Vísir - 30.12.1975, Síða 11

Vísir - 30.12.1975, Síða 11
VISIR Þriðjudagur 30. desember 1975. 11 FA FJÖLSKYLDUNA AFTUR fyrir öðrum að ég væri drykkjusjúklingur, en samt þurfti ég alltaf að auglýsa það fyrir öðrum þegar ég var orðin full. Mér fannst vinið gott á bragðiðog drakk kannski eins mikið vegna þess eins og áhrifanna. Ég drakk oft tvo þrjá daga i röð og þurfti alltaf að eiga vin og timdi þá stundum ekki að gefa öðrum til að vera viss um að eiga eitt- hvað handa sjálfri mér. Ég reyndi þó alltaf að halda heimilinu hreinu, bæði vegna sjálfrar min og eins ef ein- hverjir skyldu koma i heim- sókn. Ef ég var drukkin heima og það kom fólk sem ég vildi ekki láta sjá mig þannig, af þvi að ég skammaðist min, þá hleypti ég þvi ekki inn. Ég fann alltaf til samviskubits við fyrsta glasið, en éghélt áfram samt. Hreinskilnin hreif mig mest. Siðasta fylliriið varð hálfs- mánaðartúr. Ég var hrædd og mér leið illa og mig langaði til að ná aftur sambandi við börnin min og barnabörnin. Ég hafði stundum minnst á A.A. samtökin við manninn minn, en hann hafði enga trú á þeim. I þessu siðasta fyllirii minu ákvað ég að fara og tala við þennan A.A. mann sem ég þekkti. Ég gerði það og fór á næsta A.A. fund með öðrum alkóhólista þótt maðurinn minn vildi ekki koma með. Mér leist strax vel á sam- tökin, fyrst og fremst vegna þess hve allir voru hreinskiln- ir þar. Ég hélt áfram að sækja fundina, en fyrstu mánuðina féll ég oft. Þar kom að maður- inn minn fór lika að sækja fundi, eftir að hann frétti af manni þar sem hann þekkti og hafði álit á! Nei takk, ég drekk ekki i dag. Það hjálpaði mér mikið að stuttu eftir að ég var byrjuð i A.A. bað vinkona min mig fyr- ir tveggja ára gamalt barn sitt i hálfan mánuð meðan hún væri erlendis. Ég sagði henni hvernig ég væri, og að ég gæti fallið fyrir freistingunni ef eitthvað bját- aði á. En hún sagðist treysta þvi að ég drykki ekki ef ég væri með litið barn. Það var ómetanlegt að finna þetta traust. Nú orðið langar okkur hjón- in aldrei i vin, jafnvel þótt við veitum það sjálf. Hins vegar finnst mér það mikils virði ef ég er i boði þar sem vin er veitt og fólk veit að ég er alkóhólisti að mér sé boðið eins og öðrum og að ég geti sagt: „Nei, takk, ekki i dag.” Nú erum við búin að fá hús- varðarstöðu hérna i blokkinni og við erum búin að fá fjöl- skylduna aftur. Það var betra en nokkur happdrættis- vinningur og það þakka ég A.A. Sæki alltaf styrk i fundina. Þaðer fleira en að losna við áfengið sem maður lærir i A.A. Ég sæki alltaf styrk i fundina, fundarsóknin hefur allt að segja. Ef ég slakaði á veit ég ekki hvað kæmi fyrir. Á hverjum degi fer ég yfir reynslusporin 12 og á hverju kvöldi þakka ég fyrir að hafa verið ódrukkin. Ég er ekki hætt að drekka, slikt þyrði ég aldrei að segja. En ósk min er sú að ég hafi alltaf kjark til að vera sú sem ég er i dag.” —EB | Ef þú áttpéld, þá eigum viö allt annað sem þú þarft fyrir gamlárskvöld. Flugeldar - sólir - blys - gos - tívolíbombur - stjörnu- Reykvíkingar, Flugeldasalan er fjáröflunarleið til Ijós og margt fleira - allt traustar vörur. tækjakaupa og reksturs hjálparsveitarinnar. 3 gerðir af fjölskyldupökkum. 10% ódýrari. Hjálpið okkur til þess að við getum hjálpað ykkur 1200 kr. 2000 kr. 3000 kr. sem best. ;g< 1 BpqLA < • 1 Wvjr\ | 1 1 B /v/ »1 r 1 |f 3 10 sölustaðir Skátabúðin Snorrabraut - Volvosalurinn Suðurlands- braut - Alaska Breiðholti - Við Úlfarsfell Hagamel - Seglagerðin Ægir Grandagaröi - Austurstræti 12 í Reykjavík: Hraunbær 102E- Burstafell, Réttarholtsvegi - Bílaborg Borgartúni 29 - Við verslunina Víöi Starmýri.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.