Vísir


Vísir - 03.12.1975, Qupperneq 11

Vísir - 03.12.1975, Qupperneq 11
VISIR Miðvikudagur 3. desember 1975. Jakob Magnússon ritar um fyrstu sóló plötu Gunnars Þórðarsonar útvarpið vill! Þetta er fyrsta plata Ingimars Eydal hjá hinu nýja útgáfufyrir- tæki sinu Steinar h/f, og vonandi ekki sú sið- asta. 1 þetta sinn prýða plötuna fjögur frumsamin lög hljóm- sveitarinnar, þ.e. þrjú eftir bassaleikarann Sævar Bene- diktsson og eitt eftir Finn Ey- dal. Onnur tvö eru svo eftir þá sómamenn Pál Isólfsson og Gylfa Ægisson. Það sem eftir er, hefur Ingi- mar tint saman úr ýmsum átt- um, svo sem frá Carpenders o.fl. Undirritaður hefur oft orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að hlýða a flestöll þessi lög á dansleikjum Ingimars, og ævin- lega orðið ánægður með útkomu þeirra. Stærsti gallinn við þessa nýju plötu Ingimars, er hve söngur- inn er oft á tiðum óskýr og lágt stilltur, þannig að hann hrein- lega skilst ekki. Óvanalegt frá Ingimar og Co. Þetta á kannski aðallega við um lögin, „Sigga Geira”, „Gamla trillan”, og „Róði raunamæddi”. Til allra þessara laga hefði átt að vanda betur og þá aðallega sönginn, Óli Rió hvar varstu?? Æag Páls tsólfssonar hefur fengið góða meðferð hjá Ingi- mar og Co, söngurinn strax betri og útsetningin blönduð jassi og „ballöðum”. Sævar á eins og fyrr sagði þrjú lög á plötunni, og þar ber lagið „Bæn um betri heim” af, rólegt og fallegt lag. í „Vorljóði” bregður hins vegar fyrir of þungum áberandi trommuleik hjá vini vorum „Leibba”, sem þarf þó ekki að vera hans sök. Lag Finns „Stakir jakar á reki” er ágætt, en hvað skyldu þeir félagarnir Pétur og úlfur- inn hafa verið að gera i laginu? „Only Yesterday”'með Carp- enders fær heitið „Þangað til i gær”, og mætti það hafa fengið smá Carpenders-blöff, þ.e. allt að fimmfaldan söng Helenu. „Siggi var úti” er bráðsmellið lag, a.m.k. þegar ég hef heyrt það i „Sjallanum”, en á plötunni missir það marks sökum söngs- ins, sem vissulega hefði átt að vera miklu skýrari. Annars er hugmyndin að baki laginu (á plötunni) smellin, þó að smávægilegt stef hafi verið fengið að láni frá Steely Dan. „Sumar og sól”, já, Ingimar veit svo sannarléga, hvað Rikis- útvarpið vill fá i alla sina þætti, sumar og sól, sól á Sýrlandi og fjöl i Búðárdal, uppskrift sem á sér ekkert leyndarmál, bara hlusta á Rikisútvarpið. Þetta er semsé kremið af plötunni hans Ingimars, og ef maður sleppir kritiskum smá- atriðum (nema útfærslu söngs- ins) þá er hún bara ágæt sem dægurlagaplata. Ein breyting hefur átt sér stað i hljómsveitinni frá upptöku þessarar plötu, þvi að sökum náms hefur Grimur Sigurðsson, söngvari og gitarleikari hljóm- sveitarinnar, flust búferlum til Reykjavikur og spilar nú með hljómsveit Ragnars Bjarnason- ar á Hótel Sögu. Um nafn eftirmanns Grims er mér ekki kunnugt, en hann ku hafa spilað i hljómsveitinni Ljósbrá á sinum tima, með þeim Sævari og Þorleifi. Flesta texta við lög plötunnar hefur Þorsteinn nokkur Egg- ertssonsamið, „nesti áhálftima fresti, rafmagnslofti, með bræddum osti” o.s.frv. Lögin sem að öllum likindum koma til með að svifa hvað mest á öldum ljósvakans á næsta ári, eru „Litla Gunna og litli Jón”, „Sumar og sól”, og e.t.v. „Sam- skipti” og „Fjölskyldan”. Tónhornið fór þess á leit við Jakob Magnússon hinn góð- kunna tónlistarmann, að hann skrifaði nokkur orð um nýútkomna sóló-plötu Gunn- ars Þórðarsonar, og varð hann fúsiega við þeirri bón. Þá nálgast jólin, aðalvertið búðarmanna, og helsti timi hvers kyns útgáfustarfsemi. Undanfarin jól hefur verið rætt um „bókaflóðið” svokall- aða, en i ár virðist ætla að flæða hljómplötum, og er óhætt að fullyrða að aldrei fyrr hafi kom- ið jafnmargar hljómplötur út á sama tima og nú. Einnig mun vist að gæði is- lenskrar tónlistarviðleitni i hljómplötuformi fer stöðugt vaxandi, og er það vel, þvi svo virðist sem þróun menningar- neyslu landsins færist æ meir úr formi bókar yfir i hljómplötur. Dýr og fullkomin hljómburð- artæki prýða sifellt fleiri heim- ili, og aukin plötusala hefur dregið úr sölu bóka og starf- semi útgáfufyrirtækja þeirra sem nú munu nokkur hver hyggja á hljómplötuútgáfu samhliða bókaútgáfunni. Eitt umsvifamesta hljómplötufyrir- tæki Islands i dag, og um leið sennilega það traustasta, er Hljómar h/f i Keflavik og hefur það nýlega gefið út fyrstu sóló plötu Gunnars Þórðarsonar, en um hana var mér gjört að fjalla hér i Tónhorninu. HLJÓMSVEIT INGIMARS EYDALS - STEINAR HF. 001 Umsjón: Örn Petersen fegurð Eftir „Tiu ár á toppnum” á Islandi sannar Gunnar enn hæfni sina sem lagasmiður, hljóðfæraleikari, söngvari og útsetjari. Hann er auðheyrilega jafn opinn fyrir umhverfinu og nýjum áhrifum og hann var á timum „Fyrsta kossins” og „Bláu augnanna”, munurinn er einungis sá að hæfileikinn til að sémja hefur vaxið með mannin- um, og nú virðum við fyrir okk- ur i stað gelgjutánings full- þroska mann sem gefur frá sér hlýju og fegurð. „When summercomes along” lýsir samlyndi við tilveruna, jákvætt viðhorf til mannlifsins og bjartsýni. Bjartsýnin kemur einnig i ljós i innflytjendalaginu „Mani- topa”. E.t.v. hefur búferlisflutningur Gunnars og fjölskyldu hans til Englands á siðasta sumri verið kveikjan að þessum tveim lögum, en þau eru mér kærust vegna melódiuog hljómsetning- ar. Það sem kom mér þó mjög á óvart var söngur Gunnars i þessum tveim lögum, en þar bregðúr fyrir raddblæ sem minnir helst á The Beach Boys (fremstá söngsveit Bandarikj- anna sl. 10ár), oghefur Gunnar vafalaust lært margt af þeim varðandi raddbeitingu, radd- setningu o.fl. „Magic Moments” er annað dæmi um bandarisk áhrif i út- setningu og flutningi, þ.e. hið svokallaða „Philly sound” sem Barry White er talinn einn af upphafsmönnum að i Phila- delphia. Yfirleitt krefst „Philly sound” strengjasveitar, en Gunnar hefur i staðinn notað svonefndan, „stringsynthesis- er” með mjög góðum árangri. Yfirleitt er allur hljóðfæra- leikur á plötunni afar fágaður og einkennist af smekkvisi frekar en tæknilegri sýndar- mennsku eins og ýmsum hættir til. „Reykjavik” er gott dæmi um smekklega samsetningu hljóð- færa og lipran hljóðfæraleik. Eitt er ónefnt Gunnari til lofs, og er það upptökustjórn eða hljóðstjórn öllu heldur. Hingað til hefur engum hér- lendum manni tekist að ná jafn góðum heildarhljóm (overall sound) á plötu, hvað þá að spila á flest hljóðfærin um leið, og ljúka öllu saman á 90 timum? Um leið og ég óska Gunnari til hamingju með þessa vönduðu ogfallegu plötu, hvetéghann til frekari dáða og óska honum gæfu i framandi landi. Jakob Magnússon. sem iagasmiður, hljóð- — Ljósm.: Örp. sér hlýju og Gunnar Þórðarson sannar enn hæfni sina færaieikari, söngvari og útsetjari. Gefur fró Liðsmenn hijómsveitar Ingimars Eydal i hvildarstóium Hljóðritunar hf. i Hafnarfirði á milli laga. Veit svo sann- arlega hvað

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.