Vísir - 30.12.1975, Síða 2

Vísir - 30.12.1975, Síða 2
2 Þriðjudagur 30. desember 1975. VISIR Hvaða vonir bindur þú við órið 1976? „Yildi fó œrlegan hoppdrœttisvinning" Páll Heiðar Jónsson: — Persónulega séð hlýtur það að vera heilsufar, bæði andlega og likamlega, hjá mér og min- um, sem ég vonast til að haldist hvort tveggja eins gott og á sið- asta ári. Ekkert hefði ég á móti þvi, að nýja árið færði mér ær- legan vinning i einhverju af þessum happdrættum. Þau eru nú svo mörg og vinningslikurn- ar það miklar (ef marka má auglýsingarnar), að það ætti að vera útilokað annað en hreppa einhvern vinninginn. Þrjár vonir el ég með mér fyrir hönd landa minna á þessu ári: Aðengin verði eldsumbrot eða slysfarir, að sigur fáist i landhelgismálinu, — og batn- andi árferði i efnahagsmálun- um, þannig að húshaldið þurfi ekki að byggjast á jafn-óvissum tekjum og happdrættisvinning- um. Og þá von á ég til handa mannkyninu, að það upplifi eitt ár svo, að ekki verði styrjöld af neinu tagi. „Að við vinnum striðið fljótt" Jón Magnússon, blaðafulltrúi Landhelgisgæslunnar: — Hvað snertir mitt starf vonaégað þeirri orustu ljúki sem nú er háð. Þetta er sú sein- asta sem getur átt sér stað milli islendinga og breta. Það er fyrirfram vitað hvernig hún fer, en ég vona bara að við vinnum sigurinn sem allra fyrst. Ég vona það meðal annars vegna manna okkar sem búa við mikla spennu og hættu, þótt þeir hafi sýnt sig vera mun hæfari en hinir bresku mótherjar þeirra. Ég vona lika að með hækkandi sól muni staða landsins i heild batna, að við getum unnið nógar afurðir og fengið gott verð fyrir þær. Nú, hver er sjálfum sér næstur og ég vona að árið verði farsælt og gott fyrir mig og mina fjöl- skyldu. „Vona að við lœrum af biturri reynslu" Sólveig ólafsdóttir, skrifstofu- maður: — Við islendingar virðumst eiga erfitt með að sætta okkur við sveiflur i efnahagsástandi þjóðarbúsins, og þess vegna höfum við alltaf eytt öllu, sem til hefur verið, en ekki geymt neitt tilmögruáranna. Ég vona, að við förum nú að læra af þess- ari bitru reynslu, þótt seint sé, og högum okkur skynsamlegar á næsta ári en við höfum til þessa gert. Fyrir dyrum standa erfiðir kjarasamningar, von- andi hafa aðilar þeirra lært af reynslunni frá þvi i febrúar 1974, þegar allt fór úr skorðum hjá okkur Við verðum að horfast i augu við staðreyndir, bæði launþegar og atvinnurekendur, svo ekki sé talað um lands- feðurna, sem eiga að bera ábyrgðiná á öllu saman. Þeim siðastnefndu óska ég góðs gengis og bið þá um það eitt, að stjóma landinu okkar, svo að við tortimumst ekki i ólgusjó heimsvandamálanna. Þvi hvað sem öllum stjórnmálaskoðun- um liður, viljum við vera is- lendingar og búa sem sjálfstæð þjóð i erfiðu landi. Nú liður brátt að lokum hins alþjóðlega kvennaárs Samein- uðu þjóðanna. Ég vil minna á það, að þetta ár er aðeins byrjunin á áralugabaráttu fyrir jafnrétti, þróun og friði i heiminum. Ég vona, að is- lendingar láti ekki sitt eftir liggja i þessari baráttu, jafnt heima fyrir sem á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Heimur- inn verður ekki frjáls nema allir menn séu frjálsir i raun, hvernig sem þeir eru af Guði gerðir og hvaða lifsskoðun sem þeir aðhyllast. Það mun heldur aldrei rikja friður á þessari jörðu, nema við berum virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum manneskjum. „Veðurguðir verði hliðhollari" Steinn Lárusson, framkvæmda- stjóri ferðaskrifstofunnar Úr- vals: —• Landhelgislega: Að tvær vestrænar þjóðir setjist niður og semji um sin mál. Innanlands: Að full atvinna haldist og veðurguðirnir verði sunnlendingum hliðhollari sumarið ’76. Efnahagslega: Reyndar verði kröftugri ráðstafanir, þótt óvin- sælar séu. Hvaðsjálfan mig snertir: Það væri ánægjulegt að komast einu sinni i sólarferð með fjölskyld- unni um sumartimann. En það er óliklegt að sú von rætist. „Er að eðlisfari bjartsýnn" Guðlaugur Bergmann, forstjóri verslunarinnar Karnabæjar: — Þar sem ég er að eðlisfari bjartsýnn, lit ég ávallt björtum augum til framtiðarinnar. Einkanlega leggst nýja árið vel i mig fyrir mig sjálfan og mina. — Um hveráramót geri ég áheit um að reyna að gera enn betur á næsta ári, alltaf jafn vongóður um, að það muni takast. Annars hef égbjargfasta trúá þvi, að úr öllu muni rætast vel fyrir okkur islendinga á nýja ár- inu. Mér heyrist allir heilshugar um að leggjastá eitt við að sigla þjóðarskútunni áfram. Ég held meira að segja, að árið 1976 verði árið, þegar engin verkföll verða. Og ég er bjartsýnn á, að okkur takist öll okkar ætlunar- verk, eins og að fylgja eftir 200 milna iandheiginni og fleira. „Að ekki þurfi að leggja skipum" Bjarki Elíasson, yfirlögreglu- þjónn: — Ég vona fyrst og fremst að landhelgisdeilan leysist farsæl- lega. Sem gamall sjómaður vona ég að ekki komi til þess að við verðum að leggja hluta af fiskiskipaflota okkar. Ég vona að ekki komi til þess að við þurfum að skammta byggðarlögunum fiskikvóta. Við þurfum að fara út á nýjar braut- ir i fiskiðnaði og nýta betur þann afla sem nú veiðist. Ég vona að þetta takist, þvi að það versta sem fyrir gæti komið væri að ekki væri hægt að halda Rotanum úti. Þá væri heldur ekki hægt að nýta þann vélakost og þann mannafla sem er i landi. Vonandi tekstað forða þvi að svo fari. „Freistandi að verða Belgíumeistari með Standard" Ásgeir Sigurvinsson: ,,Það er erfitt að svara þess- um spurningum svona i fljótu bragði,” sagði Asgeir Sigur- vinsson — knattspyrnumaður- inn snjalli sem leikur með belg- iska liðinu Standard Liege — og var kosinn iþróttamaður ársins 1974. . „Hvað sjálfan mig snertir, þá væri freistandi að verða Belgiu- meistari með Standard — það er takmarkið sem við stefnum að. Þá er alltaf gaman að leika með landsliðinu, það'á að geta orðið gotl á næsta ári og vonandi tekst jafnvel upp i heimsmeistara- keppninni og i Evrópukeppninni i sumar. Auk þess vona ég að Vestmannaeyingum takist að vinna sæti sitt i 1. deild að nýju. Ég vona lika að það takist að leysa landhelgisdeiluna við breta sem fyrst. Þorskastríðið hefur verið mikið i sviðsljósinu hérna i Belgiu að undanförnu og finnst mér að menn haldi al- mennt með okkar málstað,” sagði Ásgeir að lokum og bað um bestu nýárskveðjur heim. „Ég býst við að íslendingar haldi áfram að eyða meiru en þeir afla" Björn Pálsson á Löngumýri, fyrrverandi alþingismaður: — Bókstaflega enga. Ég geri mér engar vonir um neinn bata. Ég álit það hreina fiflsku að vera að þessum eltingaleik við bretann, að varðskip og herskip skuli vera f eltingaleik og stima hvert á annað. Það á bara að semja þvi þeir eyðileggja meira á þennan hátt en sem fisk- kvótanum nemur. Ég vil einnig bæta þvi við að ég á ekki von á að islendingar vitkist það mikið að þeir hætti að eyða meiru en þeir afla. „Vona að gjaldheimtan hœtti að taka líka frímerkin af launaumslaginu" Birgir Bragason, umsýslu- stjóri: — Ég vona að árið 1976 komist ísland á spjöld sögunnar og verði ætið i minnum haft öðrum smáþjóðum til uppörvunar fyrir baráttuþrek og staðfestu, sem sýni heiminum að vikingablóðið sem rennur i æðum okkar sé ekki orðið það útþynnt vegna drykkju spánskra sangria-vina, að við getum ekki staðið við yfirlýsta 200 milna fiskveiðilög- sögu. Fjandinn hafi það, að þótt við bjóðum krónprins breta að veiða lax i miðju landi, þá er ekki þar með sagt að við höfum boðið breska fiskveiðiflotanum lika. Bretar mega þakka fyrir að við færum ekki landhelgina út i 800 milur og gerum Bretland innlyksa. Eða hvernig væri að fara að bora eftir oliu innan i

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.