Vísir - 29.12.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 29.12.1975, Blaðsíða 6
6 Mánudagur 29. desember 1975. vism Veitingahúsið SESAR r Armúla 5 Tímaritið TIME valdi: OPIÐ I KVOLD Opið gamlársdag % kl. 10-4 Opið nýársdag kl.8-1 Veitingahúsið Ármúla 5 h.f. vmsfEimt. HUÓÍIMHOTUR Fyrir gamlárskvöld Aceordion in Gold Das grosse Accordion The Happy Accordion/28 Big Hits James Last/Make the Party last James Last/Beachparty 5 Benny Goodman/Early Years Beach Boys/Spirit of America Glen Campbell/Arkansas Ray Conniff/IN Britain Mandy Loving You Plays the Carpenters Mike Oldfield/Tubular Bells Dr. Hook/Bankrupt Paul Simon/Still Crazy after All These years Art Garfunkel/Breakaway. Eitthvaö Sætt, Judas no. 1, Peanuts, Hrif 2, Ingimar Eydal, Lonli blú bojs, Allra meina Bót, Þokkabót, Afram Stelpur. psfsin^stæki Glæsibæ, Sími 81915 Flugeldamarkaður í Skipasundi Opið alla daga kl. 9-22 Gamlársdag kL 9-15. Fjölskyldupokar — Fiugeldar — Blys — Storm-eldspýtur o.fl. Simi 37090 Vélhjólaverziun Hannesar Olafssonar Tólf konur í stað „manns ársins 75" Fréttaritið „TIME”, sem venjulega helgar eitt vikublaö sitt „manni ársins”, valdi áriö 1975 tólf konur I staöinn. 1 siðasta tölublaði TIME segir að konurnar hafi skotið þar aftur fyrir sig mönnum eins og Henry Kissinger utanrikisráðherra og dr. Andrei Sakharov, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels þetta ár, eða Anwar Sadat Egyptalands- forseta sem einnig þótti koma til greina. „Kvennahreyfingin ruddi sér leið inn á öll þrep þjóðfélagsins GUÐMUNDUR SIGURJÓNS- SON TEFLIR f HASTINGS Sovéski stórmeistarinn Viktor Korchnoi þykir sigurstrangleg- astur þeirra sem taka þátt i skákmótinu i Hastings, en þaö hefst i dag. Eftir að Bobby Fischer, fyrrum heimsmeistari, dró sig i hlé úr skákkeppnum, þykir Korchnoi ganga næst Anatoly Karpov, núverandi heimsmeist- ara, að styrkleika. — Korchnoi tapaði naumlega einvigi við Karpov um heimsmeistaratitil- inn. Skákmótið i Hastings, sem haldið er árlega, er með sterk- asta móti þetta skiptiö. Af sextán þátttakendum eru átta stórmeistarar: Korchnoi, Bron- stein, Taimanov, Bisguier, Holt, Jansa, Ulhmann og Guðmundur Sigurjónsson. — Sjö eru alþjóð- legir meistarar: Kaplan, Sosonok,Kenne, Miles, Nunn, Stean, Hartston. — Sextándi maðurinn er Robert Bellin. 1975,” segir TIME. — Þetta val timaritsins var i þvi skyni ,,að veita viðurkenningu þeim árangri sem kvenréttindabaráttan náði árið 1975, og eins þeim tólf konum sem vaidar voru.” Siðan eru taldar upp: Betty Ford forsetafrú, fyrir hreinskilni og ákveðnar skoðanir i jafnréttis- málum, Ella Grasso, fylkisstjóri Connecticut. Billie Jean King, tennismeistari. Carla Hills, for- maður umhverfisnefndar. Barbaro Jordan, þingmaður frá Texas. Susan Brownmiller, höf- undur bókarinnar „Gegn vilja okkar = menn, konur og nauðgun.” Alison Cheek, að- stoðarprestur St. Stefáns- kirkjunnar i Washington. Susie Sharp, dómsforseti áfrýjunar- réttarins i N-Karólina. Kathleen Byerly, liðsforingi i flotanum. Addie Watt, framkvæmdastjóri kvennadeildar i félagi Kjötiðn- aðarmanna. Carol Sutton, rit- stjóri dagblaðs i Louisville. Jill Ker Conway, skólanefndarfor- maður Smith-menntaskólans. Þetta eru ekki fyrstu konurnar, sem TIME heiðrar þannig. 1936 valdi blaðið Wallis Warfield Simpson, þegar Játvarður Eng- landskonungur VII afsalaði sér konungstign til að kvænast henni. — Arið eftir deildi frú Chiang Kai Chek heiðrinum með manni sin- um, og 1952 var Elizabet Breta- drottning valin á forsiðu blaðsins! þegar hún var krýnd til hásætis. Jl/leina presti afnot kirkju Faðir DJmitri Dudko, opin- skár rússneskur prestur, sem eftir nokkrar haröorðar predik- anir var fluttur úr sálusorgara- embætti sinu I Moskvu í fyrra, er nú aftur kominn upp á kant viö sovésk yfirvöld. Andófsmenn i Sovétrikjunum hafa sagt Reuter-fréttastofunni að þessum 54 ára gamla presti hafi nú verið fyrirmunuð not af sveitakirkjunni, þar sem hann hefur haldið guðsþjónustur skammt frá Moskvu siðustu 18 mánuði. Heimildir greina ekki frá neinum sérstökum ástæðum sem yfirvöld hafi fært fyrir þessari ákvörðun. En predikan- ir Dimitri hafa vakið mikla athygli og fjölgar sifellt þeim sem sækja hjá honum messur. Faðir Dimitri hefur tekið upp gamlan sið sem viðgekkst við kirkju heilags Nikulásar þar til yfirvöld bönnuðu hann á miðju ári i fyrra. Nefnilega að svara skriflegum spurningum sóknar- barna úr predikunarstólnum. — Kom hann i svörum sinum viða við, og munu þrælafangabúðirn- ar þar hafa borið á góma. Svo og staða kirkjunnar i Sovétrikjun- um. Neðanjarðarrit hafa tekið upp ræður séra Dimitris. SKOÐUN LURIES ,,Heimsvaldasinni! ” — „Nýlendukúgari!”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.