Vísir


Vísir - 03.12.1975, Qupperneq 8

Vísir - 03.12.1975, Qupperneq 8
8 Umsjón: GP Miðvikudagur 3. desember 1975. VISIR VÍSIR tJtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson 1 Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson - Ritstjórifrétta: Arni Gunnarsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Sfðumúla 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjaid 800 kr. á mánuði innanlands. t iausasöjiu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Pólitískum leikaraskap verður að víkja til hliðar Á næstu vikum koma til kasta Alþingis og aðila vinnumarkaðarins ákvarðanir um málefni, sem ráðið geta úrslitum i baráttunni við verðbólguna. Hér er um það að ræða, hvort takast muni að halda þeirri aðhaldsstefnu i rikisfjármálum, sem mörkuð var með fjárlagafrumvarpinu i haust, og hvort unnt verður að halda kjarasamningum innan skynsam- legra marka. Fram til þessa hefur enginn árangur orðið af aðhaldsaðgerðum i rikisbúskapnum. Ljóst er, að verulegur halli verður á rikissjóði, þegar upp verður staðið um áramót. Fjárlagafrumvarpið, sem lagt var fram i þingbyrjun, var fyrsta alvar- lega tilraunin um árabil i þá átt að koma fram aðhaldsstefnu i rikisbúskapnum. Engum blandast hugur um, að það f járlagafrum- varp, sem nú liggur fyrir Alþingi ber vott um al- gjörlega nýja stefnu. Eigi að siður er hér aðeins um áfanga að ræða. Við hljótum á næstu árum að stefna að raunverulegum samdrætti i rikisbúskapnum. Hinu er ekki að leyna, að menn hafa óttast, að erfið- lega muni ganga að fylgja fram þeirri stefnu, sem mörkuð hefur verið, við endanlega afgreiðslu fjár- laganna nú fyrir jólin. Ástæðan fyrir þessum beyg er i fyrsta lagi sú, að reynsla fyrri ára sýnir, að þingmenn hafa ævinlega keppst við að þenja fjárlögin út á siðustu dögum þinghaldsins fyrir jól. Á undanförnum árum hefur reynst ógerlegt að koma i veg fyrir, að flóðgáttirnar væru opnaðar með þessum hætti. Þingmenn allra flokka eru hér i sök. í annan stað mun það valda erfiðleikum nú, að mjög skammur timi er til þess að koma fram þeim breytingum á almennri löggjöf sem er forsenda aðhaldsaðgerða i rikisfjármálum næsta árs. Rikis- stjórnin boðaði margháttaðar lagabreytingar i þvi skyni að höggva litilsháttar á þetta lögbundna þenslukerfi. Engin leið er að samþykkja fjárlög næsta árs án þess að áður hafi verið gengið endanlega frá þess- um breytingum. I þessum efnum er ekki unnt að hafa lausa enda, ef aðhaldsstefnan á að takast. Þá stendur fyrir dyrum að endurnýja kjara- samninga. Einn þátturinn i hinum almennu að- haldsaðgerðum i þjóðfélaginu hlýtur óhjákvæmi- lega að vera hófsemi i kjaramálum. Við höfum orðið að þola kjaraskerðingu og það all-verulega. En hverjum manni á að vera ljóst, að krónutölu- hækkanir kaupgjalds nú verða aðeins vatn á myllu- hjól verðbólgunnar. Almennur skilningur virðist nú vera fyrir hendi á nauðsyn þess að halda kjarasamningum innan skynsamlegra marka eins og ástatt er. óraunhæf kröfugerð i þessum efnum kemur þyngst niður á þeim, sem við erfiðastar aðstæður búa eins og reynslan að undanförnu hefur sýnt með áþreifan- legum hætti. Það er út i bláinn að miða kaupmátt launa nú við það sem var i febrúar 1974, þegar útflutningsverð var i hámarki. Siðan hefur kaupmáttur útflutnings- tekna rýrnað yfir 32%. Það er sú hrikalega staðreynd, sem við verðum að hafa i huga. Aðhaldsaðgerðir á öllum sviðum þjóðarbú- skaparins eru nú forsenda þess að við náum árangri i viðureigninni við verðbólguna. Nú veltur þvi á miklu að engir skerist úr leik. Hefðbundinn pólitiskur leikaraskapur verður að vikja fyrir á- byrgum vinnubrögðum. ureyðingarnar Mikill ágreiningur hefur risið upp milli rikisvaldsins og kaþólsku kirkjunnar, um hvort leyfa eigi fóstureyðingar i Austurriki. 800.000 austurrikismenn hafa sent rikisstjórninni áskorun, þar sem hún er hvött til að láta málið niður falla, en frumvarp um frjálsar fóstureyðingar var lagt fram i þinginu fyrir um ellefu mánuðum. Undirskriftasöfnun þessi var send innanrikisráðuneytinu, en á bak við hana stóðu öflug kaþólsk leikmannasamtök, er nefna sig „Verndun lifs” og njóta stuðnings háttsettra preláta. Samkvæmt austurriskum lög- um þarf slik áskorun að hafa i minnsta lagi 200.000 undirskrift- ir, til að hægt verði að taka hana til umræðu I þinginu. Samtökin hyggjast ná einni milljón nú i byrjun þessa mánaðar. Ný fóstureyðingarlög leystu af 50 óra gamlan lagabólk Þrátt fyrir mikla andspyrnu kirkjuleiðtoga, lækna og stjórnarandstöðu, voru fóstur- eyðingarleyfðari Austurriki nú i byrjun þessa árs. Þegar stjórn sósialista fékk framgengt frumvarpi sinu um að leyfa fóstureyðingu innan þriggja mánaða frá frjóvgun, féllu Ur gildi 50 ára gömul lög um þetfa efni. Talsmenn „Verndun lifsins” eru bjartsýnir á, að hinn mikli fjöldi undirskrifta muni áreiðanlega fá rikisstjórnina til að nema hin nýju lög úr gildi aftur. En þaðer álit fréttaskýrenda, að stjórnin, sem vann mikinn sigur 1 kosningum fyrir tveim mánuðum, muninokkuð breyta um skoðun. Kirkjan og ríkið „Venjulega hefur riki og kirkju komið vel saman i Austurriki, en nú hefur mikill á- greiningur risið milli þeirra. Kirkjan telursigbest fallna til að dæma um hvað sé siðferðis- legs eðlis eða ekki, og hún litur á hina nýju fóstureyðingalög- gjöf sem dæmi um hnignun siðgæðisins innan þjóðfélagsins. Lögin í framkvœmd „Verndun lifs”, segir þessa nýju fóstureyðingarlöggjöf miklu slakari en i nágranna- löndunum. Að sögn þeirra, eru fóstur- eyðingar annars staðar fram- kvæmdar A sérstökum sjúkra- húsum, þar sem hlynnt sé að konunum á eftir, og að ráðleggingar fyrir aðgerðina eigi að koma frá einhverjum öðrum aðila, en lækni, sem á sér gróðavon. Talsmaður „Verndun lifs” segir að austurriskur læknir geti framkvæmt allt að tiu fóstureyðingar á einum morgni, og grættá þvi 100,000 schillinga (8 milljónir 840 þús. isl. kr.) Annar stuðningsmaður „Verndun lifs,” Renate Ebner, segir að sér sé kunnugt um sjúkrahús eitt i Vinaborg, þar sem fóstureyðingar séu fram- kvæmdar fimm mánuðum eftir frjóvgun, eða tveimur mánuð- um siðar en lögin leyfa. „Verndun lifs” krefst algjörs banns á fóstureyðingum, nema þær séu nauðsynlegar. 25% dóu af aðgerðinni Gengið hefur seint, að koma framkvæmdum varðandi lög-

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.