Vísir - 29.12.1975, Blaðsíða 2
/A.
Hvernig ætlar þú að heilsa
nýja árinu?,
John Flaming, kjötiðnaðarmaö-
ur. Ég heilsa þvi með kunningj-
unum. Við fáum okkur i glas og
höfum það gott. Hvort ég hlakka
til? Gera það ekki allir?
óskar Baldursson, nemi. Ja, ég
veit það ekki. Ætli ég fari ekki i
bæinn, á ball eða eitthvað svo-
leiðis.
Magnús Jóhannsson, nemi. Ég
veit það ekki. Ég býst við að fara
að skemmta mér i ‘Tónábæ. T>ö
getur verið að ég fari eitthvað i
partý, Alla vega ætla ég að
skemmta mér vel.
Sigurveig Ingibergsdóttir, nemi.
Ég fer sjálfsagt á ball, i Þórscafé
eða eitthvað annað. f fyrra var ég
að passa, en ég geri það örugg-
lega ekki núna. Jú, auðvitað
hlakka ég til.
Guðrún Kristjánsdóttir, húsn.oóir
með meiru. Ég verð heima hjá
mér með krökkunum minum. Ég
var heima i fyrra lika. Svo getur
vel verið að við fáum vinafólk
okkar i heimsökn, og þá spilum
við liklega.
Steinunn Valdimarsdóttir, nemi.
Það veit ég ekki. Jú, ég verð lik-
lega bara heima hjá mér og skýt
nokkrum rakettum.
Á kvennaárið að gufa upp?
A.E. skrifar:
Nú fer senn að líða að
lokum hins margumtal-
aða kvennaárs. Ýmislegt
hefur verið gert til að
vekja athygli á því og
málstaðnum í heild, þótt
hæst beri þar efalaust
kvennafrídagurinn í .
október.
Síðan hefur lítið verið
um kvennaárið talað og
nú er það að verða búið.
Mér finnst hálf lágkúru-
legt ef ekkert meira á að
gera til að minna á mál-
staðinn, áður en það líður
endanlega í aldanna
skaut.
Hvað segja kven-
réttindakonurnar, og aðr-
ir áhugamenn um
kvennaárið? Á ekkert að
gera?
Á kvennaárið fræga
bara að gufa upp þegj-
andi og hljóðalaust?
Ilalldór Snorrason hringdi:
Mig langar til að gera að umræðuefni
sjónvarpsauglýsingu eina um bók sem ber
undirritilinn: Haldið þér kjafti, frú Sigrið-
ur.
Þetta finnst mér ljótt orðbragð sem ég
held að fólk noti ekki i daglegu tali, heldur
að þetta flokkist undir svokallað götumál.
Þetta finnst mér alls ekki eiga heima i
sjónvarpi, það er bæði ósmekklegt og sær-
andi að hella svona orðbragði yfir fólk. Jón
Sigurbjörnsson les þessa auglýsingu að
visu mjög vel, en það verður bara til þess
að fólk tekur ennþá meira eftir þessu orð-
bragði.
Visir hafði samband við örlyg Hálfdán-
arson en hans fyrirtæki gefur bókina út.
Örlygur sagði að sér þætti afskaplega leitt,
ef þetta orðbragð, sem hann sagðist nú
halda að öll þjóðin þekkti og notaði undir
vissum kringumstæðum, hefði farið i finu
taugar þessa hlustanda.
Hann kvað sér finnst þetta ágætis og
hressileg islenska sem notuð væri á vissum
stundum i lifi hvers manns þegar ekkert
annað ætti við.
Að endingu sagði Örlygur að úr þvi að
þessi eina auglýsing hneykslaði þennan
mann svona, yrði hann að taka það sem
mikið hrós fyrir aðrar auglýsingar um gæði
þeirra.
Afslóttur af jólo-
kúkim, aðeins í dog
„Jón skrifar”
Afsláttur af jólakúlum aðeins
i dag auglýsti ein af blóma-
búðunum i Reykjavik fyrir jól-
in.
Nú og þar sem mig vantaði
allar minar kúlur og þær eru
MJÖG dýrar hljóp ég upp til
handa og fóta og brá mér i bæ-
inn. Verslunin stendur við Sig-
tún i Rvik og þar var æðisgengin
stappa af bilum, fólki og falleg-
um munum. Ég náði i kúlurnar
eftir mikið stimabrak og hélt að
kassanum. Loks þegar ég
komst að segir stúlkan við mig.
„Þvi miður þessar eru ekki á út-
sölu”. Ég er ekki vanur að röfla
og láta fólkið þurfa að biða sem
á eftir mér biður svo að ég borg-
aði bara og fór — en þetta er i
hæsta máta ósmekklegar aðfar-
ir til að laða að sér viðskipti.
Stúlkan benti mér að visu á
kúlurnar sem voru með
AFSLÆTTINUM góða en þá var
ég bara kominn i sjálfheldu og
komst ekki að þeim nema fara
ÚT ÚR BÚÐINNI — annars hef
ég aldrei kynnst þvi að fyrst
þyrfti að fara i langa röð til að fá
að vita hvað væri til i verslunun-
um, hvað væri með.afslætti og
hvað ekki. — Það er vani að
setja upp skilti, sem segir til um
verð á hlutunum. Það þarf ekki
að taka fram að ég sá engan
mann vera við afgreiðslu á
staðnum.
Gott og vel — ég vona að eig-
andinn svari þessum ásökunum
minum — en hann þarf ekkert
að skammast sin fyrir að aug-
lýsa svolitið tvirætt — þvi það
gera svo margir kaupmenn en
hann þarf að læra að fera svo-
litið finna i það eins og hinir
kaupmennirnir.
PS: Fyrir þá sem ekki vita hvað
jólakúlur kosta þá keypti ég
ellefu kúlur á kr. 110 stk. en
hefði látið mér nægja fimm eða
sex AN AFSLÁTTAR.
Á undan með fréttirnar..
Björgvin Björgvinsson
skrifar:
Komið hefur fram i fjölmiðl-
um að mjög ábótavant sé með
skjótan fréttaflutning af Is-
landsmiðum.
Reyndin er sú að breska út-
gáfan af miðunum er alltaf
komin á undan þeirri islensku
um allan heim, eins og dæmi
sanna af fréttum af atburðum
eins og þeim sem urðu út af
Seyðisfirði.
Komið hefur i ljós að islensku
fréttamennirnir fá ekki að fara
um borð i sin eigin varðskip,
ekki einu sinni til þess að fá
fréttir af atburðum eins og á
Seyðisfirði.
Hins vegar fá breskir frétta-
menn að fara um borð i her-
skipin og dráttarbátana og
senda þaðan fréttir hindrunar-
laust.
Þá vaknar spurningin hver er
ábyrgur fyrir þvi að innlendir
og erlendir fréttamenn fá ekki
að starfa að fréttamennsku um
borð i islenskum varðskipum
hindrunarlaust?
Það lýsa allir undrun sinni
yfir þessari fréttahindrun sem
gerirekki annað en að skaða is-
Sigrún Kaaber hringdi:
Óskilamunir, þ.e. þeir hlutir
sem finnast og enginn eigandi
vitjar eru geymdir i vörslu lög-
reglunnar.
Eftir ákveðinn tima skilst
mér að slikir hlutir séu boðnir
upp. Mér hefur verið tjáð að
andvirði þessara hluta renni i
einhvern styrktarsjóð. Nú lang-
lendinga i þessari deilu, eins og
komið hefur i ljós. Samt sem
áður hefur þessi háttur verið
hafður á allt þetta þorskastrið
og þorskastriðið þar á undan.
Þessu þarf að breyta skjöt-
lega og þeir aðilar sem ábyrgð
bera á þessu furðufyrirbæri
ættu að gefa skýringu á þvi.
ar mig til að fá upplýsingar um
hvaða styrktarsjóður þetta er,
hvern er verið að styrkja?
Visir sneri sér til lögreglunn-
ar og fékk þar þær upplýsingar
að andvirði fundinna muna sem
enginn eigandi fyndist að, rynni
i Lögreglusjóð Reykjavikur.
Sjóðurinn var stofnaður 1938 og
hlaut þá konunglega staðfest-
Skoðun min, ef ekki allra is-
lendinga er sú, að hafa þurfi
fréttamenn um borð i öllum is-
lenskum varðskipum, jafnt
innlenda sem erlenda, og koma
þannig frá á sem skjótastan hátt
réttum fréttaflutningi af Is-
landsmiðum á undan lygafrétt-
um breta.
ingu hans hátignar Kristjáns X.,
konungs Islands og Danmerkur.
Megintilgangur sjóðsins er
m.a. að styrkja alls konar
menningar- og félagsstarfsemi
innan lögreglunnar i Reykjavik
og i skipulagsskrá sjóðsins
kveður ein grein á um að and-
virði framangreindra muna
skuli renna til lögreglusjóðsins.
Hvert fer andvirði óskilamuna?