Vísir - 29.12.1975, Blaðsíða 19

Vísir - 29.12.1975, Blaðsíða 19
Mánudagur 29. desember 1975. 19 A.A. samtökin eru alþjóðlegur félags- skapur karia og kvenna, sem öll eiga við sameiginlegt vandamál að stríða: áfengi. Höfuðtilgangur félagsins er að félags- menn séu ódrukknir og að hjálpa öðrum alkóhólistum til hins sama. I samtökun- um ríkir algjör nafnleynd út á við. Nú eru starfandi a.m.k. sex deildir i Reykjavík, en ekki eru til tölur yfir þátt- takendur því félagaskrá er engin haldin. Einnig starfa deildir í Keflavík, Vest- mannaeyjum, Selfossi, Akureyri og meðal vistmanna í Víðinesi. Inntöku og félagsgjöld eru engin. Taka ekki þátt í áróðri eða fræðslu. A.A. samtökin eru ekki háð neinum söfnuði, trú- flokki, stjórnmálum eða stofnunum, óska ekki eftir að taka þátt i neinum þrætumálum og mæla hvorki með eða á móti opinberum málefnum. Þeir taka ekki þátt i opinberri fræðslu eða áróðri um áfengi.Þau hvetja engan alkóhólista að fyrra bragði til aö ganga i samtökin, viðkomandi ein- staklingur verður að vilja það sjálfur. Hinsvegar eru allir sem eiga við drykkjuvandamál að striða velkomnir i samtökin. Starfsemin fer þannig fram að á fundum sem haldnir eru reglulega koma einstaklingarnir fram sem þátttakendur i hóplækningu i þágu hvers ann- NNNlWMiWMWMHHM| ars. Þannig miðla þeir hver öðrum af gagnkvæmri reynslu sinni. Aðeins eitt inntökuskilyrði. Eina inntökuskilyrðið i A.A. samtökin er að hafa löngun til að hætta að drekka. ,,Er A.A. fyrir þig?” heitir bæklingur sem sam- tökin hafa gefið út. I honum eru 12 spurningar sem hver og einn verður að svara fyrir sig, til að komast að niðurstöðu um hvort hann vilji taka þátt i þessum félagsskap. 1 A.A. eru ekki gerðar langtima áætlanir eða fyr- irheit.: ,,í dagætla ég að láta deginum nægja sina þján- ing og ekki taka ákvörðun lengra fram i timann, en næstu tólf stundir. Ég ætla ekki að reyna að brjóta til mergjar öll vandamál lifs mins.” —EB Ég er alkóhólisti en eg œtla ekki að drekka í dag „Ég byrjaði að drekka 16 ára gamall, af þvi aö ég var feiminn viö stelpur, og fannst ég verða að drekka i mig kjark, en auðvitað ætlaði ég alltaf að ráða yfir áfenginu. Fljótlega fékk ég þaö orð á mig að ég væri blautur, ég gat ekki skemmt mér án vins, og mér fór að þykja betra að drekka lika daginn eftir. Ég var við nám erlendis i striðslokin, áfengið var ódýrt og ég haföi tiltölulega nóga peninga, og drakk eitthvað á hverjum degi. Eftir að ég kom heim gifti ég mig og stofnaði heimili, en brátt kom að þvi að áfengið var orðið snar þáttur i lifi minu og eftir þvi sem vinið tók meira yfirhöndina slaknaöi á öllum hömlum og sómatilfinn- ingu. Mér fór að finnast allt i lagi að mæta i vinnuna timbrað- ur, eða hálfdrukkinn, eða mæta alls ekki á mánudags- morgnum og þá var stutt i að fleiri dagar féllu úr, stundum vika, tiu dagar. Auðvitað leið mér hörmu- lega inn á milli, ég kveið fyrir að koma aftur i vinnuna, mundi ekkert hvað ég hafði sagt eða gert i fylliriinu, og verið alveg til með aö ganga bara i sjóinn ef einhver hefði stungið upp á þvi.” „Hvít- f libbadrykkjumaður" „En þetta gleymdist fljótt, ég fylltist gorgeir á ný, hló að þessum órum minum og fór aftur á fylliri. Ég drakk mikið á börum, var einn af þessum hvitflibba- drykkjumönnum og áhrifin voru aðalatriðið, og svo kannski snobbið. Meðan ég var yngri fannst mér þetta fint, i kvikmyndum sá maður finar veislur og bari i heimahúsum, þar sem úr nógu var að velja. Mig dreymdiumaðvera i þessari aðstööu sjálfur, en það varð aldrei, ég drakk alltaf allt mitt vin. Min flöskueign var yfirleitt tómar flöskur, islendingar eiga bágt með aö eiga flösku, þeir drekka hana yfirleitt í botn. 1 gegnum þennan drykkju- skap minn missti ég smátt og smátt álit annarra og mina eigin sjálfsvirðingu. En drykkjumaðurinn er stoltur, ég varð hortugur og mér fannst þetta vera öðrum að kenna, konunni, fjölskyldunni, þjóðfélaginu, öllum nema sjálfum mér. Drykkjan er sjálfsblekking, hún bætir ekki úr neinu, leysir ekki fjölskylduvandræöi, gerir eiginkonuna ekki skilningsrik- ari, þvert á móti er drykkjan yfirleitt undirrót vandamál- anna.” Fjárhagurinn var í mol- um og skilnaðurinn stóð fyrir dyrum „Það er ekki hægt að treysta drykkjumanni i vinnu. Mér var raunar sýnd of mikil lin- kind og ég gekk alltaf lengra og lengra. Loks kom að þvi að fjárhag- urinn var i rústum. Börnin min litu niður á mig og skömmuðust sin fyrir mig, ég brást þeim þegar þau þurftu á mér aö halda og hef örugglega unnið þeim mikið tjón. Fjölskyldan er fús til að fyrirgefa i lengstu lög, en að lokum gafst konan upp og fór fram á skilnað. Þá var ég 41 árs og hafði drukkið i 25 ár. Þetta gerðist um miðjan dag, ég var vel rakur, sam- þykkti, lögfræöingurinn kom og við skrifuðum undir. Ég var eiginlega ánægður með þetta, þá fengi ég meiri tima fyrir sjálfan mig. Siðan fórum við þessa venjulegu leið, til prestsins, þá var farið að renna af mér og ég var hálf partinn farinn að sjá eftir þessu. Aðallega vegna þess að konan átti að fá andvirði hússins það sem ekki færi upp i skuldir og það mikl- ar greiðslur að mér fannst sem ekkert yrði eftir handa mér að drekka fyrir.” „Þá fór ég í A.A." „Presturinn benti mér á A.A. samtökin. Ég hafði lesið um þau og fannst þetta sniðug samtök fyrir drykkjumenn, en ekki fyrir mig, að minu áliti var ég aðeins selskapsmaður. Ég sló þó til og ákvað að prófa samtökin, skilnaðinum yrði þá frestað og ég gæti haldið eignunum. Sama kvöldið kom til min einn A.A. maður, þvi ég vildi fá hann strax áður en ég skipti um skoðun og það er eitthvað það gáfulegasta sem ég hef afráð- ið um ævina. Þessi maður ræddi hrein- skilningslega við mig um sina reynslu og mina. Taugar min- ar voru alveg komnar i hönk og ég vorkenndi sjálfum mér óskaplega. Ég las þessar tólf A.A. spurningar og svaraöi 11 ját- andi. Þá fyrst fór að rofa til hjá mér með að e.t.v. væri þetta ekki allt i lagi.” „Fagna sigri á hverju kvöldi" „Ég fór á næsta fund, en ég skammaðist min alveg voða- lega. Ég varð mjög hissa á þvi að sjá þarna fólk sem ég kann- aðist við, en haföi aldrei.heyrt talað um sem drykkjufólk. Þetta fólk talaði um sina reynslu og mér fannst sumt af þvi vera min saga. Einn t.d. kvaðst hafa logið og blekkt til fleiri ára — það hafði ég lika — en væri nú hættur þvi og hefði i þess stað hreinskilningslega gert hreint fyrir sinum dyrum. Mér leist strax vel á þetta. Einkum þó að hér var aðeins rætt um að vera ódrukkinn einn dag i einu, engin loforð, engar skuldbindingar. Hvaða ánægja er af þvi að lofa ævilöngu bindindi? Þú veist aldrei hvort þú hefur staðist það, þvi þá ertu dauður. En með þessu móti fagna ég unnum sigri á hverju kvöldi ef ég hef ekki drukkið. Hvað lengi? Það vitum við ekki, en hver dagur er sigur.” „Ég ákvað að prófa samtök- in i þrjá mánuði, taka mér þá sumarfri, fara á fylliri og verða hófdrykkjumaður upp frá þvi. Fljótlega fór ég að laga min málefni, ræddi .við lánar- drottna mina og sagði þeim satt og rétt frá, og það vildu allir hjálpa mér. Þetta gerðist ekki i einu vetfangi heldur-á löngum tima. A þriðja A.A. fundinum kom að þvi að ég var beðinn að tala. Ég kveiö hroðalega fyrir og hef sjaldan orðið eins hræddur. Samt fannst mér ég ekki geta skorast undan. Svo stóð ég uppog áður en ég vissi af var ég búinn að gleyma mér og talaði og talaði um allt. Mér leið ólýsanlega vel þegar ég var búinn að létta öllu af mér. Eftir þetta gerði ég mér grein fyrir að ég væri alkó- hólisti og yrði aldrei annað. Ég er ekki bindindismaður, en ég ætla ekki að drekka i dag. Með þessu móti hefur mér tekist að smakka ekki vin i nærri átta ár.” „A.A. bjargaði lifi minu" „Flestir fá sér einhvern tima glas eftir að þeir eru byrjaðir i A.A. Þetta eru engin hókuspókus sinnaskipti. Þetta er þeirra einkamál og þeir þurfa ekki einu sinni að segja frá þvi, en þeir verða að vera edrú á fundunum. A.A. hefur algjörlega bjarg- að minu lifi. Mér tókst að sætta mig við að aðrir gætu drukkið þótt ég gæti ekki gert það sjálfur. Nú skemmti ég mér ódrukk- inn og skemmti mér vel. Ég þarf ekki að hafa áhyggjur — og ég man allt sem ég segi og geri. Það var dásamlegt að finna sjálfstraustið koma aftur smátt og smátt, og ekki siður að finna vaxandi álit annarra á mér. Fjölskyldumálin eru komin i lag, — ég er að visu enginn engill, ég fer ennþá'i fýlu og það koma upp deilumál. en þetta er allt annað og betra lif. siðan áfengið hvarf úr spilinu. Samtökin hafa gert mig frjálsan og mér finnst óskap lega gaman að lifa. Drykkju- skapurinn er sjálfselska, en nú timi ég ekki að fara á fylliri af þvi að mér liður svo vel edrú. Við viljum ekki að lifað sé eftir einhverri formúlu. Hugs- aðu ekki of mikið um fortiðina. en glevmdu henni ekki alveg. Það er dagurinn i dag sem gildir, reyndu að njóta hans. en hafðu ekki óþarfa áhyggjur af fortið eða framtið.” — EB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.