Vísir - 03.12.1975, Síða 12

Vísir - 03.12.1975, Síða 12
12 Miðvikudagur 3. desember 1975. vism m vism Miðvikudagur 3. desember 1975. 13 Stefán Gunnarsson var einn jafnbesti leikmaður Islenska liðsins I ieiknum við Noreg I gærkvöldi. Hann var eins og klettur I vörn — og i sókninni átti hann þátt f mörgum|mörkum með þvi að „blokkera” fyrir skotmennina. Hann skoraði líka sjálfur eitt mark og hér er það I uppsiglingu. — Ljósmynd Einar. „Ein vika í Danmörku hefur lítið að segja" „Ég er nokkuð ánægður með fyrri hálfleikinn hjá mínum mönn- um, en vil sem minnst tala um sið- ari háifleikinn hjá þeim” sagði hinn geðugi þjálfari norska lands- iiðsins i handknattleik, Thor Nohr, er við hittum hann að máli eftir leikinn I gærkvöldi. „Það sem gerði gæfumuninn i siðari hálfleiknum var að islenska liðið fékk að skora ódýr mörk i byrjun. Vörnin hjá okkur opnaðist illa og það var engin markvarsla. Þar með komst islenska liðið á bragðið og náði að jafna. Ef þessi ódýru mörk hefðu ekki komið á færibandi i upphafi, hefðum við unnið stórt. Baráttan I islenska liðinu var mikil i siðari hálfleik og markvarslan frábær. Við áttum við mýgrút af tækifærum sem ölafur Benediktsson sá um, að ekki urðu annað en tækifæri.” Hvernig fannst þér islenska liðið leika? „Það lék eins og ég átti von á — barðist allan timann og án skipu- lags. Þetta er allt tilviljunarkennt sem gert er, og vantar þvi sýnilega samæfingu og fleiri leikkerfi sem ganga upp. Ég hef oft séð Islenska landsliðið leika áður, og þetta var ósköp venjulegt islenskt lið — hvorki betra né verra en áður. En það má áreiðanlega gera gottlið úr þessum hóp, og ef þessir leikmenn ykkar sem eru i Þýskalandi og Sviþjóð koma I hann, getur þetta orðið mjög gott lið með góðri samæf- ingu.” — Hvernig hafið þið æft fyrir undankeppni ÖL? „Við völdum liðið fyrir rúmu ári og höfum sfðan æft einu sinni I viku, og auk þess farið tvisvar I æfingabúðir iSviþjóð. Þetta er ekki nóg — það sýndi sig i þessum leik — þvi að við þurfum að leika við pól- verja I undankeppninni. Hvernig lýst þér þá á æfinga- undirbúning isienska liðsins fyrir leikina við Júgóslaviu? „Það er allt of litill undirbúning- ur. Ein vika i Danmörku með allan hópinn gerir sjálfsagt eitthvert gagn, en það nægir ekki á móti Júgóslaviu.” Þá ræddum við við Harald Tyr- dal — leikreyndasta mann norska liðsins, sem er með 109 landsleiki að baki og hefur m.a. leikið I heimsliðinu. Hann hafði þetta um leikinn að segja: „Ég hef oft séð og leikið á móti betra islensku liði en þessu. Það er alltaf eins, og er eina liðið á Norðurlöndum, sem enn leikur þennan gamla „skandinaviska” bolta, þar sem krafturinn og keppnisskapið heldur þvi á lofti. Það vantar mann eða menn i liðið, sem stjórna þvi bæði i vörn og sókn. Annars kom liðið mér á óvart i siðari hálfleik — en þá vorum við lika að gera sömu gömlu mistökin hvaðeftir annað. Ölafur Benedikts- son var mjög góður i markinu, og bjargaði liðinu frá stórtapi og einnig fannst mér þeir góðir, Páll Björgvinsson og Stefán Gunnars- son.” Sænsku dómararnir voru á sama máli og þessir tveir um leik is- , lenska liðsins i siðari hálfleik. „Það var frábært að vinna upp 6 marka forustu i siðari hálfleik” sögðu þeir. „Við dæmdum leik Islands og Danmerkur á NM i fyrra, og liðið sem lék þá var mun betra en þetta liö. Það var mjög erfitt að dæma þennan leik — hann var harður og hraður, en samt ekki grófur. Áhorf- endurnir voru stórkostlegir, og ekkert að undra þótt útlendingum þyki erfitt að leika og dæma hér á landi eftir að hafa séð og heyrt I þeim, eins og við gerðum nú I fyrsta sinn.” —klp— gss Óli Ben fór hamförum en það dugði ekki til Ólafur Benediktsson, mark- vörður islenska landsliOsins I handknattleik, fór hamförum i landsieiknum við norömenn i gærkvöldi — og hreinlega lokaði markinu á köflum I siðari hálf- leik. En það dugði bara ekki til, norska liðið hafði sex marka for- skot úr fyrri háifleik sem var drjúgt veganesti og þvi tókst að merja tveggja marka sigur i ieiknum 17:19. íslenska liðið var afar slakt I fyrri hálfleik og virtust leikmenn þess oftekki vita sitt rjúkandi ráð gegn léttleikandi norðmönnum. Sóknarleikurinn var i molum, eins og best sést á þvi að liðiö skoraði aðeins 7 mörk úr 27 upphlaupum. Norömönnum gekk hins vegar allt i haginn, leikfléttur þeirra gengu hvað eftir KVENNA- UPPGJÖR í KVÖLD (Jrslitaleikurinn i Reykjavíkur- mótinu I handknattieik kvenna fer, fram i Laugardalshöllinni i kvöld og verður forleikur að siðari landsleiknum á milli islands og Noregs. Liðin sem leika til úrslita eru Fram og Valur, og reikna flestir með að vaisstúikurnar gangi út af eftir þann leik með sigurinn og Reykjavlkurbikarinn. Þær töpuðu einum leik i sjálfu mótinu — fyrir Fram — en aftur á móti tapaði Fram fyrir KR, svo liöin skildu jöfn að stigum. Fram varð fyrir þvi óhappi að missa Arnþrúði Karlsdóttur úr liöinu vegna meiðsla er hún hlaut i starfi nú fyrir skömmu, en hún er lögreglukona eins og mörgum er eflaust kunnugt. Dynamo Kiev hélt jöfnu í París! Sovésku meistararnir, Dynamo Kiev máttu láta sér nægja jafn- tefli 1:1 I vináttuleik við franska liðið Saint Germain I Paris I gær- kvöldi. Rússarnir náðu aldrei algjörum yfirburðum á vellinum, eins og búist hafði verið við — þurftu oft að leika sterkan varnarleik til að verjast ágengni frakkanna. Komkov skoraði mark Dynamo rétt fyrir lok hálfleiks, eftir skemmtilega samvinnu við Veremiev, en Dahleb jafnaði fyrir franska liðið sex minútum fyrir leikslok. —klp — annað upp og gáfu annað hvort mörk eða viti — og þeir voru komnir með yfirburðastöðu i hálfleik 7:13. Norski þjálfarinn virtist greini- lega halda að það væri aöeins formsatriöi að ijúka leiknum og setti varamarkvörðinn i markið i siðari hálfleik i stað Pal Bye sem hafði varið mjög vel. tslensku leikmennirnir voru fljótir að finna veikleika hans og á fyrstu 10 minútunum breytti þaö stöðunni úr 7:13 I 14:15 — en þá kom Bye aftur i markið. Islenska liðinu tókst að jafna 15:15 og 16:16— en norðmennirnir höfðu betur á endasprettinum og sigruðu i leiknum 17:19 eins og áöur sagði. Islenska liðið sýndi i siðari hálf- leik hversu það er megnugt þegar sá er gállinn á þvi. Þar munaði mestu um stórleik ólafs Bene- diktssonar i markinu sem varði 14 skot I leiknum og það eitt hafði næstum brotið norska liðið. Þá átti Páll Björgvinsson og Jón Karlsson mjög góðan leik — og þeir Stefán Gunnarsson og Arni Indriðason i vörninni. Hjá norðmönnunum voru leik- reyndustu mennirnir Pal Bye, Allan Bjerde, Harald Tyrdal og Inge Hansen bestir. Liðið er , greinilega I góðri samæfingu, enda hófst Ólympiuundirbún- ingur þess fyrir 'ári og hefur þaö æft saman slðan. Mörk Islands: Páll Björgvins- son 9 (4) viti, Ólafur Einarsson 4, Jón Karlsson 3 og Stefán Gunnarsson eitt mark. Mörk Noregs: Alan Gjerde 7 (5) viti, Per Furuseth 3, Erik Nessen 3, Inge Hansen 3, Harald Tyrdal 2 og Einar Hunsager eitt mark. Tveim leikmönnum var visað af leikvelli úr hvoru liði, ólafi Einarssyni tvivegis, i 2 og 5 minútur, Árna Indriðasyni i 2 minútur — og þeim Ruue Steuer og Kristen Gristingaas I 2 minútur hvorum. Leikinn dæmdu sænskir dóm- arar, Per Dahlöf og Lars-Eric Jersmyr, og verður ekki annað sagt en þeir hafi dæmt erfiðan leik mjög vel. Ef litið er á útkomu islenska liðsins iheild, þá er hún afar slök. Liöið átti 48 upphlaup i leiknum sem gáfu 17 mörk — eða 35% nýtingu. 1 fyrri hálfleik voru upphlaupin 27 sem gáfu 7 mörk eða 26% nýting — heldur skánaði hún i siðari hálfleik. Þá voru upphlaupin 21 sem gáfu 10 mörk eða 48% nýtingu —sem er „sæmi- legt”. íslensku leikmennirnir áttu 19 skot á norska markið sem ýmist voru varin eða fóru fram hjá og 12 sinnum tapaði liöið boltanum — sem eru alltof margar villur hjá landsliöi og þykir mikiö I 2. deild. — BB Söngkonan settí nýtt Norðurlanda- met í sundi Á miklu sundmóti sem háð var i Stavanger i Noregi fyrir skömmu, setti 18 ára gömul stúlka nýtt norðurlandamet i 100 metra skriðsundi kvenna er hún synti vegalengdina á 58,2 sekúnd- um. Þessistúlka heitir Lena Jensen og er þekkt sundkona i Noregi, en þó er hún samt öllu þekktari i skemmtanabransanum, þvi að hún er ein vinsælasta „poppsöng- kona” norðmanna um þessar mundir. —klp — Þœr dönsku steinlógu! Heimsmeistarakeppnin i hand- knattleik kvenna hófst i gær- kvöldi I þrem borgum I Sovétrikj- unum, og voru þar leiknir þrir fyrstu leikirnir. Aðalleikurinn þá var leikur Sovétrikjanna og Austur-Þýska- lands, sem fram fór i Kiev — eða Kænugarði eins og sumir segja — og lauk honum með jafntefli 10:10. Tékkóslóvakia lék sér að Japan og sigraði 21:13 (10:3) og „frænkur” okkar frá Danmörku fengu flengingu hjá þeim júgó- slavnesku — 16:9 — eftir að hafa aðeins verið tveim mörkum undir I hálfleik. — klp — ■ tslenska liðið missti alveg ■ andlitið I fyrri hálfleik i leiknum J I gærkvöldi. Þá var þessi mynd ■ tekin og er hún nokkuð táknræn [J fyrir þann kafla leiksins, þvi að ■ þessi „andlitslausi” á gólfinu er J islendingur Ljósmynd Ein- ■ ar. ■ ■ ■ ■■■!■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ VÍTASPYRNUFLÓÐ Á HIGHBURY í LONDON — í jafnteflis leik Arsenal og Liverpool í gœrkvöldi Arsenal og Livcrpool gerðu jafntefli 2:2 á leikvelli Arsenal Ilighbury i 1. deildinni ensku I gærkvöldi. Liverpool er nú I 2. til 4. sæti ásamt QPR og Man- chester United með 26 stig, en Derby hefur forystuna með 27 stig. Leikurinn var einna likastur vitaspyrnukeppui, Phil Neal skoraði úr tveim vitum fyrtr Liverpool og Alan Ball úr einu fyrir Arsenal og þannig var staðan þar til tvær minútur voru til leiksloka að Brian Kidd tókst að jafna fyrir Arsenal, með fallegu skailamarki. Liverpool hefur nú tapað fjór- um stigum úr þrem siðustu leikjum — þrem heima, gegn Coventry og Norwich og I gær gegn Arsenal. Þá fór fram einn ieikur I 3. deild, Walsall og Sheffield Wed„ gerðu jafntefii 2:2. Bresku blöðin skýröu frá þvi i gær aö Leighton James sem Derby keypti frá Burnley i siðustu viku fyrir 300 þúsund pund mætti ekki leika með sinti nýja félagi fyrr en eftir þrjár vikur. Þaö þýöir að James fær ekki að leika fyrr en 20. desember þá væntanlega gegn Sheffield Utd. og missir þvi úr tvo næstu lciki — sem eru gegn Birmingham og QPR. —BB •oooooooooooooooooooooooo• SKIÐA- jakkar SKIÐA huxur SKIÐA skór SKIÐA- hanzkar SKIÐA- gleraugu SKIÐA- stafir Aldrei meira úrval Jk Póstsendum §P0RTVAL Hlemmtorgi — Simi 14390 OOOOOOOOOOO0OOOOOOOOOOO®' )®(

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.