Vísir - 29.12.1975, Blaðsíða 3
VISIF Mánudagur 29. desember 1975.
Bankar
sparisjóðir
í Danmörku
að drukkna í
peningaflóði
— meðan atvinnulífið
er lamað og
atvinnuleysið 11%
Bankar og sparisjóðir í
Danmörku eru að
drukkna i peningaflóði á
sama tíma og gifurleg
ef nahagskreppa ríkir í
landinu og atvinnuleysi —
nú eru 135 þúsund manns
atvinnulausir eða 11% —
og fjöldi fólks flýr land,
aðallega til Svíþjóðar, til
að leita sér að lifibrauði,
þ.e. vinnu.
Innlán í bankana og
sparisjóðina aukast
margf alt miðað við útlán.
Af hverjum 100 kr. sem
lagðar hafa verið inn í
banka í Danmörku á
þessu ári, hafa 12 kr.
verið lánaðar út. Frá því í
nóvember i fyrra til
nóvembers á þessu ári er
mismunurinn milli inn-
lána og útlána 16,5
milljarðar d. kr. innlán-
um í hag, en við eðlilegar
aðstæður er þessi mis-
munur einn milljarður d.
kr., innlánum í hag.
Þetta mikla peninga-
flóð banka og sparisjóða
á rætur sínar að rekja til
efnahagsstef nu ríkis-j
stjórnarinnar, þ.e. að
reka ríkiskassann með
miklum halla, og reyna
þannig að koma pening-
um út í atvinnulíf ið svo að
það fari að blómstra á
nýjan leik og atvinnu-
leysið minnki. Gallinn er
bara sá á gjöf Njarðar, að
þessir peningar renna
beint inn í bankana og
sparisjóðina, sem ekki
vita, hvað eiginlega á að
gera við þá.
Bankar og sparisjóðir i
Danmörku ráða ekki
sjálfir, hversu mikla
peninga þeir lána út,
danski þjóðarbankinn
setur reglur þar um.
Fyrir nokkru gaf hann
þeim leyfi til að lána út
meiri pening, en áður
höfðu verið reglur um.
Þessa hækkun hafa bank-
arnir og sparisjóðirnir
ekki getað nýtt, þótt
fegnir vildu. Eftirspurn
eftir peningum í Dan-
mörku er í lágmarki.
Bankavextir eru háir í
Danmörku þessa stund-
ina og því spyrja margir,
hvers vegna vextirnir séu
ekki lækkaðir til að
þrýsta fjármagni út í hið
bágborna atvinnulíf í
landinu. Þ jóðarbankinn
vill ekki lækka vextina.
Þeir sem vilja lána út
peninga eiga að gera það
á erlendum peninga-
mörkuðum og styrkja þar
með gengi dönsku krók-
unnar. Þá er þjóðarbank-
inn hræddur um, að ef
bankavextir yrðu lækkað-
ir, leiddi það til þess, að
erlend lán, sem danir
hafa tekið, yrðu innköll-
uð, og græfi það undan
gengi dönsku krónunnar.
í uppkasti af f járlögum
danska rikisins 1976—1977
er sem fyrri daginn gert
ráð fyrir að reka ríkis-
kassann með miklum
halla — í uppkastinu er
reiknað með að hallinn
verði 12.9 milljarðar d.
kr. Ef ekki verður mikil
breyting á dönsku efna-
hagslifi frá því sem nú
er, þýðir það að enn um
sinn haldi háar peninga-
upphæðir áfram að
streyma inn í digra sjóði
bankanna og sparisjóð-
anna.
ebé— Malmö
Leyfðu óskunum að
rætast
Þær veröa aö fá tækifæri - mörg og góö tækifæri.
SÍBS- happdrættiö býöur þau. Þar hækká vinning-
arnir um 50 milljónir og veröa 201 milljón og
600 þúsund. Og aukavinningurinn er sannkallaö-
ur óskabíll: Citroén CX 2000. Bifreið, sem kom
fyrst á markað 1974, hönnuö til aö mæta kröf-
Happdrætti
um nútímans um öryggi, þægindi og sparneytni.
Vinningarnir veröa 17500 talsins, frá 10 þúsund
kr. upp í milljón. En kannski koma vinningar á
50 - 200 þúsund þægilegast á óvart. Hvaö
finnst þér?
Auknir
möguleikarallra