Vísir - 09.12.1975, Blaðsíða 17

Vísir - 09.12.1975, Blaðsíða 17
VISIR Þriðjudagur 9. desember 1975. 17 í DAG | í KVÖLD | í DAG [ JACQUELINE STANBURY til hægri i hlutverki PINKIE og JULIA FORSTER Ihlutverki ANGEL. Sis. „Dregur hver dóm af sínum sessunaut" Axelford og engillinn, breskt gamanleikrit, segir frá við- skiptajöfri sem gengur mjög upp i starfi sinu, og er ákaflega vélrænn i starfi sinu. Kaldur og ákveðinn „bissness”-maður, ó- mannúðlegur og tillitslaus. Hann ræður sér einkaritara, unga stúlku ákaflega hrein- skilna og blátt áfram. Hún lætur ekkert á sig fá kaldlyndi hans og ónot, finnstreyndaraðhann hafi sinn rétttilað vera sérvitur. Þetta endar með þvi, að hún gengur alveg fram af honum, og hann tekur að öfunda hana. Hún hefur alveg umhverft lifsskoðun hans. Það má þvi segja að málin taka að þróast á ann'an veg en hingað til. —VS Sjónvarp kl. 22.25: Óvœgin heimildarmynd um CIA leyniþjónustu Bandoríkjanna Hún er ansi óvægin, sagði Gylfi Pálsson, þýöándi og þul- ur bresku heimildarmyndarinn- ar um bandarlsku leyniþjónust- una, CIA, sem er á dagskrá sjónvarpsins kl. 22.25 i kvöld. Þar er rakin saga hennar I ljósi þeirrar gagnrýni sem hún hefur sætt á undanförnum mánuðurp. Talað verður við fyrrverandi leyniþjónustumenn sem annað hvort hefur komist upp um eða hafa snúið baki við henni og tjáð sig af fúsum og frjálsum vilja um ýmislegt, sem áður hefur verið sagt eða borið til baka af stjórnmálamönnum og yfir- mönnum leyniþjónustunnar. Raktar verða aðgerðir leyni- þjónustunnar. Má þar nefna að þeir unnu að þvi að steypa lög- lega kjörnum rikisstjórnum einsog t.d. i tran og bresku GuÞ ana i Suður-Ameriku. Einnig verða rakin afskipti hennar af innrásinni á Kúbu — Svinaflóa- ævintýrið svonefnda. Þar næst afskipti hennar af striðinu i Laos og Vietnam og hvernig henni hélst uppi að heyja þar strið að miklu leyti án vitundar bandariska þingsins. Talað verður um ýmis fyrir- tæki sem leyniþjónustan á og rekur án þess að vera skrifuð fyrir þeim. Kemur það fram að hún á flúgfélög og ýmis fyrir- tæki sem notuð eru i hennar þágu. Æfingabúðir hefur hún i Bandarikjunum og birgðastöðv- ar m.a. i Bretlandi. Afskipti hennar af Watergate eru þarna rakin og þau umskipti sem verða í bandarisku stjórn- málalifi viö uppljóstrun þessa máls. Þá kemur og i ljós að Bandarikjamenn studdu and- stæðinga Allendes i Chile i mörg ár og áttu þátt i þvi að honum vár steypt af stóii og ráðinn af dögum. Að endingu verður fjallað um störf og starfshætti nýstofn- settra nefnda, þingnefndarinnar og forsetanefndarinnar, sem rannsaka eiga öll málefni CIA. Af þessu sést að myndin er glæný og fersk. —VS Sjónvarp kl. 20.40: Hagur þjóðarbúsins Viðskipta ráðherra. Við fáum að sjá og heyra þá ráðherrana Matthias A. Mathie- sen fjármálaráðherra og Ólaf Jó- hannesson, viðskiptaráðherra, gera almenna úttekt á hag þjóð- arbúsins. Spyrjendur verða þeir Eiður Guðnason, sem jafnframt er stjórnandi þáttarins, og Ás- mundur Stefánsson, hagíræðing- ur hjá ASf. Ekki er að efa að marga fýsir að heyra þá ráðherrana fjalla um þessi mál, mönnum hefur ekki verið svo litið tiðrætt um að allt væri á hraðri glötunarleið og litið til varnar vorri þjóð. —VS | lÍTVARP • 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 „Skrumskæling konunnar” eftir Barbro Bachberger. Guðrún Birna Hannesdóttir byrjar að lesa þýðingu sina. 15.00 Miödegistónleikar: ís- lenzk tónlist. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir) Tón- leikar. 16.40 Litli barnatim inn. Finnborg Scheving sér um timann. 17.00 Lagið mitt 17.30 Framburðarkennsla i spænsku og þýsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Daskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Eftirmæli eftirstriðs- áranna. Björn Stefánsson búnaðarhagfræðingur flytur annað erindi sitt um efna- hagsmál, stjórnmál og félagsmál á Islandi eftir strið. 20.00 Lög unga fólksins. Ragn- heiður Drifa Steinþórs- dóttir kynnir. 20.50 Frá ýmsum hliðum. Guðmundur Arni Stefáns- son sér um þátt fyrir unglinga. Þorvaldur Jón Viktorsson aðstoðar. 21.30 „Wesendonksöngvar” eftir Richard Wagner. Hanna Schwarts syngur, Homero Francesch leikur á pianó. 21.50 „Ræninginn” Ijóð eftir Alfreð Noyes. Bragi Sigur- jónsson þýddi. Gisli Hall- dórsson leikari les. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Kjarval” • eftir Thor Vilhjálmsson. Höfund- ur les (23) 22.40 Harmonikulög. Stanley og Anthony Darrow leika. 23.00 A hljóðbergi. — Á hundrað ára afmæli Rainer Maria Rilke. Flutt verður stutt hugleiðing um skáldið og lesið úr ljóðum þess, bæði á frummálinu sem I is- lenzkri þýðingu. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SJÓNVARP • Þriðjudagur 9.desember 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.40 Hagur þjóðarbúsins. Umræðuþáttur. Umsjón Eiður Guðnason. 21.30 Axelford og engillinn. Breskt gamanleikrit. Axel- ford forstjóri hefur helgað fyrirtæki sinu lif sitt, en nýr einkaritari umhverfir lifs- skoðun hans. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.25 Leyniþjónusta Banda- ríkjanna. Bresk heimilda- mynd. 1 myndinni er rakin saga bandarisku leyniþjón- ustunnar, CIA, i ljósi þeirr- ar gagnrýni, sem hún hefur sætt á undanförnum mánuð- um. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 23.40 Dagskrárlok Cg vildi gjarnan fá bilinn lánaðan smástund i kvöld, pahbi!-------

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.