Vísir - 09.12.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 09.12.1975, Blaðsíða 11
♦ * VISIR Þriðjudagur 9. desember 1975. cTMenningarmál Kugaðir blökkumenn Nýja bió Sounder Bandarlsk, 1972. Martin Ritt leikstjóri Sounders er kunnari sem sjónvarpsmynda- gerðarmaður heldur en kvikmyndagerðarmað- ur og ber þessi mynd dálitil merki þess. Hún er tekin i suðurrikjum Bandarikjanna og fjallar um lif blökku- manna þar á kreppuár- unum. Myndin fjallar aðallega um eina fjölskyldu sem berst fyrir lifi sinu á búgarði nokkrum, en þau þurfa að greiða hvitum manni (vondum) leigu af þess- ari jörð og berjast þess vegna i bökkum, þvl leigan er há. Einn dag þegar ekkerter til að borða, laumastbóndinn út og stelur frá hvttum manni kjöti. Daginn eftir koma hvitu mennirnir og taka hann fastan, og fær hann dóm til eins árs þrælkunarvinnu fyrir afbrotið. Heimilið er á heljarþröm, kona með þrjú ung börn sln. Elsti sonur hennar get- ur þó hjálpað henni dálitið. Þegar bóndinn er fiuttur að heiman slasast hundurinn á bænum þegar hvitu mennirnir skjóta að honum, og hann hverf- ur á braut. Hundurinn heitir Sounder og myndin eftir honum. Þetta sár hans og heimkoma KVIKMYNDIR Umsjón: Rafn Jónsson hans siðar i myndinni er tákn um baráttu blökkumanna fyrir lifi sinu á þessum tima, þeir voru særðir, en lifðu samt. Þó I myndinni sé mikið um tákn sem þessi og svolitið fjall- að um stöðu svartra manna á kreppuárunum, er hún ekki nægilega vel gerð, til þess að maöurhrifist af henni og gleymi sér i andrúmslofti sveitalifsins hjá svertingjunum. Myndin er of hrein, of saklaus, og leikstjór- inn sýnir okkur aöeins tvær gerðir manna, góða menn og vonda. Góðu mennirnir eru svertingjarnir og sumir hvitu mannanna, en vondu mennirnir eru hinir hvitu mennirnir, s.s. lögreglustjórinn. Bóndinn, sem tekinn var höndum, var fluttur til þrælkun- arbúða, og sonur hans fór til að leita hans. Hann fann hann ekki, en kom hins vegar i blökku- mannaskóla þar sem aðeins er ympraðá stöðu svartra i þjóðfé- lagi Bandarikjanna á fjórða áratugnum. Þó er það ekki betur gert en það að samúðin nær ekki tökum á manni. Það er ekki fyrr en tónlist Taj Mahal hljómar að samúðin vaknar. Tregatónlist flutt af tilfinningu kveikir samúðina. Leikarar myndarinnar eru góðir og sumir þeirra eru ekki atvinnuleikarar, heldur bændur i þvi héraði sem myndin var tekin. Það gefur henni meira gildi. Cicely Tyson leikur móð- urina og er geysilega á- hrifamikil i hlutverki sinu. Sumir gagnrýnendur lögðu til á slnum tima að hún fengi ósk- arsverðlaunin fyrir myndina, en svo hefur ekki orðið. Sounder er mynd sem er vel þess virði að sjá og það sem meira er, hún er ágætis fjöl- skyldumynd. Feðgarnir, leiknir af Paul Winfield og Kevin Hooks, hafa tekið eftir hvitu mönnunum, sem eru komnir að sækja föðurinn. Hjá þeim stendur hundurinn Sounder. Rottur, rottur, rottur! Hafnarbió Ben Bandarisk, 1972. Kvikmyndin um Ben er framhald af rottumynd- inni „Willard", sem sýnd var hér fyrr í haust viö þokkalegustu vinsældir. Ben byrjar þar sem Will- ard endaði. Lögreglu- manni er fengin rannsókn i hendur á drápi Willards en Ijóst er að hann hefur verið drepinn af stórum rottuhópi. En engin rotta finnst í húsinu. Nokkrir eru drepnar af rott- unum og þær ráðast inn i kjör- búð og éta þar allt sem tönn á festir. Ofsahræðsla gripur um sig meðal ibúanna. En þó er einn sem ekki verður hræddur, og það er nýi vinur rottunnar Ben, 10 ára gamall drengur, sem er sá eini sem er vingjarn- legur við rottuna. Ben hefur samastað hjá drengnum, og fær hjá honum upplýsingar um her- ferð manna gegn sér og „fjöl- skyldu” sinni sem telur hundruð þúsunda rotta! Rotturnar búa i holræsakerfi sem ekki er lengur i notkun og gengur meindýraeyðum Los Angeles-borgar erfiðlega að drepa þær. Þaö kemur þó að þvi að það uppgötvast hvar rotturn- ar halda sig og flokkar manna eru séndir út af örkinni til að vinna bug á þeim. Þessi mynd er nokkuð spenn- andi og óhugnanleg, þótt ekki sé hún I sama gæðaflokki og „Fuglarnir”, sem sýndir voru i Hafnarbiói fyrir nokkrum ár- um. Ekki finnst undirrituðum þó þessi mynd vera hugljúf hrollvekjaeins og stendur i aug- lýsingum dagblaðanna. Það sem á að gera hana hugljúfa er sennilega söngurinn um Ben. Ben er aðalrottan i myndinni, sérstaklega gáfuð og hefur her- aga i rottuflokki sinum, bannar t.d. rottunum að ráöast á vin sinn þegar hann heimsækir þær i skolpræsið. En að lokum, þeg- ar allar rotturnar hafa verið drepnar að þvi er maður heldur, þá kemur Ben illa haldinn á heimili drengsins og hann endurheimtir gleði sina. Endir- inn býður sem sé upp á þriðju myndina. Hvort búið er að framleiöa hana eða ekki liggur ekki ljóst fyrir.en sennilega;fer þá hið hugljúfa i hrollvekjunni að þynnast út. |Jpr* Lögreglumaður (Richard Van Fleet) berst fyrir lifi slnu gegn rottu- hernum með Ben I fararbroddi. Nýja bió Sounder Hafnarbió Ben 4 Tónabió Decameron Stjörnubió Emmanuelle 4 Laugarásbió American Graffiti f-jfX-if stjörnu- kíkirinn y __________ Full búð af fallegum gjafavörum Ótrúlega gott verð Gjörið svo vel og latið inn Styttuúrval sem ekki verður með orðum lýst hundraðatali

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.