Vísir - 03.12.1975, Page 10

Vísir - 03.12.1975, Page 10
10 Þjófarnir brjóta aldrei upp pen- ingaskópan — heldur eldvarnaskápa, sem eru alls ekki þjófheldir Miðvikudagur 3. desember 1975. VISIR Pannig var öryggisskápurinn útleikinn sem brotinn var upp á Þetta er hinn eini og sanni peningaskápur, sem Einar stendur við. Skápurinn er 350 kg. á þyngd, og á að bæjarskrifstofunum á Seltjarnarnesi. í skápnum voru geymdir standast allar innbrotstilraunir, og að eldur ieiki um hann ilangan tima. Verðið er i kringum 185 þúsund peningar, þótt hann sé ekki þjófheldur — eins og eigendurnir fengu krónur. Ljósm. BG. bitra reynslu af. Liklega hafa islendingar nú oröið litla trú á peningaskápum. Oft á ári birta dagblöðin fréttir um innbrot i fyrirtæki, og birta myndir af sundurtættum pcningaskápum. Nákvæmar upplýsingar fylgja með hversu miklu hafi verið stolið, og hvernig þjófnum (þjófunum) lókst að brjóta upp peninga- skápinn með kúbeini og sleggju. Nýjasta dæmi þessa er innbrotið á Seltjarnarnesi. En eru þetta virkilcgir pcningaskápar scm þjófarnir hafa brotið upp og stolið öllu steini léttara úr? Og ef svo er, er þá ckki vita gagnsláust að hafa pcningaskáp, ef alltaf tekst að brjóta þá upp? ,,Það er meinið, að fólk gerir ekki greinarmun á þvi að peninga- og skjalahirslur fyrir- finnast i þremur meginþáttum. Það eru skjalaskáparnir, sem hvorki eru þjófheldir né eld- traustir, eldtraustu skáparnir, og svo þjófheldu skáparnir, sem oftast eru þá einnig eldtraustir. Fólk heldur, að bara orðið peningaskápur þýði að skápur- inn varni gegn öllu utanaðkom- andi”. Þetta segir Einar Þ. Mathie- sen, sem er stærsti seljandi öryggisskápa hér á landi. Fyrir- tæki hans, E. Th. Mathiesen hf. i Hafnarfirði hefur selt öryggis- skápa og aðrarskjalahirslur um árabil. Við báðum Einar að skýra nánar hvernig þessi flokka- skipting væri. „Þessa venjulegu skjala- skápa þekkja allir. Þeir eru yfirleitt læsanlegir, en hvorki eldtraustir né þjófheldir, það þarf ekki mikla fyrirhöfn til að brjóta þá upp. Eldtraustu skáparnir eru sterkbyggðir, og- einangraðir með tilliti til þess að þeir geti þolað að eldur leiki um þá i mis- munandi langan tima. Þvi meiri einangrun sem er, þvi meira er eldþol þeirra. Það eru yfirleitt þessir skápar sem fólk sér uppbrotna á mynd- um i blöðunum. Þeir eru ekki byggðir með það fyrir augum að standast sterk verkfæri inn- brotsþjófa. Þriðji flokkurinn er svo hinir raunverulegu peningaskápar, þeir einu sem hægt er að nefna Ein gerð „peningaskápa”, sem hefur litiö sést hér áður. Brús- inn er steyptur niður i gólf, og ofan á lionum er sterkt lok. Hægt er að stinga dósum meö verðmætum ofan i brúsann en ómögulegt að ná þcim út aftur sömu leið. Svo er hægt að fela allt saman undir mottunni. þvi nafni. Erlendis er skýr greinarmunur gerður á þeim skápum, og svo þeim sem að- eins eru eldtraustir. Hér á fslandi er þetta hinsvegar allt kallað peningaskápar. Þessir þjófheldu skápar eiga að standast tilraunir til að brjóta þá upp. Þeir eru auðvitað öruggari eftir þvi sem.þeir eru þyngri og þykkri Peningaskápur er yfirleitt a.m.k. tvöfalt þyngri en eld- traustur skápur af sömu stærð. Læsingin er vandaðri og varnar byggingin i skápunum er þannig, að borar og önnur hlið- stæð verkfæri eiga ekki að kom- ast i gegn.” Stærsti misskilningurinn er sá, að fólk heldur að ef skápur- inn er úr járni, þá haldi hann öllu”. Einar sagði, að hann kallaði sjálfur enga skápa peninga- skápa, nema þá sem teldust þjófheldir. Eldtraustu skápana sagðist hann aðeins kalla öryggisskápa. „Oryggisskáparnir nægja vissulega, ef i þeim eru ein- göngu geymdir pappirar, sem ekki hafa verðmætisgildi fyrir þjófa. Menn kaupa oft öryggis- skápa með það i huga að nota þá aðeins sem eldvörn fyrir pappira sem ekki þykja verðmætir i augum þjófa. En svo vill oft brenna við að meiri verömæti séu geymd i skápun- um. Menn koma oft hingað til að kaupa peningaskápa, en vex verð þeirra i augum, og láta sér þá nægja öryggisskápa. En málið er bara það, að hjá mörg- um aðilum er peningaskápur jafn nauðsynlegur og öll venju- leg skrifstofuáhöld. Mér bregður oft illa við að koma inn i fyrirtæki klædd harðviði i bak og fyrir, og með finustu skrifstofumublum, en þegar kemur að geymslum Þcssi öryggis- skápur er enskur, og aöeins gerður til eldvarna. llann heldur eng- um þjófum. fyrir verðmæta pappira, þá er allt til sparað. í mörgum skrifstofum i ný- legu húsnæði er einmitt mikil þörf á eldtraustum skjala- geymslum. Húsin eru byggð á súlum, með fullkominni loft- ræstingu, sem virkar eins og ar- in, ef eldur kemur upp. Mörg ný hús eru að minu mati alls ekki betr: með tilliti til eldvarna en gömul hús. Erlendis stefna fyrirtæki að þvi að geyma pappira i svo full- komnum eldvarna- og þjófa- geymslum, að þrátt fyrir elds- voða eða innbrot, geti þau strax haldið áfram rekstri sinum af fullum krafti. Skáparnir geta skemmst, en innihaldið er heilt”. Rœtt við Einar Þ. Mathiesen, stœrsta seljanda öryggisskqxi hér ó landi Einar sagði ennfremur, að ólikt þvi sem gerist erlendis, tækju tryggingafélögin hér litið tillit til hvernig vörnum á verðmætum innanhúss væri háttað. „Hér er enginn bónus veittur fyrir að hafa traustar geymslur undir verðmæti,” sagði hann. Það vakti athygli okkar, að enskur öryggisskápur sem var i versluninni hjá Einari, var merktur „Fireprotection only”, þ.e.a.s. aðeins til eldvarna. Við spurðum Einar hvort þetta gæfi þjófum ekki visbendingu um að slikan skáp væri einmitt ráðlegt að reyna við, þar sem hann væri ekki þjófheldur. „Eiginlega þvert á móti,” sagði Einar. „Þetta á að sýna þjófunum, að i skáp sem ekki er þjófheldur, sé heldur ekkert að finna sem þeir geti gert sér mat úr. Vandræðin eru bara þau hér á landi, að menn freistast til að geyma verðmæti i slikum skápum. Ég hef oft séð þau svör frá eigendum slikra skápa, eftir að þeir hafa verið brotnir upp, að það hafi bara verið tilviljun að peningar voru i þeim. Mig grunar nú samt að menn noti eldvarnaskápana oft til geymslu á verðmætum. Meðan svo er, halda þjófar auðvitaö áfram að brjóta þessa skápa upp. Allir enskir skápar eru merktir, m.a. til að fækka tilraunum þjófa til að brjóta upp skápa, sem engin verðmæti eru i.” Allflestir peningaskápr eru nú með lyklum. Notkun „talna- lása” hefur minnkað. Þó eru margir stórir skápar sem hafa saman báðar tegundir af læsingum. En hvað kostar þá öryggið? „Meðalpeningaskápur sem ég hef t.d. nú á lager kostar 185 þúdund krónur. Eldtraustu skáparnir eru ódýrari. Fyrir- tæki sem ætlar að leggja út að fá sér kannski einn eldtraustan skáp og annan sem er bæði þjófheldur og eldtraustur, fær þær hirslur fyrir svona 500 þúsund krónur,” sagðiEinarÞ. Mathiesen að lokum. — ÓH.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.