Vísir - 09.12.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 09.12.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Þriöjudagur 9. desember 1975. — 279. tbl. 15 DAGAR TIL JÓLA VERKFÖLL YFIR- VOFANDI Á SPÁNI líiKMMBBfltiiwBaaBMaiaiBgwaBaBB Fyrir feguröina er mikiö á sig lagt. 1 Ilollywood eru skurölækn- ar, sem fást ekki viö annaö en aö lagfæra andlit fólks, sem hefur ^hyggjur af því aö ekki gangi nógu vel á framabrautinni. Þessir menn taka offjár fyrir aö fjarlægja bólu eöa vörtu, eöa breyta örlltið lögun nefsins. — Frá þessu er sagt á 14. siöu. Bresku blööin hafa gert sér mikinn mat úr þorskastrföinu og stund- um hefur konunglegi breski sjóherinn fengið háöulega útreiö, einkum i teikningum bresku brandarakarlanna. — A blaösiöu 19. er safn slikra teikninga, sem lesendur geta skemmt sér viö að skoða. HVER ÆTLAR AÐ STÖÐVA FARFUGLA! ,,Að brenna glæpinn” heitir grein eftir Pál Heiðar Jónsson á 10. síðu. Þar fjallar hann um innflutningsbann á kjöti, til dæmis fuglakjöti. Hann minnir á mikla kjúklingabrennu og bendir á að islendingum sé bannað að éta útlent kjöt á meðan menn háma það i sig i erlendum sendiráðum, hjá varnarliðinu á Keflavikurflug- velli. Og hver ætlar að stöðva alla farfuglana sem hingað koma á hverju vori? Vildu fordœma loftárósirnar en ekki hryðju- verk hinna Þeir auka þeim fegurð Breskir brandara- karlar og þorskastríð LIFIÐ GEKK SINN VANAGANG HJÁ SUNNU í MORGUN — Guðni Þórðarson œtlar að gera hreint fyrir sínum dyrum á Borginni kl. 14 Það var fremur rólegt á skrif- stofu Sunnu I morgun, en það var vegna þess að í skammdeg- inu kemst fólk ekki i feröahug fyrr en eftir hádegi, eftir þvi sem afgreiðslustúlkurnar sögðu. Hjá þeim gekk lffiö sinn vanagang.og þær unnu að al- mennu^n afgreiöslustörfum eins og áður. Oðru hvoru vatt sér einhver innúr dyrunum til að gera fyrir- spum einhvers eðlis. Ung stúlka kom til að ganga endan- lega frá ferðapöntun sinni. Roskin kona hafði ætlað til Kanarieyja 10. april, en taldi sig nú þurfa að leita eitthvað annað. — Það er nú enginn kominn til að segja, að sú ferð verði ekki farin, sagði afgreiðslustúlkan. — En það er sjálfsagt að endur- greiða það sem búið var að borga inná. Ekki tókst að ná sambandi vjið Guðna Þórðarson, þótt viða væri hringt og farið. Visismenn fengu aðeins þau skilaboð að hann yrði til viðtals á blaða- mannafundi á Hótel Borg kl. 14 i dag. Ofsóknir Guðni hefur lýst þvi yfir að á þeim fundi muni hann gera hreint fyrir sinum dyrum. Hann hefur haldið þvi fram að seðla- bankinn ofsæki fyrirtæki sitt að tilefnislausu. Þeir séu verkfæri Flugleiða sem vilji með þessu mótilosnaviðsamkeppni. -Öt. Þaö var unniö viö afgreiöslu eins og venjulega. (Mynd BG) UTLITIÐ ER EKKI ALLSTAÐAR SVART, BJARTARI HORFUR UM SÖLU Á LOÐNUMJÖLI Horfur á sölu loðnumjöis eru nú öllu bjartari en á sama tima i fyrra. i fyrra fór verðið allt nið- ur i :S dollara og 20 sent fyrir hvcrja eggjahvitueiningu i lok vertiðar, en nú er vitað að verð- ið hefur hæst komist i 4 dollara og 40 sent hver eggjahvituein- ing. Jónas Jónsson, forstjóri Sild- ar- og fiskimjölsverksmiðjunn- ar á Kletti, sagði i morgun, að nú væri búið að selja fyrirfram 11 til 12 þúsund tonn af loðnu- mjöli. Verðið væri 4 dollarar og 15 sent og upp i 4 dollara og 40 sent hver eggjahvitueining. I fyrra greiddu rússar allt að 4 dollurum og 30 sentum fyrir eggjahvitueininguna, sem þótti þá gott verð. Verðið fór þá allt niður i 3 dollara og 20 sent. Jónas sagði að það vekti at- hygli, hve litil eftirspurnin væri þrátt fyrir litinn ansjósuafla perúmanna og uppskerubrest i Sovétrikjunum. Hann kvaðst þó þeirrar trúar að verðið færi ekki niður fyrir það, sem nú hefði verið ákveðið með fyrirfram- sölu. Hins vegar væri þessi markaður svo ótryggur, að reynslan hefði kennt mönnum að fullyrða aldrei neitt. 1 fyrra keyptu rússar um 30 þúsund tonn, en nú munu þeir vart kaupa nema 10 til 20 þús- und smálestir. — Loðnuvertið hefst væntanlega um mánaða- mótin janúar/febrúar og af- skipanir gætu þá hafist i febrú- ar. Þótt verð i fyrra hafi farið niður i 3 dollara og 20 sent var það fjarri að vera meðalverð. Margir höfðu selt fyrirfram fyrir sæmilegt verð, og verðið, sem rússar gáfu fyrir mjölið. var tiltölulega hátt. — Nú er hins vegar útlit fyrir ,að meðal- verðið geti orðið nokkru hærra en í fyrra. — AG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.