Vísir - 13.12.1975, Page 8
8
visir
Útgcfandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson
Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson
Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson
Fréttastjóri erj. frétta: Guðmundur Pétursson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14. simi 86611. 7 linur
Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands.
i lausasöiu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Við höfum betur, en
töpum upplýsingastríðinu
Ofbeldisaðgerðir breta innan landhelgi Islands
hafa gefið tilefni til stórkostlegrar pólitiskrar sókn-
ar af okkar hálfu á erlendum vettvangi. Ihlutun
breta i islenska löggæslu innan islenskrar landhelgi
er alvarleg ögrun við fullveldi íslands. Þennan
veika blett þurfum við að nota i þvi skyni að þvinga
breta til undanhalds.
í þessu efni sem öðrum skiptir það hins vegar
sköpum, að koma réttum upplýsingum á framfæri.
Við höfum haft betur i átökunum við breta á miðun-
um umhverfis landið, en við höfum á hinn bóginn
tapað upplýsingastriðinu. Þetta er dapurleg stað-
reynd, sem ber vott um skilningsleysi stjórnvalda á
þessum þýðingarmikla þætti.
Hvort tveggja er, að stjórnvöld hafa staðið illa að
almennri kynningu á málstað íslands og mjög slæ-
lega hefur verið gengið fram við að koma út upplýs-
ingum um atburði, sem gerst hafa á miðunum.
Fréttir af átökum varðskipa við breska landhelgis-
brjóta og bresk herskip hafa alla jafna borist fyrst
út hingað frá Bretlandi. Seinagangur Landhelgis-
gæslunnar við að koma út tilkynningum um þessa
atburði er með eindæmum.
Fréttamenn hafa ekki fengið leyfi til þess að vera
um borð i varðskipunum og fylgjast með þvi sem er
að gerast á miðunum. Fréttamenn fengu ekki einu
sinni að fara um borð i varðskipið Þór i fyrradag og
ræða við áhöfn skipsins eftir atlögu bresku dráttar-
bátanna.
Þessi kynlega afstaða æðstu stjórnar Landhelgis-
gæslunnar hefur leitt til þess að réttar upplýsingar
um þessa atburði hafa komið allt of seint fram.
Breskar fréttaskýringar eru látnar móta almenn-
ingsálitið erlendis að þvi er virðist með fullum vilja
stjórnvalda.
tslendingar hafá átt hauk i horni á fréttastofu
breska útvarpsins, þar sem er Mik Magnússon.
Hann hefur dvalið hér á landi að undanförnu og á
miklar þakkir skildar fyrir vel unnin störf á þessu
sviði. Án nokkurs vafa hefði hann getað unnið is-
lenskum málstað meira gagn, ef hann hefði ekki
rekist á veggi kerfisins hér eins og aðrir frétta-
menn.
Þá er einnig ljóst, að sendiráð Islands hafa fengið
mjög takmarkaðar upplýsingar að heiman. Á það
bæði við um stefnumörkun og fréttir af einstökum
atburðum. Sendiherra íslands i London hefur t.a.m.
þrásinnis átalið opinberlega, hvernig að þessum
málum hefur verið staðið.
Úr þessu þarf að bæta þegar i stað. Við getum
ekki látið það viðgangast öllu lengur, að bretar
rangtúlki fyrir umheiminum átökin á miðunum hér
við land. Fréttaskrif erlendis móta ekki aðeins álit
almennings, heldur hafa þau mikil áhrif á afstöðu
stjórnmálamanna. Við þurfum að leita fulltingis
annarra þjóða til þess að knýja breta til undan-
halds. Einmitt fyrir þær sakir er brýnt að koma út
réttum upplýsingum af átökunum þegar i stað.
t sjálfu sér á að vera auðvelt að koma þessum
atriðum i lag, ef vilji er fyrir hendi. Stjórnvöld
verða að gera sér grein fyrir þvi, hversu miklir
hagsmunir eru hér i húfi.
Laugardagur 13. desember 1975. VISIR
Umsjón: GP
Sara Moore við handtökuna, andartaki eftir aö hún haföi skotiö að Ford Bandarikjaforseta
Skýtur sér
á bak við
geðveik■
ina
Helsta vörn Söru Jane
Moore, sem var ákærð
fyrir tilraun til að myrða
Ford forseta, felst í því,
að hún hefur verið
úrskurðuð geðveik af sál-
fræðingum og óábyrg
gerða sinna að sögn verj-
anda hennar.
Lögfræðingurinn segir,
að hún muni ekki bera
það við að neita að hafa
skotið 38 kaliber skamm-
byssukúlu að Ford frá St.
Francis hótelinu í San
Francisco þann 22.
september sl.
Hin 45 ára gamla Moore er
utanveltu i þjóðfélaginu. Hún
hefur verið gift fimm sinnum.
Ef kviðdómurinn kemst að
þeirri niðurstöðu, að hún hafi
vel vitað hvað hún var að gera
er hún skaut á Ford, á hún yfir
höfði sér lifstiðarfangelsi.
En verjandinn telur hana hafa
góða möguleika, ef hún heldur
þvi stattog stöðugt fram, að hún
hafi ekki vitað hvað hún var að
gera.
Var ekki með
sjálfri sér
En til sönnunnar hinu gagn-
stæða eru leidd fram augnvitni,
sem sáu hana lyfta nikkelhúð-
aðri skammbyssu með báðum
höndum, auk vitnisburðar
leyniþjónustumanns nokkurs,
sem yfirheyrði hana, og fékk
fram játningu hennar um að
hafa hleypt af skotinu.
James Hawitt verjandi frú
Moore, segist munu kalla á sál-
fræðinga til þess að staðfesta
framburð hennar. Einnig segist
hann ætla að hafa samanburð
við ævi hennar og fyrri geð-
truflanir, og þó einkum það, hve
háð hún virðist öðrum. „Það
mun hrifa”, sagði Hewitt.
Uppljóstrari FBI
Til þess að sanna, að hún væri
ósjálfstæð i hugsun, mun hann
benda á FBI fékk hana til að
ljóstra upp um byltingarsinnaða
vini sina.
En við réttarhöldin mun
margt koma fram, sem bendir á
samhengi milli frú Moore og
dagblaðaerfingjans Patriciu
Hearst.
Frú Moore kom litið eitt við
sögu i tilraununum i fyrra til að
hafa upp á ungfrú Hearst, sem
nú stendur frammi fyrir rétti
ákærð fyrir þátttöku i vopnuðu
ráni.
Frú Moore vann i þágu mat-
væladreifingar þeirrar, sem
Randolph Hearst setti á fót til að
fá dóttur sina látna lausa.
Þá var það, sem FBI fékk
hana til að fylgjast með glæpa-
manni nokkrum, sem Hearst
trúði að gæti visað þeim á dóttur
hans.
Starf frú Moore var, að sögn
timaritsins Rolling Stone, var
að gera FBI viðvart ef áður-
nefndur maður aðhafðist eitt-
hvað grunsamlegt. Þá gat
alríkislögreglan skorist i leik-
inn.
En frú Hearst sem var á báð-
um áttum varðandi hollustu
sina við FBI og vináttu sinnar
við undirheimana, játaði hún
væri uppljóstrari FBI en einnig
lét hún Hearst vita af sambönd-
um mannsins.
,,En þá varð fanginn frv.
dauðadæmdur”, sagði Rolling
Stone, þvi að skömmu siðar var
hann myrtur i San Francisco.
Fékk ekki frið
I viðtali i fangelsinu eftir
handtöku hennar, sagði frú
Moore, að hún hefði verið svo
rugluð vegna þess fjandskapar,
er vinir hennar fyrri sýndu
henni, að henni fannst hún
hreinlega verða að fremja eitt-
hvað ofbeldisverk til að fá frið i
sálina.
„Það koma þeir timar, sem
manni finnst ekkert mark á
manni tekið, nema maður miði
byssu á einhvern”, sagði hún i
viðtalinu.
Einnig mun koma fram við
réttarhöldin, hvort frú Moore
hafði orðið fyrir áhrifum frá
tilræði Lynne „Squeaky”
Fromme, sem miðaði byssu á
forsetann þann 5. september.
Hún biður nú dóms.
Hringdi fyrst
Frú Moore festi kaup á 44’
kaliber skammbyssu i miðjum
september, sagði byssusali sá
sem FBI hafði tal af. Hún hafði
einnig samband við lögregluna
i San Francisco, og sagðist ætla
að „reyna kerfið” við heimsókn
Fords.
Vegna þess simtals var byss-
an tekin af henni. En yfirvöldin
slepptu henni, vegna þess hve
hjálpleg hún hafði verið alrikis-
lögreglunni.
Næsta dag fór hún aftur til
byssusalans, keypti 38’ kaliber
skammbyssu og hélt til fundar
við Ford.