Vísir - 09.12.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 09.12.1975, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Ctgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Aúglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúia 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjaid 800 kr. á mánuði innaniands. i lausasöjiu 40 kr. eintakið. Biaðaprent hf. Mikilvægi sjálfstæðra fréttablaða 1 siðustu viku upplýsti Visir, að skuldamál flugfé- lagsins Air Viking og Alþýðubankans væru komin á mjög alvarlegt stig. Yfirvöld bankamála hafa nú staðfest þessar fréttir. Það vekur hins vegar athygli hversu langur timi leið frá þvi að málið var upplýst hér i blaðinu þar til rétt yfirvöld fengust til þess að greina frá þvi opinberlega. Hér er um umfangsmikið skuldamál að ræða. Seðlabankinn hefur ákveðið með samningi við Alþýðubankann að tryggja hagsmuni innistæðueig- enda með lánafyrirgreiðslu, og Alþýðusambandið hefur heitið þvi að gangast fyrir söfnun fjár til að auka hlutafé bankans. Vonandi tekst með þessum aðgerðum að festa Alþýðubankann i sessi á nýjan leik. Ógerningur er að segja um það með nokkurri vissu, hversu lengi þessu máli hefði verið haldið leyndu innan veggja kerfisins, ef Visir hefði ékki komið fram með upplýsingar sinar i fyrri viku. Engum blöðum er hins vegar um það að fletta, að þetta mál varpar skýru ljósi á mikilvægi sjálf- stæðra fjölmiðla i þjóðfélaginu. Eftir þvi sem slik mál gerjast lengur leynilega, er meiri hætta á, að flokkspólitiskum hagræðingum sé komið við. í ljósi þessa er vert að gefa gaum frásögnum fjöl- miðla af þessu máli i siðustu viku. Aðeins þrir af átta fjölmiðlum sögðu frá málinu áður en opinber tilkynning var gefin út um það i gær. Og einungis tvö blöð reyndu að kanna efni málsins. Eitt dagblað gerði ákafa tilraun með striðsfyrirsögnum bæði i bak og fyrir til þess að breiða yfir það sem gerst hafði. Formaður útgáfustjórnar þess blaðs á jafn- framt sæti i bankaráði Alþýðubankans. Málgögn þriggja stjórnmálaflokka þögðu hins vegar þunnu hljóði, svo og rikisfréttastofurnar tvær. Þáð er fyrst eftir, að opinberar yfirlýsingar hafa verið gefnar út, að þessir fjölmiðlar neyddust til að greina frá þvi, sem fram hefur komið. Þannig eru flest blöð að meira eða minna leyti bundin i báða skó, þegar á reynir, hvað sem liður öllu auglýsinga- skrumi. Sjálfstæði blaða verður aldrei tryggt með auglýsingaslagorðum. Þar skipta verkin sköpum. Almenningur á rétt á að fá uppiýsingar um skuldamál sem þetta. Stjórnvöld eiga enn eftir að birta miklar upplýsingar, og þess verður krafist á næstunni að þær komi fram. Fram til þessa hefur aðeins eitt fyrirtæki verið dregið fram vegna út- lánastarfsemi Alþýðubankans, en um leið hafa stjórnvöld gefið til kynna, að þar komi fleiri við sögu. Hversu lengi á að halda þvi leyndu, hverjir það eru? Engum vafa er undirorpið, að verðsamkeppni ferðaskrifstofa og flugrekstraraðila hér á landi hef- ur leitt til ódýrari þjónustu. Mál af þessu tagi geta af þeim sökum haft viðtækar afleiðingar. Hug- myndum um nauðsyn og mikilvægi frjálsrar samkeppni má hins vegar ekki blanda saman við nauðsynlegt eftirlit með bankastarfsemi og fjár- málum fyrirtækja. Allt bendir til þess, að skuldamál þessi væru enn sveipuð hjúpi þagnarinnar, ef Visir hefði ekki vakið máls á þeim. Það eru hagsmunir almennings, að sjálfstæð fréttablöð-greini frá slikum málum, þó að kerfið reyni að halda þeim undir yfirborðinu i lengstu lög. Visir mun enn sem fyrr gegna þvi hlut- verki. Þriðjudagur 9. desember 1975. VISIR Umsjón: GP rn njM Neyðar róðstaf anir Wilsons Rikisstjórn breska verkamannaf lokksins verður bráðlega að gera það upp við sig, til hvaða hafta skuli gripið til verndar breskum iðnaði. Ríkisstjórnin hefur heitið því að setja saman áætlun til verndar at- vinnu manna, en þótt undirbúningur sé hafinn að innf lutningsbanni á einstöku vörum, liggur ekkert enn Ijóst fyrir. Önnur mikilvæg ákvörðun er í hve mikl- um mæli hjálp verði veitt Chryslerverksmiðjunum i Bretlandi, en þar starfa 25,000 manns. Svo virðist að umræður um atvinnuleysi í Bret- landi verði hespaðar af fyrir jól, og almenningi siðan veitt svör. Mikilvœgi Chrysler Talsmenn rikisstjórnarinnar segja að innflutningshöftin séu órjúfanlega tengd framtið Chryslerverksmiðjanna i Bret- landi. Forystumenn verkalýðssam- taka og vinstrisinnar innan YVilson ncyðist að likindum til að gera róttækar ráðstafanir til að bjarga breskum iðnaði, og fyrir breska þinginu liggur frumvarp um rikisrekstur stóriðjufyrirtækja, þar á meðal skipasmiðastööva. verkamannaflokksins hafa krafist þess að eitthvað veröi aðhafst til að vérnda bilaiðnað- inn fyrir erlendri samkeppni, og þá einnig aðrar iðngreinar ss. vefnað, skóframleiðslu og fl. Ef Chrysierverksmiðjurnar skera ekki niður framleiðslu sina i Bretlandi er hætta á að innflutningur á bilum stórauk- ist. Bresk blöð hafa i meira en þrjár vikur reynt að skilgreina tilraunir ríkisstjörnarinnar, en Wilson forsætisráðherra vill ekkert um þær segja. Hvernig svo sem fer um inn- flutninginn, virðast lokaákvarð- anir þó verða teknar i leynd inn- an stjórnarinnar. Þrýstingur Bandaríkjanna Rikisstjórnin er undir miklum þrýstingi frá helstu viðskipta- rikjum sinum, og þá einkum frá Bilaiðnaöurinn breski berst i bökkum. Bandarikjunum, að aðhafast ekkert það sem gæti komið af stað viöskiptastriði. Stjórn Ford’s forseta hefur tjáð breska sendiherranum i Washington að hún gæti þvi að- eins stutt bresk innflutningshöft að þau brjóti ekki i bága við þær reglur sem áðurgerðir samn- ingar hafa sett. Bandarikjamenn hafa jafnvel komið á fót sérstakri nefnd embættismanna sem eiga að vera viðbúnir að gripa til ann- arra ráða, skyldu bretar ganga of langt. Beðið og beðið Þegar Wilson forsætisráð- herra sneri heim af efnahags- ráðstefnunni i Rambouillet fannst honum ekkert standa i vegi fyrir að setja innflutnings- höft, til verndar breskum iðnaði sem annars ætti sér ekki viðreisnar von. 1 ræðu sem hann flutti fyrir stórum hópi áhyggjufullra verkamanna i klæðaiðnaðinum, sagði hann að inmTutningshöft- um yröi komið á innan nokkurra daga. Þeir biða enn. Sl. föstudag sagði Wilson i þinginu: „Það eru ýmis vand- kvæði á þvi að framkvæma inn- flutningshöft nú þegar, en á þvi ætti ekki að verða löng bið.” Kreppan 1964 Rikisstjórnin er vel minnug þess ramakveins sem rekið var upp árið 1964 þegar rikisstjórn verkamannaflokksins — undir forsæti Wilsons — lagöi 15% aukaálagningu á innfluttar iðnaðarvörur, tii þess að bjarga þjóðinni útúr launakreppu. Aukaálagning þessi stóð til 1966 — að visu var hún minnkuð niður i 10% áður en ár var liðið, en hún vakti mikla gremju, einkum i Evrópu og Japan. t þetta skipti mun rikis- stjórnin liklega sýna meiri gát. Hún mun hafa i huga skuldbind- ingar sinar við félaga sina i EBE og GATT. En enn sem fyrr ætti hún eftir að bæta öðrum GATT-rikjum þann skaða sem iðnaður þeirra hefði orðið fyrir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.