Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1931, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1931, Side 12
396 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Seinasta úlfaveiðin Smásaga frá riorður-Svíþjóð. Eftir Lcon v. Campenhauscn. ■ ILDIIR wamla lafrði frá sjer prjónana og stóð á fætnr. Hún grekk hægt yfir góilfið í reykstofnnni og opnaði hljóðlega hurðina að svefnherberginu. Þungu hitalofti sló í móti henni. Ut úr dimmu svefnherberginu heyrðist andardráttur sofandi barnanna. —- Hildur lokaði dyrunum jafn hljóð- lega og hún hafði opnað þær, gekk út að glugga og horfði út í stjarn- glæsta vetrarnóttina. Uppi á lofti heyrðist fótatak. Loftfjalirnar svignuðu, og niður í gegnum rifurnar á milli þeirra, hrundi r}'k. „Nú hefir hann enn einu sinni sofnað í heyinu uppi á lofti, svo að Tngiríður og börnin vakni ekki við það þegar hann fer“, tautaði Hildur gamla við sjálfa sig. „Mjer datt svo sem í hug að hann ætlaði út í nótt.“ Það heyrðist marra í loftstigan- um og niður k<nn Pjetur Ólafsson, nýyrkinn, og húsbóndinn á heim- ilinu. Hann settist að borðinu. Hildur bar fyrir hann trjeskál, með sjóðandi hafragraut, og hann bvrjaði að borða grautinn með trjesleif. „Þú ættir að fara að hátta, mamma. Mjer heppnast þetta i nótt. Sjáðu hve veðrið er jmdislegt. glaðatunglsljós, logn, nýfallin mjöll og frost. Jeg skal elta úlf- inn uppi þangað til jeg get rekið spjót rnitt í síðu hans.“ „Hvað hafa nú úlfarnir gert þjer ?“ mælti gamla konan. — „Leyfðu þeim að vera 5 friði. Ekki komast þeir inn í geitnakofann. Og svo ætlarðu að elta þá uppi! Það kann ekki góðrj lukku að stýra. Þú verður kófsveittur — og í þessu tika litla frosti. Mundu eftir mjer, konunni og börnunum þínum.“ Pjetur hló. „Jeg skal hætta að elta úlfana uppi á skíðum og drepa þá með spjóti — en með einu skilyrði", mælti hann. „Og hvaða skilyrði er nú það?“ „Jeg skal hætta að ofsækja úlfana ef þeir gera mönnum eitt- livað gott“. Gamla konan leit spurnaraugum á hann. Pjetur mælti: „En þeir verða að gera svo gott að um munar, t. d. að færa manni hangikjöt til jólanna, reyktan lax, barnagull og sælgæti!“ „Þig hefir verið að dreyma —- þú ert ekki með sjálfum þjer. Og þó ertu oft svona undarlegur“. Seinustu orðin muldraði Hildur gamla í bringu sjer. TTún brá höndum undir röndótta svuntu sína Og horði lengi og áhyggju- samlega á son sinn. P.jetnr stökk á fætur, og greip veiðispjót sitt. og skíðastaf. Svo hl.jóp hann út, steig á skíði sín og rendi sjer svifhratt að heiman. Færðin var góð. Fjn-ir nokkur- um dögum hafði komið þýða, og svo frost. Var því ofurlítil skel á snjónum. En það var mjúkt undir skíðum, því að nýfölvi var fallið yfir. En þessi færð var slæm fyrir T.appana og hreindýrin þeirra, sem ]>eir verða að gæta úti á víðavangi. Tlreindýr þola skelina illa. Þótt klaufir þeirra sje harðar og brjóti hana rrel, höggur hún og særir fótleggi þeirra. Pjetur fór fvrst í stóran bogn kr.ing um þýfða mýri, þar sem voru uppætur.Það var glaða tungl- skin og gat hann því valið sjer besta veg. Hann skimaði yfir gull- gljáandi fannbreiðuna tíl hægri og vinstri hvort hann sæi ekki úlfa- slóðir. í anda sá hann fyrir sjer alla veiðiförina, hvemig hann mundi rekast á úlfslóð, rekja hana og elta úlfinn miskunnarlaust þangað til hann gæfist upp, stinga úlfinn síðan með spjóti til bana, flá hann og selja skinnið í Karesuando, sem er nyrsta þorp Sviþjóðar. Og fyrir peningana ætlaði hann svo að kaupa — ja, hvað átti hann nú að kaupa? Ullartreyju handa kon- unni, eða herðasjal handa mömmu? Eða eitthvert góðgæti 'handa börn- unum og nýja öxi handa sjálfum sjer? Gamla öxin hans var orðin slitin af sífeldri hvatningu, því að trjen eru seig. Slóð! — Allt í einu! Og hún er eftir úlf. Alveg ný för. Og það er auðsjeð að úlfurinn hefir farið á hægu brokki. Nú skulum við sjá hve lengi skolli endist að hlaupa! Pjetur sló við geislanum og brunaði áfram á fleygiferð eftir slóð úlfsins. Hæ, hvað er nii hjer? Hvað — hvað er þetta? Ný slóð, mannaför, frá vinstri. Slóð eftir bam! Og nú liggur úlfsslóðin samhliða barnsslóðinni. T lfurinn eltir barnið! Pjetur athugar slóðirnar betur. Jú, 'hjer er slóð eftir barn, og þetta er slóð eftir ú!f. Hún er aiiðþekt. á því, að í hverju spori mótar fyrir tveimur miðklónum, sem lengstar eru. Geigvænlegur grunur fer um sál Pjeturs. Hann rjettir úr sjer, gríp- ur fastar um geis'la og spjót og bmnar á stað. Eins og hvirfilbylur fer hann yfir fannþökin. Mjöllin rýkur um hann. Hörð kom úr skelinni þjóta um vanga hans og standa aftur af honum, sem reykur, eimyrjubland- inn, því að tunglið gyllir hvem ískrystall. Afram, áfram! Hann fer sem fugl fljúgi. Barn er í lífsháska. Það hvín í skíðunum er þau þjóta yfir snjóinn í sllóðunum tveimur, eftir barnið og úlfinn. En alt í einu nemur hann skyndi lega staðar. Slóð úlfsins liggur þvert út af slóð barnsins, sem liggur lengra inn í skóginn. Það hefir sjálfsagt komið ótti að úlfinum. Hann hefir orðið var við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.