Vísir - 09.12.1975, Blaðsíða 12

Vísir - 09.12.1975, Blaðsíða 12
m ______ Þriðjudagur 9. desember 1975. vism vism Þriðjudagur 9. desember 1975. Þeir skora flest mörkin Markahæstu menu i Englandi eftir leikina á iaugardaginn eru: 1. deild TcJ McDougall, Norwich 18 Peter Nobie, Burnley 15 Dcnnis Tueart.Man. City 14 •lohn Duncan, Tottenham 13 Alan Gowling, Newcastie 13 Malcolm Mcdonald, Newcastie 11 Alan Taylor, WcstHam 11 2. deiid Derek Hales, Charlton 13 Paul Cheesley, Bristol C 12 Mick Walsh, Blackpool M Mike Cannon, Southampton 10 Les Bradd, Notts County 10 3. deild Fred Binney, Brighton 15 David Kentp, C. Palace 12 Tommy Robson. Petcrboro 12 David Swinlehurst, C.Palace 12 Peter Silvester, Southend 12 4. deild BrendonO.Callaghan, Doncaster 18 Ronnie Moore, Tramner 17 John Ward, I.incoln 14 Þýsk stúlka og breti urðu fyrst Ray Crabb frá Bretlandi sigraði f alþjóðlegu ERPEL-viðavangshlaupi, sem fram fór í Vestur-Þýskalandi um helgina i samnefndri borg. Vegalengdin sem keppcndurnir hlupu var tiu og hálfur kflómetri — og var timi Crabbs 29:57.2 mínútur — Þá fdr fram minningarhlaup, nefnt eftir bresku frjálsiþrdtta konunni LILLIAN BOARI), á sama stað —■ og í þcirri keppni sigraði Vera Kcmper frá Vestur-Þýskalandi m jög dvænt. Hún hljdp vegalcngdina sem var tveir kfldmetrar á 9:33.fi mlnútum. önnur varð Ann Kord frá Bretlandi hljdp á 9:43.2 mínútum. -BB. Þœr bandarísku nœst neðstar Bandarisku stúlkurnar urðu i næst neðsta sæti i heimsineistarakeppni kvenna I hand- knattleik, sem fram fer i Moskvu þessa dagana. Þær léku við Túnis í gærkvöldi í keppninni um 11. til 12. sætið og lauk leiknum með sigri þeirra bandarisku 14:13, cftir aö staðan i hálfleik hafði verið 9:8. Þá léku pólsku stúlkurnar við þær dönsku um 7. til 9. sætið og lauk þeim leik mcð örugg- um sigri pólsku stúlkannna lfi:9, cftir að staðan I hálfleik hafði verið 9:5. -BB. Bretinn var sterkur á endasprettinum! David Black, tuttugu og þriggja ára brcti, sígraði i PRELERIN, alþjóölegu vföavangs- hlaupi,sem haldið var i nágrenni Parlsar um helgina. Hlaupnir voru átta kflómetrar og setti Blaek nýtt mct í hlaupinu og bætti cldra metið 23:34.00 inin, sem belginn, Emicl Putteinans átti, um sex sekúndur. Þegar keppnin fdr fram var vcður mjög gott og fdru hlaupararnir mjög geyst af stað. Finninn, Lasse Viren, sem þarna keppti f sinu fyrsta meiriháttar viðavangshlaupi tók strax forystuna og hélt henni fyrstu tvo kiló- metrana, sent hann hljóp á 5:40.00 min. Þá varð hann að slaka á og belgiumaðurinn Eddy van Mullcn tók við forystunni, og þá var séö að kcppnin ntyndi standa á milli- Mullen, og annars belga, llcrtoghe og bret- anna Black og Mike Tagg. Þegar tvcir kllómetrar voru eftir, byrjaði Black ntikinn endasprett og hreinlega stakk Itina keppendurna af. Black kom langfyrst- ur i mark á nýju meti — Itljóp á 23:28.00 min, annar varð Tagg á 23:42.49 min, þriðji varð Mullen á 23:49.00 ntln, fjórði Hertoghe á 23:58.00 og Lasse Viren varð fimmti á 24:00.00 inínútum. —BB Geir vildi ekki fara til Danmerkur! Sigurður Jónsson, formaður HSI, bað hann um að fara eftir leikinn við Oppsal, en Geir sagði nei Allir sem horfðu á leik FH og norska liðsins Oppsal I Evrópu- keppni bikarhafa i Laugardals- höllinni á sunnudagskvöldið, voru á einu máli um það, að Geir Hall- steinsson hefði þar leikið sinn besta leik með FH i langan tima. Ræddu margir um það eftir leikinn, að það væri slæmt fyrir landsliðið, sem nú er i Danmörku, að vera án hans i þeirri ferð. Meðal þeirra var Sigurður Jóns- son, formaður handknattleiks- sambands íslands. En Sigurður gerði meir en að ræða um hlutina uppi i stúku — hann fór inn i búningsklefa FH-inga eftir leikinn og talaði þar við Geir um málið. ,,Ég taldi að mér bæri skylda til þess að spyrja hann um hvort hann vildi ekki endurskoða af- stöðu sina og fara á eftir hópnum til Danmerkur” sagði Sigurður erviðtöluðum viðhann imorgun. „Hann var stórkostlegur i þess- um leik og sýndi þar og sannaði að hann á heima i landsliðinu. Ég spurði hann hvort hann væri tilbúinn að pakka niður og fara utan, en hann afþakkaði boðið og sagðist þvi miður ekki hafa tima til þess. Ég vissi að Viðar Simonarson, landsliðsþjálfari, hafði talað við hann — en fengið sama svar — og vildi ég með þessu gera aðra tilraun til að fá Geir til að skipta um skoðun. Það er langt frá þvi að ég hafi verið að taka fram fyrir hendurnará Viðarimeðþessu — hann var sjálfur margoft búinn að tala við Geir um þetta • og hafði mikinn áhuga á að fá hann i hópinn eins og fleiri handknatt- leiksunnendur hér á landi. Margt af þvi sem Geir gerði i þessum leik var stórkostlegt að minu viti. Hann sýndi alla sina gömlu takta, sem gerðu hann að föstum leikmann i landsliðinu i mörg ár. En þvi miður treystir hann sér ekki til að koma aftur i hópinn — a.m.k. enn sem komið er — en ég eins og fleiri vonum að hann endurskoði afstöðu sina, enda á hann tvimælalaust heima I honum. -klp- Ashe tennisleikari órsins Bandarikjamaðurinn Arthur Ashe var I gær kosinn besti tennis- leikari ársins af hinu þekkta blaði, Tennis Magazine. Ashe sigraði i hinni óopinberu hcimsmeistarakeppni tennisleikara sem fram fer I Wimbledon i Englandi á hverju ári. Annar i keppninni varð Jimmy Connors, sem var útnefndur f þessari kosningu i fyrra og tapaði fyrir Ashe I úrslitaleiknum i Wimbledon. Björn Borg frá Sviþjóð varð þriöji, Manuel Orantes frá Spáni fjórði, Illi Nastase frá Rúmeniu fimmti og Guillermo Vilas frá Argentinu varö sjötti. Geir Hallsteinsson átti einn sinn besta leik með FH I marga mánuði er FH lék við Oppsal frá Noregi f Laugardalshöllinni á sunnudagskvöldið. Hann lék svo vel i þeim leik, að formaður HSI fór inn I búnings- klefa til hans eftir leikinn og bað hann um að fara á eftir landsliðinu til Danmerkur, en Geir afþakkaði boðið. Ljósmynd Einar. • ■ ■ HEF EKKERT AÐ FELA — segir Ellert B. Schram, formaður KSÍ í sambandi við greiðsluna, sem hann fékk fyrir starfið hjá KSÍ í sumar ,,Ég gct ekki séð annað en veriðsé aö gera úlfalda úr mý- flugu, og að þetta ,mál sé af annarlegum toga spunnið”, sagði Ell«?rt B. Schram, formað- ur Knattspyrnusambands ts- lands, er við liöfðum tal af hon- um i morgun til að fá hans álit á málinu um þær 200 þúsund krónur, sem hann fékk greiddar hjá KSl fyrir auglýsingasöfnun i sumar. Viö sögðum stuttlega frá þessu máli i blaðinu i gær, en gátum þá ekki náð tali af for- manninum. i sumum biöðunum i morgun er einnig sagt frá þessu máli, og þar cr heldur ekki rætt við Ellert og þvi þótti okkur rétt að hcyra hans hlið á málinu. „Þarna er um að ræða grciöslu fyrir auglýsingar, sem ég safnaði fyrir KSt i sumar. Ég safnaöi þar um tveim milljónum króna, og tók það starf að mér þegar enginn ann- ar treysti sér eða hafði tima til þess. Ég tók mér fri i nokkrar vikur til að sinna þessu máli og ööruin á vegum Knattspyrnusam- bandsins, enda' vonlaust að gera það með annarri vinnu. Það samdist með mér og gjaldkera KSÍ að ég fengi þessa greiðslu fyrir, og sé ég ekkert athuga- vert við hana, þótt svo að sumir aðrir geri þaö, cins og t.d. má sjá i Timanum I morgun. Það eru fordæmi fyrir þvi hjá KSt og einnig öðrum sérsam- bönduin innan tSt að mönnum sé grcitt fyrir störf sín þó þeir séu i stjórn. Get ég þar t.d. bent á mótanefnd KSt, en þeir sem starfa i þcirri nefnd leggja á sig mikla vinnu og kostnað, sem mér finnst sjálfsagt að greitt sé fyrir. Þótt viö scm valdir erum i stjórn félaga og sérsambanda innan ÍSl vinnum aðallega okkar störf i sjálfboöavinnu, tel ég það ekki vcra neina dauða- sök, þótt greitt sé fyrir þann kostnað sem menn verða fyrir i þeim störfum. 1 þessu tilfelli var ég i starfi fyrir KSÍ frá mai og fram I septcmber. Það var ýmis kostnaöur scm þvi fylgdi — ekki aðeins vinnutap heldur og einnig út- lagöur kostnaður i beinhörðum pcningum. Ég lagöi ekki fram neinar nótur fyrir þcssu, en samdi við gjaldkerann okkar um þessa greiðslu i staðinn. Þori ég að fullyröa, að ef ég liefði komið mcö nótur fyrir þvi stærsta, hefði þessi upphæð ekki nægt fyrir þeirri greiðslu. Það var aöeins einn maður sein gagnrýndi þetta á KSÍ- þinginu um helgina. Margir aörir tóku til máls um málið, og fannst öllum sjálfsagt aö ég fengi þessar 200 þúsund krónur fyrir útlögðum kostnaði. Það er ekkert verið að fela og til kvittanir fyrir þessari greiöslu. Þcgar að kosningunni kom, fór ég fram á að hþn yrði skrif- leg — kærði mig ekki um að vera klappaöur upp sem formaður og fá svo að heyra að allir væru óánægðir. Þingheim- ur sýndi mér þaö traust að kjósa mig með 118 atkvæðum, en 7 sátu hjá. Leit ég þar með á að þetta mál væri úr sögunni. En það ersýnileglaö sumir ætla sér að gera þetta aö stórmáli og liggur þar annað að baki en á- hugi fyrir fjármálum KSi.” — klp — Viðar hand- leggsbrotinn Hinn efnilegi júdómaður Viðar Guðjohnsen, sem m.a. varð Norðurlandameistari unglinga í haust, handleggsbrotnaði á æfingu I siðustu viku og hlaut slæmt brot. Verður hann frá æfingum og keppni næstu tvo rnánuði. Hann var á æfingu hjá Ármanni þegar óhappið varð, kom illa niður á aðra hcndina og brotnaði við úlnliöinn. -klp- Gestirnir settu þrjú af fjórum íslandsmetum — Góður órangur nóðist í Reykjavíkurmótinu í kraftlyftingum Mörg met og góður árangur náðist i Reykjavikurmótinu i kraftlyftingum, sem háð var i „kyrrþey” I Sænska frystihúsinu á sunnudaginn. Hæst bar þar met „brons- mannsins” frá HM í kraftlyfting- um, Skúla óskarssonar, sem lyfti samtals 660 kilóum, sem hefðu nægt honum örugglega i silfur- verðlaun I heimsmeistara- keppninni. Skúli keppti sem gestur á mótinu—enda ekki reykvikingur þótt hann búi hér og starfi. Hann setti Islandsmet i réttstöðulyftu, 282,5 kg, og var með samtals úr þrem greinunum 660 kg, eða nær 20 kg meir en gamla metið, sem hann átti sjálfur Hann keppti i millivigt og sigraði þar örugglega, en Reykja- vikurmeistari varð Brynjar Gunnarsson, Armanni, hinn nýi formaður LSI, en hann felldi Ómar tllfarsson i formannskjöri á ársþingi Lyftingasambands Is- lands nú um helgina. í léttvigt varð Grétar Franklinsson, Ármanni, Reykja- vikurmeistari — með samtals 472,5 kg. Bróðir hans, Ómar Franklinsson, varð siðan Reykja- vikurmeistari i léttþungavigt — með samtals 515 kg, en sigurveg- ari I þeim flokki varð Hjörtur Gislason, Akureyri, sem keppti sem gestur með 527.5 kg. t þess- um þyngdarflokki setti ólafur Emilsson, Armanni, nýtt Is- landsmet i bekkpressu — 165 kg — en hann varð að hætta keppni eftir þau átök vegna meiðsla. I milliþungavigt var hörku- spennandi keppni á milli Ólafs Sigurgeirssonar KR og Guð- mundar Sigurðssonar Ármanni. Þar sigraði Ólafur — lyfti sam- tals 660 kilóum — en Guðmundur var með 630 kg samtals. Þurfti Guðmundur að fara upp með 290 kg i réttstöðulyftu til að ná titlin- um i þetta sinn, en það mistókst hjá honum. Aftur á móti sigraði Ólafur hann bæði i hnébeygju og bekkpressu, og i bekkpressunni jafnaði hann tslandsmetið — 170 kg- 1 þessum flokki keppti einnig hinn góðkunni frjálsiþróttamaður Stefán Hallgrimsson KR, og var þetta hans fyrsta lyftingamót. Náði hann sér þar i 3ju verðlaun — lyfti samtals 447 kg. Friðrik Jósepsson, IBV setti nýtt Islandsmet i bekkpressu i þungavigt — en hann keppti sem gestur á mótinu. Hann lyfti af bekknum 180 kg, 270 kg i hné- beygjum og 300 kg i rétstöðulyftu, eða samtals 750 kg — og var hann manna sterkastur á mótinu. Annar varð Gústaf Agnarsson KR með 692,5 kg og hlaut hann þvi Reykjavikurmeistaratitilinn en þriðji Helgi Jónsson KR-ingur og efnilegur lyftingamaður — sem var með samtals 575 kg. -klp- Tók strax metið! „Björninn” frá Siberiu. Vasil Alexeyev, var ekki lengi að ná heimsmeti sinu i jafnhöttun aftur, sem hann missti til austur-þjóðverjans Christoph Bonk i siðustu viku. Alexeyev jafnhattaði 247.5 kiló á reynslu- olympiuleikum i Montreal i Kanada i gær og bætti met austur-þjóðverjans um eitt kiló. Þetta var 75. heimsnietið sem Alexeyev setur i lyftingum. Keppendur frá „austur-blokkinni” voru mjög sigursælir á þessu lyftingamóti, og áttu sovétmenn fyrstu menn i þrem þyngstu flokkunum: Alexeyev i yfirþungavigt, Valeri Shari i léttþungavigt og David Rigert i milliþunga- vigt. -BB. Gulldrengurinn Tommy Galt hefur ekki verih marga daga hjá Milford FC þegar hann lendir i útistöftum vih aftra leikmenn félagsins og fram- kvæmdastjórann Alla Brodie. Hann setur Tommy I varaliftiö og fellur þahkappanum illa En nú hefur hann aftur fengih tækifæri -- gegn nágrannaliöinú Yarrow Vale Tommy (ialt á stórleik.. mm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.