Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1933, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1933, Side 5
LÍÍSBÓK MORGUNBLAÓSÍNS 373 else över Færöerne1 ‘ áriíS 1800, svo um <;rindaveiÖina: — Grindaveiði er ekki nema ineð höppum og glöppum og ekki líkt því jafn tíð nú og áður. — Grindahvalirnir eru altaf í hópum eða vöðum og misjafnlega margir í hverri- Til eru 100 hvala vöður og 1000 hvala vöður. Þegar nú þess er gætt að af hverjum hval fæst til jafnaðar ein tunna lýsis og að lýsið kostar 9 ríkisdali, þá eru grindahlaupin þetta frá 900— 9000 ríkisdala virði, auk þeirra miklu nytja sem eyjaskeggjar liafa af kjötinu og því af spikinu, sem ekki er brætt, en er ágætur matur. Það er því ekki að furða þótt Færeyinguxn þyki vænt urn grindina. Sje nokkrir menn saman komnir og fátt sje um að tala, sem sjaldan skeður, þá þarf ekki annað en nefna grindina og allir verða brosandi og málreifir. Og þegar grindaboð kemur, þ- e- lirað- boð um að nú hafi sjest grind eða einhverjir sje að reka grind, kemst alt í uppnám og allir verða upp til handa og fóta, alt frá börnum til gamalinenna- — — — Grindin, sem veiðist er þannig hagnýtt: Ný þykir hún afbragð til átu og jafnvél útlendingar telja suma bitana herramannsmat. Kjötið, sem er undir spikinu, er bæði að útliti og á bragð mjög svipað náutakjöti. Það, sem ekki er etið nýtt, er skorið í lengjur og liengt upp í vind.- Spikið er að mestu leyti brætt, en þó er nokk- uð af.því saltað niður í tunnur og stampa. Spikið af hryggnum er látið liggja í pæklinum, en síðu- spikið er tekið upp úr honum eftir viku eða hálfan inánuð og hengt upp í vind. Getur það síðan geymst í mörg ár og er ]iað etið eins og flesk.-------— Árið 1882 var haldin stór al- þjóðafiskisýning í Edinborg og tóku flestar fiskveiða-Jijóðir þátt í henni. Þar mátti Hta allskonar veiðarfæri frá Færeyjum og II. C- Miiller sýslumaður hafði ritað mjög fróðlega lýsingn á grinda- veiðum í Færeyjum á árunum 1584—1877. Fvlgdu henni margar myndir, þar á meðal sú mynd sem hjer er frá Þórsliöfn- Hana hafði Miiller sjálfur tekið. Hið elsta sem finst um grinda- veiði í rjettarbókum er frá árinu 1584 og er svo: — A Jónsmessu í sumar gerði feikna kulda og stórhríð. Þá urðu fyrir guðs fors-jón og furðuiega tilviljun fundnir reknir 4 siná- hvalir, sem menn kalla nýing, á lutla Dimon- — — Grindaveiðin í Færeyjum hefir verið ákaflega misjöfn frá ári til árs. Á árunum 1584—1877 voru arepnir alls 113.574 grindahvalir, (hjer eru þó ekki talin með árin 1662—1708, því að engar veiðitöl- ur eru til frá þeim árum. En ákaf- lega hefir veiðin verið misjöfn). 1709—1744 komu eitt eðn fleiri grindahlaup á hverju ári (að tveimur áruin undanteknum). 1745—1795 var veiðin lítil, og um 21 ár í röð (1755—1775) veiddist engin grind- 1796—1859, eða í sam- fleytt 64 ár komu grindahlaup á hverju ári, en 18591—1877 var veið- in mjög stopul og stundum kom engin grind. H. C. Miiller hyggur að ástæðan til þess að engin grind skyldi koma á árunum 1755—1775 sje sú, að vegna hafíss hafi verið of kalt í sjónum norðan við Fær- eyjar fyrir átuna, sem grindin 1 if- ir á- — Ekki er gott að segja hvar grind in liefst við, þegar hún er ekki hjer í norðurhöfum, en að öllum líkindum er hún þá sunnarlega í Atlantshafi eða í Miðjarðarhafi. II C. Miiller segir t. d- frá því, að færeyskur sjómaður hafi sjeð grind í Ermarsundi 1859. Ógurlega stór grindavaða, sem elt var að ljetta- hóp, sást langt suður í Atlantshafi af skipi, sem var á leið frá Vest- indíum til Evrópu. Grind hefir einnig sjest hjá Newfoundland og í Miðjarðarhafi. II. Grindaveiði seinustu 50 árin. Seinustu 50 árin liefir grinda- hlaup komið svo að segja á hverju ári. Einstaka ár kann hún liaf'a brugðist, en þau eru ekki niörg. H.jer skal aðeins skýrt frá nokkr um atburðum. Árið 1878 fanst grindavaða h.já Nólsoy. Reynt var að reka hana , norður í sund“, en í stað þes.; slapp lnin inn á Skólafjörð og þar tókst ekki að, drepa hana. Þegar grindin hafði verið þar inni í firð- inum í 3 sólarhringa, var gefið leyfi til þess að skutla hvalina og voru þar drepnir um 20 livalir með skutlum og skotum. Þá var afráðið að fá grindanót frá Vest- mannahöfn og menn höfðn fengið leyfi til þess að leggja hana, en áður en það komst í framkvæmd, slapp grindin út úr firðinmn; hún hafði þá verið þar inni í 12 sólar- hringa. Árið eftir kom grindahlaup til Vestmanna, en ekki gekk vel að drepa hana. Þar vildi til'það slys, að ungur maður frá Straumnesi fell útbyrðis og druknaði. Hann var ásamt 5 mönnum öðrum á grindabáti og höfðu þeir sett tvær ífærur í einn hvalinn; voru ífær-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.