vagninum i skjóli myrkurs. Þeir sendu móður, sem var farþegi i vagninum með dóttur sina út með skilaboð til yfir- valda þar sem til var tekið hvers þeir krefðust. Yfirvöldsegja að ekki komi til greina að leyfa hryðjuverka- mönnunum að yfirgefa land með gisla i för. Vilja setja 43 stór- iðjuver í ríkisrekstur Fjörutiu og þrjú helstu fyrir- tæki skipasmiða- og flugvéla- iðnaðar Bretlands verða sett und- ir rikisrekstur samkvæmt stjórn- arfrumvarpi sem verkamanna- flokkurinn hefur lagt fram á breska þinginu. Meðal þessara fyrirtækja eru British Aircraft Corporation sem vann að smiði Concorde, Hawker Siddeley sem hannaði Trident- vélina, svo og stærstu nöfn skipa- smiðaiðnaðarins, eins og Swan Hunter, Camlell Laird, Vickers, Vosper Thornycroft og An Yarr- ow. „Frumvarp þetta er móðgun við lýðræðið,” sagði einn stjórn- arandstæðinga, en bæði ihalds- flokkurinn og frjálslyndi flokkur- inn munu sporna gegn samþykkt þess. Hart í óri hjá Sovétmönnum Hagvöxtur Sovétrikj- anna verður á næsta ári með þvi allra minnsta sem hann hefur verið frá styrj- aldarlokum, eftir versta uppskerubrest sem þar hefur orðið i hartnær 30 ár. Nikolai Baibakov hagstjóri skýrðii frá þessu i áætlana- skýrsiu sem hann flutti á vetr- arþingi æðsta ráðsins en það hófst i Moskvu i gær. — Hann spáði þvi að aukning iðnaðar yrðium 4,3% árið 1976, en fram- leiðsla neytendavarnings mundi aukast um aðeins 2.7%. Skýrslur sýna að sovétmenn hafa ekki verið svo svartsýnir i áætlanagerö sinni siðan fyrir strið. Baibakov er sagður hafa verið gagnrýninn i ræðu sinni þar sem hann dró fram margt úr efna- hagslifinu þar sem áætlanir stóðust ekki. Hann kenndi einkanlega um skorti á land- búnaðarvörum. Eftir þvi var tekið að Baiba- kov gat að engu hver kornfram- leiðsla hafi verið 1975, sem væntanlega hefur þó verið tiundað i þessum árlegu skýrsl- um. Þykir það benda til þess að hún hefði verið töluvert minni en þær 160 miiljónir smálesta sem spáð hafði verið. 160 milljónir vuruþó 25% minna en sovétmenn höfðu vonast til. — Hafi kornuppskeran brugöist illa þarf engum getum að leiða að þvi hvernig fariö hefur fyrir viðkvæmari tegundum. PRJONAR I SIG KIN- VERSKU RÉTTINA .... Að siö Kinverja varö Ford forseti aö neyta veisluréttanna meö prjónum I kvöldveröarboöum hjá ráöamönnum I Peking þar sem forsetahjónin eru gestir þessa dagana. — En eftir myndinni aö dæma ferst honum þaö ekki ófimlega. Forsetahjónin og dóttir þeirra Susan hittu Mao formann aö máli I gær.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.