Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1941, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
traustleik og glaðlyndi fremur
en einstakar athafnir og geð-
sveiflur.
Þó að frú Ásthildur iðkaði
aldrei heimsspeki nje siðfræði,
var sem alt líf hennar væri
sniðið eftir þessu boðorði eða
lögmáli.
En af því leiðir, að örðugt
er að lýsa henni svo vel, að
ókunnugir öðlist rjettan skiln-
ing á því, hvílík kona hún var.
Það er í fyrsta sinn á þrjátíu
ára viðkynningu, sem frú Ást-
hildur bakar mjer örðugleika,
þá er jeg fer að rita um hana.
En jeg skil það betur eftir
þetta smávægilega ritstarf en
áður, hvers vegna veslings
söguskáldunum er tamara að
lýsa vondum mönnum en góð-
um. Pennanum er dælla að eiga
við hið illa heldur en hið góða
í skaphöfn og fari. En ekki er
það mín skuld, heldur frú Ást-
hildar, að skug^ana skortir i
þessa skaplýsing mína. Hitt er
mín sök, að hún er, ef til vill,
fjölorð um of. Okkur kennur-
unum hættir við að orðlengja,
endurtaka, og höfum þar gilda
afsökun. Mjer fanst þegar við
fyrstu kynni mjög til um frú
Ásthildi. Og virðing mín á
henni óx við vaxandi kvnning,
enda óx hún sjálf á vaxandi
mótlæti og raunum. Það eykur
ekki síst virðing mína á henni,
er jeg ber sálarhreinleik henn-
ar og skilningsglöggvan góð-
vilja saman við alt það gróm
og grugg, er vjer íslendingar
eigum flestir að venjast, bæði í
sjálfum oss og sveitungum vor-
um, í viðureign og viðskiftum
hver við annan, í landsmálum
og mörgu bókmenta-íóstrinu.
Mjer virðist lífsdæmi hennar
og viðhorf, ræktað í íslenskri
og kristinni menningu, næsta
merkilegt, og nytsamt til skiln-
ings. Hún svaraði þannig bana-
tilræði illra norna við lífsgleði
sína og lífslán, að svar henn-
ar verður um allar aldir eftir-
biæytnisvert, svar hennar er
og verður ávalt heilbrigð-
asta svarið og viturlegasta
svarið, sem slíkum árásum
verður veitt. Því hefi jeg af
ráðnum hug verið langorður
og endurtekið sem í kenslu-
stund.
Frú Ásthildur Thorsteinsson
ljest rúmlega áttræð á útmán-
uðum 1938. Sálartjald hennar
— eins og Bólu-Hjálmar kall-
ar likama sinn — var þá tekið
að láta nokkuð á sjá, hárið
tekið mjög að hvítna, bakið að
bogna, hörundið að slitna. En
ekki fekk jeg sjeð. að henni
förlaðist nokkuð á andlega
vísu. Hún nam enn og mundi
vísur, sem henni þótt gaman
að, jafnhratt og i æsku væri.
Enn.var henni lagið handtakið
hlýja, blíðl.vndið skein enn í
svip og augum, lifandi hugar-
ró, stæld og styrkt í jeljum
og hreggviðrum, ljómaði enn
sem fagur kvöldroði eða frið-
arblítt sólarlag í kvenlegu
brosinu.
„Og þó húa kvala kendi
af kvillum í elli, ’
brúna jafn-heiðskír himinn
hugarró sýndi“,
kvað Bjarni Thorarensen um
aðra íslenska prestsdóttur, og
var sama raunin á um frú Ást-
hildi. Lengi fram eftir var oft
gestkvæmt hjá henni. Jeg
sagði eitt sinn í gamni við
hana, að það væri ös hjá henni,
sem hjá fjölsóttum lækni. —
Komu til hennar hinir ólíkustu
menn, ungir og gamlir, skyld-
ir og óskyldir, alþýðumenn og
mentamenn. Enn tók hún með
samúð og skilningi þátt í kjör-
um þeirra, margvíslegum á-
hyggjum og hugai'sviða. Hún
hafði óvenju næman skilning á
því, hve margt getur amað að
mönnum, þótt þeir búi við góð-
an efnahag og álitleg kjör að
utanverðu. Hún skildi flestum
betur, að sumir eru einstæð-
ingar, þótt þeir eigi fjölskyldu
og hafist við í fjölmenni. Það
var eins og henni fyndist, að
vjer niðri í hjartadjúpinu vær-
um öll systkin, að í oss öllum
byggi undir niðri sama lífið.
Rann ekki sálarskilningur henn-
ar og hluttekning í annara kjör
um af slíkri samleiks- og
skyldleikskend? Það var ein-
kennilegt, hversu saman fóru
23
í henni glöggleikur á mannlegt
mótlæti og lífsgleði og bjart-
sýni. Sömu einkennin birtast í
skáldskap séra Matthíasar. —■
Þetta menningarvænlega lífs-
viðhorf virðist vera ættarfylgja.
Það er trú mín, að frú Ásthild-
ur hefði orðið góð kona næst-
um því við hvaða kjör sem hún
hefði alist upp.En slíkt er vita-
skuld ekki nema trú. Það sýn-
ist gilda einu, hver aðstaða
sumum veitist. Eigingirni þeirra
virðist ólæknandi. Þeir hugsa
aldrei um annað en sjálfa sig
og eigin-hægindi, brjóta öll
drengskaparboð, ef brotið að-
eins hrindir þeim ekki í fang
hegningarlaganna. — Sumum
þeirra hlotnast þó furðu-mikill
mannsómi. Aðrir eru eintóm
góðvild og samúð, sí-hjálpandi,
hversu kalt og biturt, sem á
móti blæs. En sú fylking er,
því miður, of fámenn á vorri
jörð.
Ef trúar- og blómadraumur
l'rú Ásthildar rætist, verður oft
sálkvæmt á blómsturvöllum
hennar í rikinu fyrir austan
tungl og sunnan sól. Það verð-
ur áreiðanlega ein hin fyrsta
ferð sumra, að leita á hennar
fund, þá er þeir koma á þau
ódáinslönd.
Lesendur hafa, ef ti! vill,
tekið eftir því, að jeg hefi oft
vitnað í kvæðabrot í þessum
eftirmælum. — Jeg hygg, að
þetta stafi meðfram af því, að
hún sjálf var eitt hinna hug-
Ijúfu ljóða, sem hinn mjög-
frjóvi og mikilvirki meginhöf-
undur yrkir, er vel liggur á
honum, á milli þess er hann
kveður hinar ógnum tryltu
hrynhendur sínar og blóði
sollnu Darraðarljóð.
«
Sigurður Guðmundsson.
Faðiriun: Jæja, Nonni minn.
áttu marga vini í skólanum?
Nönni: Nei. enga.
Faðiriun: Hvernig stendur á
því?
Nouni: Mjer er illa við þá, sem
lumbra á mjer, og þeim, sem jeg
lumbra á, er illa við mig.