Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1931, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1931, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 389 útsýn eða yfirsýn. Svo kvað Jök- ull Bárðarson um Ólaf digra: verpur hjálmgöfgur hilmir heiðsærr á mig reiði — heiðsærr, skarpskygn eða glögg- ur. Arnór jarlaskáld kveður svo að orði um Harald konung að hann hafi verið heið-mærr og er það af heiðríkju dregið. Edda kallar mála þann, sem konungar guldu, heiðfé og mun það vera dregið af heiði eða heiðríkju, í likingu, og tákna skíran þ. e. hreinan málm. Samkvæmt þessu er heiðingi sá maður, sem býr í hæðum, horfir við birtu og er víðsýnn. Einar Benediktsson, segir í kvæði um Egil Skallagrímsson, að þúsundir ísvetra, þ. e. a. s. kuldavetur hafi ofið taugar — þ. e. spunnið taugar — nor- rænna manna og stjörnubjart- ir himnar hafi lyft höfuðburði þeirra — gert þá háleita. Eitt- hvað þessu líkt hefir vakað fyr- i- Páli Vídalín. Hann virðir með höfðinu norræna manndáð, sem heiðnin fóstraði, en metur jafn- framt með hjartanu kristna trú, svo að hann jafnvel íkinn- sokkar sig til að ösla um leir- ur Nóaflóðs. Þegar heiðnin er skilin og útlistuð á þá lund, r'-— Páll gerir Vídalín, dregur saman með kristnum manni og heiðnum, því að báðir eru ctð birtunni elskir. Nú kynni einhver að segja, að ekki geti þó norrænan lagt til efni í jóla guðspjall. Það get- ur verið, að nún sje þess ekki megnug. Og þó, þó bregður fyrir f heiðnum fræðum guð- snjallsgreinum. Svo segir í Eddu Snorra, að góðir menn fari til Gimlé — „ok er þar allt guðleg vörn fyrir". Þessi staður er vel lýstur, því að Gimlé mun vera sama sem eldi vermt skjól — géim == eldur, Ije = hlje. Það er altítt að h fellur burt, þar sem það er í forsæti t. d. hann ló eða Ijóp fyrir hló og hljóp. Þess háttar úrfelling kemur fyrir í fornum skáld- skap og nýlegum. Frásagan um Baldur góða, dauða hans eink- anlega, er svo háleit og heilag- leg, að nærri stappar, að hún sverji sig í ætt guðspjalls. Sá blindi Höður = Hauður eða efniskraftur, materíalismus, sem vegur Baldur, er samskon- ar blindingur, sem sá var, er lífljet Krist. Harmur sá, sem öll sköpuð skepna bar í brjósti að Baldri látnum, er náskyld þeirri eftirsjá og aðdáun, sem heilagir menn, og ágætir af góðum verkum og orðum hafa borið í brjósti andspænis Jesú Kristi. Helgisagnirnar segja, að mikil gleði hafi verið á jörð og himni, þegar jötusveinninn fæddist. Hann kallaði kenningu sína gleðiboðskap, þegar hann hóf að kenna. — Fæðingarhá- tíð þessa sveins, er frá þessu siónarmiði sannnefnd gleðihá- tíð. K hinu leitinu sannar Páll Vídalín, að orðið jól þýði gleði- hátíð af því það sje sama orðið sem öl. Segja má að þarna fallist í faðma mestu fiarlægðir eða andstæður, sem virtust vera — kristin hugsun og heiðin athygli. Norrænan — heiðnin, trúði á máttuga forystumenn, forkólfa,- leiðtoga, sem fríðir voru sýn- um, málsnjallir og göfugir. Kristnin trúði á dýrlinga, árn- aðarmenn og kraftaverka-ger- endur. Þessar stallsystur ættu ekki að vera missáttar í tvíbýl- inu. Þessi hugsun virðist vera undir niðri í hugskoti vitrings- ins í Víðidalstungu, sem lýtur guðskristninni en stendur á rietti norrænunnar. Guðmundur Friðjónsson. Jól í Alpafjöllum. Eftir Luis Trenker. Íbygðum Alpafjallanna er það siður, að fjórtán nóttum fvr- ir jól fá börnin heimsókn frá Himnaríki og Víti. Það er hinn heilagi Nikulás, með gríðamikið hvítt skegg, góðlegur á svip og blíður í tali. Honum til fvlgdar og aðstoðar er höfðinglegur engilll og er Ihann með körfu í hendinni. Sú karfa er full af alls konar góðgæti, svo sem hnetum, fíkjum, »plum, döðlum og súkkulaði. En svo kem- ur sá þriðji, og það er kölski sjálf- ur, kolsvártur, kominn beint frá Víti. Jeg var ekki nema sex ára þegar jeg sá hann fyrst, og jeg varð svo hræddur við þennan hvæsandi og urrandi fjanda, að hárin risu á höfði mjer. Hornin, skottið og hvítmatandi glyrnurnar voru nógu hræðilegt, en verst af ölflu var þó, að hann var með stóra körfu á bakinu. „í hana stingur hann öllum slæm um börnurn", var sagt. Jeg gægðist varlega undan svuntu móður minnar og sá þá glögt að tveir fætur stóðu upp úr körfunni. — Það var enginn efi á því, að kölski stakk vondu börn- unum á höfuðið niður í körfuna. Kölski stökk öskrandi fram og aftur og var svo ægilegur að við börnin háhljóðuðum af hræðslu og heldum okkur dauðahaldi í piHs mömmu. Hinn heilagi Nikulás varð þá alvarlegur og skipaði Kölska hvað eftir annað að hypja sig burtu. En þegar það dugði ekki, greip Niku- lás í hnakkadrembið á honum og fleygði honum út. Þá hættum við að skæla og blógum að því hve illa. hafði farið fyrir Kölska. En ekki vorum við þó örugg og ótta- Váus fyr en Nikulás og engillinn voru farnir líka. Mjer eru enn í fersku minni dagarnir fyrir jólin. Snæhjúpur var yfir fjöllum og dölum og kvöldin voru löng og dularfull. Alls staðar var verið að baka og búa undir jólin. Við börnin biðum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.