Vísir - 09.12.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 09.12.1975, Blaðsíða 9
m VISIR Þriðjudagur 9. desember 1975. cTMenningarmál ,Þó að meri það sé brún' Sæti nr. 6 Gunnar M. Magnúss Skuggsjá. Gunnar M. Magnúss er mikil- virkur höfundur, sem skrifar um allt milli himins og jarðar og virðist jafnvigur á skáldskap og sagnfræði, játningar kvenna og leikrit. Nú hefur hann sjálfur kosið að gera nokkra játningu i bók, þar sem hann minnist póli- stisks ferils sins, allt frá þvi hann gekk erinda Alþýðuflokks- ins á Vestfjörðum og þangað til hann settist á þing sem vara- maður þáverandi 6. þingmanns Reykjavikur, Sigurðar Guðna- sonar, þeirrar heiðurskempu. Um þær mundir var hann þekktastur undir nafninu Gunnar-gegn-her-i-landi. I þess- ari bók, sem hann hefur skýrt eftir sjötta þingsæti Reykjavik- ur, þótt sætisnúmer hans i þing- sal hafi verið þrjátiu og fjórir, lýsir hann samherjum og and- stæðingum, og gerir oft BOKMENNTIR Indriði G. Þorsteinsson skrifar skemmtilega grein fyrir þeim i stuttu máli, eins og i sumum palladómum sinum um samþingsmenn sina á timabil- inu frá 8. febrúar til 12. mai 1955. Bók Gunnars er nokkuð mis- jöfn, og virðist mér miðhluti hennar fara að nokkru til að lýsa atburðum og vafstri, sem eflaust skipta höfundinn miklu máli, en þá minna, sem eru meira forvitnir um mannleg samskipti en þá pólitik, sem ef- laust má lesa af skjölum, þegar sá timi kemur að farið verður að rita sögu timabilsins. Sam- kvæmt venjunni verður það ef- laust ekki fyrr en seint og um siðir, þegar „köld og komin i mold” verða þau augu, sem horfðu á atburðina gerast. Staf- ar þetta af pólitiskri hræðslu við sagnfræðina sé hún ný, þótt eng- inn virðist óttast að hlaða niður likneskjum af gengnum stjórn- málamönnum snöggsoðnum i sögulegum skilningi. Árið 1933 var Gunnar M. Magnúss beðinn að fara i fram- boð fyrir Alþýðuflokkinn i Vest- ur-ísafjarðarsýslu á móti As- geiri Ásgeirssyni, fyrir Fram- sóknarflokkinn, og Guðmundi Benediktssyni, bæjargjaldkera i Reykjavik, fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Gunnar var hinn glað- beittasti i kosningabaráttunni og vó á báðar hendur sem boð- beri nýs tima með Þorstein Er- lingsson og Einar Ben. að vopni. En ljóðalestur og lögeggjan til æskunnar dugði skammt. Þó fékk hann yfir sextiu atkvæði og jók fylgi flokks sins um helm- ing. Hann lauk yfirleitt máli sinu á framboðsfundum með þvi að vitna i ungan rithöfund, sem hafði m.a. skrifað: „Jafnaðar- mennskan er samvizka vorra tima, hún er rödd Guðs á vorri öld.” Ekki komst Gunnar M. Magnúss á þing fyrir Vestur-ls- firðinga, enda fór svo að Ásgeir Asgeirsson tók lika undir við „rödd Guðs” og sagði á fram- boðsfundum, að það væri auð- fundið að straumurinn lægi til vinstri. Gunnar var i góðum kynnum við Héðinn Valdimars- son, og þegar leið á krepputug- inn gerðist hann róttækari. Hann var i hópi ungra skálda þess tima og skrifaði i Rauða penna, birti ádeiluskáldsöguna Brennandi skip, þar sem rit- dómarar hjálpuðust að við að setja verkið i brennidepil og kalla á yfirlýsingar. Allt varð þetta aðeins til að styrkja hann og stæla. Fyrir utan að rekja i stórum dráttum sögu hernáms og lýðveldistöku skýtur alltaf upp kollinum frásögn af fram- boðsmálum á Vestfjörðum. Þar eru nefndir til Sturla Jónsson. hreppstjóri á Suðureyri, Eirikur Þorsteinsson, kaupfélagsstjóri og Þorvaldur Garðar Kristjáns- son. Gunnar skýrir frá þvi, að það virðist helzt hafa bagað Eirik á framboðsfundum, að hann hafi fengið of .langar og umfangsmiklar ieiðbeiningar frá Eysteini, þannig að rutl komstá blöðin, þegar frambjóð- andinn lenti i timaþröng, en Eirikur hafði sig fram úr þessu af alkunnum dugnaði, segir höf- undur. Ekki er hægt i stuttri umsögn að rekja þræði þessarar frá- sagnar Gunnars að neinu gagni, svo margþætt, sem hún er. En það er komið langt aftur i bók- ina, þegar höfundur sezt loksins i sæti sex á þingi (34) Tókst honum að greiða atkvæði, óvilj- andi, áður en hann hafði undir- ritað eiðstafinn, og mun eini þingmaðurinn svo vitað sé, sem það hefur gert. Atkvæði hans réði að visu ekki úrslitum. Sem nýr þingmaður virðist Gunnar hafa verið nokkuð viðkvæmur fyrir þvi hverjir heilsuðu honum og buðu hann velkominn og hverjir ekki, og heyra má á frá- sögninni, að einhverjum hafi fundizt að þarna væri bara kominn einn kommúnistinn enn, en ekki maður að nafni Gunnar M. Magnúss. ólafur Thors kom þó strax til hans og bauð hann velkominn, og tali menn svo um hið kalda strið i pólitikinni. Gunnar getur verið meinlegur i palladómum sinum: Um Ey- stein Jónsson, segir hann m.a.: „Ræður Eysteins voru eins og lækjarbununiður, — sami jafni niðurinn. Hann minnti mig á bunu i Eyrartúni fyrir ofan Flateyri. Hún var kölluð Jóninu- buna.” Um Gils Guðmundsson segir Gunnar m.a.: „Hann var rómmikill, hávær og flutti sam- felldar ræður sinar af miklum skörungsskap og festu. Svo kyrrði afturog gerði bliðalogn.” Um Guðmund í. Guðmundsson segirhann m.a.: ,,0g hvað eftir annað kom mér i hug orðið „flóttamaður”, þegar hann birtist i sölum um veturinn”. Brynjólfur Bjarnason fær næst- um hátiðlegan palladóm: Þar segir: „Hann var að hugsa. Þannig var það oft, — svolitil fjarlægð..... En þegar hann flutti ræður var mikil nauðsyn að baki og það var beðið eftir þvi, sem hann sagði”, Um Ólaf Thors segir Gunnar: „Þegar ég sá Ólaf Thors kom mér helzt i hug kátur drengur á þrihjóli. Hann hjólar i ákafa, — það stendur gustur af honum, — hann virðist stefna á fólk eða ljósastaura, bila garðveggi eða hús...En fyrr en varir beygir hinn snarlegi keyrslumaður skellihlæjandi.” Ekki veit ég hvort palladómar eins og þessir eiga eftir að hjálpa sagnfræðingum, þegar þeirþora og mega skrá söguna. Hinu er ekki að leyna, að allar bækur á borð við þá, sem Gunn- ar M. Magnúss hefur skrifað, eru skráning sögu, þótt sú saga sé að sjálfsögðu lituð viðhorfum höfundarins. Annars virðist mér Gunnar gera sér viða far um að segja satt og rétt frá mönnum og atburðum. Það er helzt i áherzlum bókarinnar, sem les- andinn verður var við þann hita sem undir býr, og er eðlilegur og fullkomlega réttmætur. IndriðiG. Þorsteinsson Hneggverk og klaufhalasúpa Leikið lausum haia eftir Flosa Ólafsson Teikningar Arni Elfar Útgefandi: Flosi, Reykjavlk. Fjosi Ólafsson skrifar greinar i Þjóðviljann á laugardögum og er misfyndinn, eins og sagt er um menn, að þeir séu misvitrir. Allir eru ekki fyndnir allan tim- ann, og þótt Flosi sé misfyndinn þá eru greinar hans það skemmtilegasta, sem birtist i Þjóðviljanum, enda er Þjóðvilj- inn eitthvert einstrengingsleg- asta blað i samanlagðri kristn- inni og birtir ekki nema heilagan texta. Aftur á móti fær Flosi að æfa skopskyn sitt á lesendum óáreittur, og mega það kallast elliglöp i „ortodoxiunni” 1 góðum vestrum er stundum vitnað til Daltonbræðra, Jesse James og „Hole in the Wall Gang”, og mikið lagt upp úr þvi, i mannlýsingum, að segja „they rode together”. Alltaf þegar ég heyri þessa setningu kemur mér Flosi i hug, og samvistir okkar i simavinnu forðum daga, þegar við vorum tjaldfélagar sumar- langt og ókum saman fram með simalinum mánuðum saman. Strax þá var Flosi gamansamur i bezta lagi, og stytti það sumar- ið. Hann gat einnig verið hið 'mesta meinhorn, þótt ungur væri, og harðskeyttur með af- brigðum. Hvorugan grunaði þá að bækur væru framundan. Flosi hefur um langt skeið verið umtalsverður leikari, og hefur viða skotið inn setningum sem benda á ótviræða höfundar- hæfileika, eins og þegar hann sagði, öllum að óvörum, i Lénharði fógeta: Út með beljuna, setningu sem hefur á sér ótvirætt yfirbragð íslend- ingasagna. Skrif hans önnur bera einnig vitni þeim fornislenzka texta, sem svo mjög er tiðkað að halda að nemendum i menntaskólum, eða var a.m.k. á skólaárum Flosa. Þessi textameðferð eyk- ur enn á grinið i laugardagsfrá- sögnum Flosa, sem við höfum nú fengið i þriðju bók. En þær heita frá upphafi, og eru taldar i röð: Hneggjað á bókfell, Slett úr klaufum og Leikið lausum hala, og er hún hér til umræðu. Flosi er góður hestamaður og liklega landbúnaðarsinni. A.m.k. gætu þessi bókarheiti fárið vel á hvaða landbúnaðarþætti sem vera skal. í hinni nýju bók eru þrjátiu og tveir þættir og heita ýmsum nöfnum, eins og Union Camen- bert, Húðbláin, Kanser, Gæsir og Norðurlandaráð. Visa fylgir i lok hvers þáttar, eins og nokkurskonar árétting efnisins, en auk þess er oft farið með kveðskap i þáttunum sjálfum, og mega höfuðskáld þjóðarinn- ar og ástmegir þar sjá skrum- skælingu sinna verknaða. Þrátt fyrir mikla beitingu kveðskap- ar, býst ég við að Flosi fengi seint visnaverðlaun hjá kvæða- mannafélagi eða i rómuðum visnaþáttum. Um kveðandi hans veit ég ekkert. Ég er t.d. litið hrifinn af samsetningu eins og þessari: Elsku hjartans ástarhnoss ekki er lengur þörf að spara þú átt svo finan fálkakross farðu NÚ og seldann bara ’ Þessu nú-i er alveg ofaukið i seinustu linu og að auki vantar úrfellingarmerki i seldann.Þeir sem yrkja kórréttar visur hugsa fyrir þessu, þótt þeir hugsi kannski ekki fyrir neinu öðru. Efni það, sem Flosi tekur tii meðferðar, er sú heimspeki hé- gómans, sem blasir nær dag- lega við okkur af siðum dægur- málgagna og birtist i fjölmiðl- um. Flosi er nasvis á þau atriði. sem eru ofanþung i meira lagi, þótt erfitt geti reynzt að vera ætið skemmtilegur i dárskap um slik efni. Og margar frá- sagnir i þessari bók eru þess- háttar háð, að það ætti að geta hindrað þá hátiðlegustu að springa af blóðþrýstingi. Gamanskrif af þessu tæi eru iðkuð hjá öðrum þjóðum, og lengi sá Spegillinn, það ágæta blað, um þá hliös málsins, sem sneri að hinum kátlegri efnum. Fyrir utan Flosa og Arna Elfar má nefna tvo grinista, þá Gisla J. Astþórsson og Sigmund. Mikill fengur er að myndum Arna Elfar i þessari bók, þótt ég kysi að þær væru minna skyggöar sumar hverjar. En hvað sem þvi liður, þá er alltaf einhver von, þar sem svona verk sjá dagsins Ijós, og hafi þeir félagar heila þökk fyrir grinið. og allir þeir, sem ganga um með tituprjóna skopsins. Indriði G. Þorsteinsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.