Vísir - 30.12.1975, Page 12

Vísir - 30.12.1975, Page 12
ÉíaÉÍáSí: Þriðjudagur 30. desember 1975. VISIB *"gifwfc‘r’ '* -1 Umsjón: Kjartan L. Pálssor arsins l>t‘ssa mynd liöluin viö valiö ,,íþróttamýnd ársins 1!)75” úr öllum þeim fjölda innlendrá iþróitamyndá, sem birtust í blaðinu á árinu, sem mí ,er að líða. Myndin er af fyrra marki ísiands i landsleiknum við Aust- ur-Þýskaland i knatispyrnu á Laugardalsvellinum í suniar. I>að var Jóhannes; Eðvaldsson, fyrirliði liðsins, seiii gerði mark- ið, en sá sem tók myndina var þávérandi ljósmyndari okkar — Bjarnleifur Bjarnleifsson — sem um dagana hefur tekið margar frábærar myndir fyrir Visi og önnur blöð... 7 Skoska liðið Dundee United á eftir Marteini Geirssyni Jack Johnson benti foráðamönnum félagsins á íslendinginn þegar þeir báðu hann að finna fyrir sig góðan leikmann — Marteinn hefur takmarkaðan áhuga á að fara til félagsins en er samt „volgur" eftir að hafa rœtt við Jóhannes Eðvaldsson Skoska knattspyrnufélagiö Dundee United leitar nú með að- stoð tjölda „njósnara” að nvjum leikmönnum. Sá maður sem fé- lagið hefur einna mestan áhuga á þessa stundina er islendingurinn Marteinn Geirsson, og liafa l'or- ráðamenn félagsins óskað cftir þvi, að hann komi til Dundee ein- hvern næstu daga til skrafs og ráðagerða. Það er hinn danski knatt- spyrnuþjálfari, Jack Johnson, sem i íyrra þjálfaði Akureyringa er þeir léku i 1. deild, sem benti forráðamönnum Dundee United á að reyna að fá Martein Geirsson til að koma til Dundee. Johnson, sem sjálfur lék með Dundee United i mörg ár, er staddur i Skotlandi um þessar mundir með fjölskyldu sinni. Hann sagði i viðtali við Visi i gær, að Dundee United væri i miklum vandræðum vegna meiðsla leik- manna og annað hefði einnig veikt liðið að undanförnu og væri það nú komið i næst-neðsta sætið i aðaldeildinni. „Þeir báðu mig um að benda sér á einhverja góöa leikmenn i Noregi, Danmörku eða á Islandi, þvi að ég þekkti þar til, og stakk ég upp á Marteini Geirssyni, þvi að þeir eru aðallega að leita fyrir sér að sterkum miðju eða varnar- manni, sem einnig geti skorað mörk. Ég sagði þeim að hann væri mjög áþekkur leikmaður og Jd- hannes Eðvaldsson hjá Celtic — og það nægði — þvi að Jóhannes er án efa orðinn einn af bestu og þekktustu knattspyrnumönnum Skotlands um þessar mundir. Þeir hér hjá Dundee United naga sig enn i handarbökin yfir þvi að hafa ekki tryggt sér hann i fyrra þegar ég kom með hann hingað til Dundee, og eru ákveðn- ir i að missa ekki af slikum manni aftur.” „Ég veit ekki hvað ég geri i þessu,” sagði Marteinn er við töl- uðum við hann. „Ég hef heldur takmarkaðan áhuga á að fara til Dundee og get þvi ekkert sagt á þessu stigi málsins. Ég talaði við Jóhannes Eð- valdsson i sima i gærkvöldi og bað hann um að gefa mér upplýs- ingar um liðið og aðstöðuna, þar sem hann þekkti þar örlitið til. Það voru ekki svo slæmar upplýs- ingar sem hann gaf mér — og hann ráðlagöi mér endilega að koma og kynna mér hlutina. Það má vel vera að ég geri það — það kostar ekkert að fara þvi aö þeir greiða ferðirnar og allan kostnað. Ég þarf ekki að svara þvi hvort ég komi eða ekki fyrr en siðar i þessari viku, svo að ég fæ tima til að hugsa mig um og fá einhvern til að leysa mig af i vinnunni á meðan ég skrepp út — ef ég þá læt verða af þvi. —klp t>aö er allt i lagi meö mi Alli! En hvernig hefur •Liz Carpenter þaö Viö vitum þaö ekki enn | Tommy — hún er ekki komin til meövitundar! Þegar lögreglan hefur talaö viö þig þá kemur Marteinn G

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.