Vísir - 13.12.1975, Page 2

Vísir - 13.12.1975, Page 2
VfeBSm: Ef þú ættir milljón, hvar myndir þú geyma hana? Margrét Kaaber, nemi: — Ég veit ekki, ég verð að hugsa mig vel um. Ætli ég myndi ekki geyma hana i banka. 1 bankabók þar sem ég fengi sem mesta vexti. Elin Traustadóttir, nemi: — Undir kodda heima hjá mér. Svo myndi ég bara nota peningana eftir þörfum. Ég væri ekkert hrædd um að peningunum yrði stolið frá mér. Gunnar llauksson, vélstjóra- nemi: — Ég get varla svarað þvi. En eins og nú er ástatt myndi ég alls ekki geyma peningana heldur eyða þeim. Helga Gisladóttir, nemi: — Veit varla. Ég myndi bara. setja hana i krukku sem stendur uppi á borði heima hjá mér. Þar ættu peningarnir að öruggir, þvi ég passa krukkuna svo vel. Magnús Jónasson, bóndi: — Ég myndi ekki geyma milljónina lengi. Það þýðir litið að geyma peningana i banka, nær að nota þá til að byggja hús. Ég bý i sveit og þar er auðvelt að nota milljón. Kristin ólafsdóttir, húsmóðir: — Ég myndi alls ekki geyma hana. Það tekur þvi ekki að setja peninga i banka. Nær væri að byggja hús eða fjárfesta i heimilistækjum fyrir milljónina. Eflaust öfunda margir litlu fjölskylduna þeirra Steina og Gunnu af því að vera nú stödd á suðrænni sólskinsströnd. En sælan verður stutt hjá þeim, því á mánudag verða þau komin til einhvers annars lands. Við getum aðeins bætt okkur þetta upp með því að prófa réttinn sem Gunna ber þarna fram. Rétturinn er kallaður ALOHA HU- ALALAI, sem eru innbak- aðar ostrubollur. ALOHA HUALALAI (innbakaðar ostrubollur) 11/2 bolli hakkaðar ostrur, 3 egg, 2 matsk. malaðar möndlur, 2-3 matsk. hvieti, 2 matsk. finsaxað- ur laukur, salt og pipar. Blandið saman eggjarauðum, lauk, salti, pipar, möndlum og hveiti. Þeytið eggjahviturnar stifar, og blandið saman við ostr- urnar. Blandið siðan öllu saman. Búið til bollur, og setjið eina i einu i ca. 180 gráðu heita steikarfeiti. Steikið þær gullbrúnar. Látið renna af bollunum á pappir sem dregur i sig feiti. Framreiðið boll- urnar heitar, með sinnepi eða tabascosósu. Hvar er sú sólskinsparadis sem Steini, Gunna og fjölskylda eru nú stödd i. Þarna er jóla- rétturinn innbakaðar ostruboil- ur, sem er nú aðeins frábrugðið hcfðbundnu jólasvinasteikinni okkar islcndinga. Kannski væri ekki svo galiö aö breyta til. En hvar eru Steini og Gunna? Krossið við rétt svar. □ FORMÓSU Geymið seðilinn, og safn- ið öllum seðlunum tíu □ CHILE saman, þar til getraun- inni er lokið. Sendið seðl- ana þá ásamt nafni til □ HAWAI Vísis. Dregið verður úr réttum úrlausnum fyrir jól. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Grýlan í þokunni! ENDURSÝNIÐ FÆREYJAÞÁTTINN 7415—8234 skrifar: Þeir hægja nú snarlega á sér, þegar þeir sjá okkur, en bætir svo við glottandi, viö erum ágætlega faldir hérna. Þetta hefur einn lögreglu- þjónn yfir þegar blaðamaður Visis forvitnast um skeið- klukkumælingar lögreglunnar þann 8. des. s.l. Ég gat ekki orða bundist þeg- ar ég var búinn að lesa greinina. Er lögreglan til að leiðbeina ökumönnum, eða er hún til þess að ná inn peningum fyrir rikis- sjóðs? Mér finnst þetta skrýtin lög- gæsla að lögreglumenn skuli fela sig við störf sin. Hvernig væri að þeir kæmu fram i dags- ljósiö, svona til reynslu til að sjá hvort ökumenn hægja ekki á sér þegar þeir sjá að fylgst er með þeim. Ég er viss um að umferðar- menning okkar mundi batna til muna, ef lögreglan gerði sig ekki að þvilikri Grýlu.sem hún vill vera láta, með þessum starfsaðferðum. Beðið eftir lögbrotum. Ég er þvi mjög sammála að lögbrot i umferöinni séu tekin föstum tökum, ekki sist eftir öll þessi alvarlegu slys nú undan- fariö. En getur lögreglan ekki reynt aö fyrirbyggja meira að lögbrot verði, heldur en beinlinis að biða eftir þvi að brotið sé framið. Ég er næstum þvi viss um, að ef lögreglan stoppaði bilstjóra og ræddi við þá i fullri einlægni um hættuna af gáleysislegum og/eða hröðum akstri, mundi betri árangur nást, en verið hefur. En i stað þess, (a.m.k. að manni virðist) eru ökumenn aðeins stoppaðir i þeim eina til- gangi að sekta þá. Að lokum þetta: ökumenn, gerum okkur ljóst þvilikum drápstækjum við erum á næst þegar við setjúmst undir stýri.” Vestarr Lúðviksson hringdi: „Idagskránni i gærkvöldi (10. des.) var bæði fróðleg og skemmtileg mynd um Færeyj- ar. Sá galli var þó á að þessi mynd byrjaði ekki fyrr en eftir hálf tólf og var ekki lokið fyrr en eftir miðnætti, eða á ókristileg- um tima. Mér finnst ófært að þegar svona þættir koma um frændur vora og nágranna að þeir séu settir siðast á dagskránna. Ég vil skora á forráðamenn sjónvarpsins að endursýna þennan Færeyjaþátt og þá á hentugri tima svo sem flestir geti séð hann. Visir hafði samband við séra EmilBjömssonhjá Sjónvarpinu og sagði hann að fyrra bragði þegar minnst var á myndina að ákveðið væri að endursýna þátt- inn, vegna þess hve hann hefði lent aftarlega á dagskránni. Ekki er fullráðið hvenær hann verður endursýndur en e.t.v. um leið og seinni þátturinn.”

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.