Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1941, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1941, Blaðsíða 2
18 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS og maklega minst í blöðunum. En saga hennar verður naum- ast of oft sögð. En frú Asthildi hæfir betur erfikvæði heldur en eftirmæli í lausu máli. Ef séra Matthías hefði lifað þessa frændkonu sína og vinkonu, væru bók- mentir vorar að líkindum einu fögru kvæði auðugri. Samt hefði jeg kosið Bjarna Thor- arensen til að yrkja eftir hana. Hinu mikla skáldi hefði látið að lýsa þeirri andhverfu í lifi hennar, að hún bjó yfir víð- tæku góðvildarþeli, en sætti hinsvegar grimdarfullu hlut- skifti af hálfu hinna miklu norna. Þetta skilningsskarpa skáld hefði getað sýnt það á eftirminnilega vísu, hversu þessari kvenhetju tókst að brjóta af sjer boða böls og harma, einmitt af því, að hún ljet „kulda dauðans“ aldrei svifta sig samúð sinni, hugar- varma nj« lífsgleði, af því að hún var þroskakona og samúð- arkona í senn. ★ Frú Ásthildur átti sama af mælisdag sem Jónas Hallgríms- son og var nákvæmlega hálfri öld yngri, fædd 16. nóv. 1857. Hún var vestfirsk að ætt og uppruna. VToru foreldrar henn- ar þau sr. Guðmundur Einars- son, prófastur og alþingismað- ur á Kvennabrekku og síðar á Breiðabólstað á Skógarströnd (d. 1882), og kona hans, Katr- ín Ólafsdóttir (próf. Sívertsens í Flatey d. 1860). Vroru miklir mannkostamenn i föðurætt hennar. Hún kvað það hafa verið sagt um föður-föður sinn, Einar ólafsson, bónda í Skál- eyjum (d. 1843), sem var móð- urfaðir séra Matthíasar, að frá honum gæti ekki komið nema góðir menn. Sr. Matthías kall- ar hann „góðmenni mikið og valmenni“. Birtir hann (í Sögu köflum sínum) vísu eftir hann, er bendir á, að hann hafi ver- ið mikill trúmaður. Virðist trú- arhneigð rík í þeim ættum, þar sem kyn þeirra séra Matthiasar og Ásthildar kom saman. Mjög er rómuð ástúð og alúð dætra Einars bónda og föðursystra frú Ásthildar. Segir séra Matt- hias um eina þeirra, Guðrúnu í Miðbæ í Flatey, að hún hafi verið einstök ,,að hjálpfýsi, því fremur sem hún eins og vissi það ekki og hafði fremur lítil efni. Var varla nokkur þurf- andi eða bágstaddur náungi í eynni eða þar, sem hún gat náð til, að hún reyndi ekki að hjálpa“. Hefir Matthias það eftir séra Jóni Thorarensen (syni Bjarna Thorarensen, amtmanns og skálds), er nokk- ur ár var prestui í Flatey, en var þar, að sögn þjóðskáldsins, heldur illa haldinn og einstæð- ingur, að Guðrún í Miðbæ hafi þá verið „sinn eini líknareng ill“, og átti klerkur þó gilda frændur í eynni. Kveður skáld- ið þessa móðursystur sína hafa komist jafnlangt móður sinni eða „eitthvað lengra í mann- kærleika eða í því, að fórna sjer fyrir aðra“. En um móður sína kveður hann: ,.í örbirgð mestu þú auðugst varst og allskyns skapraun og þrautir barst, seni vaerir dýrasta drottningin“. Þó að æfikjör frú Ásthildar og þessarar föðursystur hennar væri all-ólík að utanverðu, á þessi skaplýsing þó heima um hana. Séra Matthías sagði og eitt sinn við mig, að hún væri allra kvenna líkust móður sinni. Langt fram eftir æfi brosir lífið við frú Ásthildi. Hún elst upp á merkis- og menningar- heimili. Foreldrar hennar virð- ast hafa veitt henni svipað fóstur og Njáll veitti Höskuldi Hvítanessgoða, að því leyti, að þau ljetu henni „ekki í mein“, c: Ijetu fátt á móti henni. Er og svo að sjá, að hún hafi líkst Höskuldi Hvítanessgoða í því, að hún var vinsæl og góðorð. Systir hennar, gáfukonan frú Theódóra Thoroddsen, ritar mjer: „Jeg hygg, að á þeim árum hafi sára fáir átt slíkri æsku að fagna. Var alt, sem að því studdi, góð efnaleg aðstaða og svo ekki síst hitt, að hún var foreldra okkar eina barn og augasteinn, er þau höfðu sjeð á bak 11 börnum, og ekki að undra, þó að farið væri með hana eins og brotið egg og hlíft við striti, sem við hin, er seinna meir komum til sögu, vorum látin inna af höndum. Svo kom með árunum hitt til sögunnar, að hún var gædd þessu hlýja viðmóti, sem vann henni vini og aðdáun. Er ekki of sagt, að ekki einasta heim- ilið, heldur öll sveitin dáði hana og vildi hana á gullstól bera. Hún verðskuldaði þetta alt. Hún hafði aðstöðu til að vera öðrum að liði og notaði sjer það.“ Hefir frú Ásthildi ekki orðið meint við eftirlætið í uppvextinum. En slíkt hefir illa leikið margs manns skap höfn og gengi. En uppeldilegt loftslag á heimili hennar hefir verið holt. Það var stundum ekki slakt uppeldi, sem æsk- unni hlotnaðist á heimilum merkra klerka. Sumum mætum prestum ljet furðu vel sú hin merka list — sem vjer allir þyrftum að kunna, en kunnum harla misjafnlega, — að þjóna bæði sjer og öðrum, þjóna bæði guði og Mammoni. Sóknar- börnin leituðu liðsinnis þeirra í margvíslegum vanda og þágu af þeim bæði bjargráð og hjálp. Börn þeirra ólust því upp við, að feður þeirra og mæður hugðu að fleira en sjálfs sín hag. Þau önduðu að sjer lofti tiltölulega víðrar um- hyggjusemi, auk þess sem þau á annan hátt nutu mikilvægra mannúðar- og menningarskil- yrða. Séra Guðm. Einarsson var merkur maður og hafði mikinn áhuga á framförum landsins og reit nytsamlegar bækur um þau efni. Hann hef- ir áreiðanlega haft mikinn á- huga á velferð sóknarbarna sinna, bæði í himneskum og jarðneskum efnum. Séra Matt- híasi líkaði ekki allskostar vist- in hjá þessum móðurbróður sínum og fer ekki dult með það. Samt kveður hann frænda sinn hafa verið grandvaran og einn hinn mesta fjelagsmann landsins á sinni tíð. Börn aéra Guðmundar, sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.