Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1941, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1941, Blaðsíða 14
30 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Fílamál og tígrisdýraveiðar Eftir W. Robert Foran Fíllinn er þarft húsdýr og hef- Ir mikla þýðingu í daglegu lífi flestra Austurlandabúa. Hanu er notaður til reiðar, dráttar og áburðar; í veiðiferðir í frumskóg- unum; við skógarkógg og land búnaðarvinnu; við hátíðahöld og skrúðgöngur trúarlegs eðlis, og í hernaðarlegum tilgangi. Fíllinn er einnig hafður til aðstoðar við veiðar og tamningu villidýra. Fíllinn er erfiður á fóðrum sem dráttardýr. Meðalfóður Asíu-fíls- ins er 900—1000 pund á dag; og í viðbót fá þeir að vera á beit þegar ekki er verið að nota þá. Asíu-fíllinn jetur 860 pund af syk urrevr og 60 pund af ,,ehapati“- mjöli (sjerstök fóðurkök.utegund á dag. Afríku-fíllinn, sem er stærri en bróðir hans í Asíu, hefir betri matarlyst. Næst gáfuðustu apategundum er fíllinn skynsamasta dýr jarð- arinnar. Á vissum sviðnm erti fílar jafnvel skynsamari en gáf- uðustu aparnir, sem taldir eru ganga næst manninum að viti. Heili filsins er hinsvegar furð- anlega lítill í hlutfalli við stærð hans, og er ekki nema 2% sinnnm stærri en meðal mannsheili. Annað sjerkenni fílsins er, að hann er stálminnugur. Ilann tek- ur greinilega eftir órjettlæti eði illra meðferð, sem honum er sýnd. Fíllinn er þolinmóður og getur beðið í mörg ár eftir tækifæri til að hefna fyrir sig. En ef vel er með fílinn farið er hann eitthvert þægasta og meinlausasta dýr, sem til er. ★ Indversku fílahirðarnir hafa sjerstaka leikni við gæslu fílanna, sem hefir gengið í arf mann fram af manni í aldaraðir, og það er mjög mikið vafamál hvort aðferð þeirra hefir breyst að nokkru verulegu leyti gegn um aldirnar Þeir tala sjerstakt fílamál við þessi risastóru húsdýr sín. Mál þetta er ævagamalt og það kann enginn nema indversku fílahirð- arnir. Þeir varðveita leyndarmái sitt með mikilli umhyggju. Taminn fíll hlýðir orðunum bu’ ut, bu’ ut, þegar þait eru boriu fram á rjettan hátt, og gerir það sem húsbóndi hans vill láta hann gera og það fer alveg eftir fram- burðinum hvort fíllinn skilur og hlýðir. Indverjiun syngur við fílinn sína einkennilegu söngva og allir hafa þeir tilætluð áhrif á fílinn. ★ Fyrsta tígrisdýrið sem jeg skaut, með aðstoð shikar-fíls, var við Narbadaána, skamt frá Jubbul- pore, í norðurhluta miðhjeraðanna í Indlandi. Á þessum merkisdegi var komið með fílana í tjald búðir okkar, þeim skipað að leggj ast á hnjen, stigar reistir við síð- ur þeirra og við klifruðum upp á bak risanna. Þegar allir höfðu komið sjer vel fyrir í ssátum sín- um, með rifflana tilbúna, var gef in skipun um að leggja af stað. Við hjeldum af stað í einfaldri röð í áttina að Narbadaánni. í þessu hjeraði voru venjulega stór tígrisdýr og við vonuðum að svo væri einnig nú. Fílar okkar voru vel tamdir. Þeir áttu að standa grafkyrrir þó tígrisdýrið rjeðist að þeim og ekki að hreyfa sig þeg- ar veiðimennirnir hleyptu af byss- um sínum. Jeg held þó, að enginn fíll sje með öllu óhræddur við þenna stóra, gula kött, sem nefnd- ur er tígrisdýr. I viðbót við fíla þá, sem við rið- um, voru nokkrir fílar, sem gengu lausir og fylgdi þeim fjöldi fót- gangandi Indverja. Þessum fílum og mönnum var ætlað að reka tígrisdýrið í áttina til okkar og í skotfæri. Jeg get ekki sagt að jeg öfundaði þá af starfanum og kunni mikið betur við mig þar sem jeg var. Það hefir ávalt verið hulin gáte hvernig þessi risadýr, sem virðasr vera svo stirð í öllum hreyfing- um, geta iæðst hljóðlega eins og kettir og án þess að til þeirra hej'rist. Manni virðist fíllýin dratt ast letilega áfram, en það er eng- inn leikur fyrir fótgangandi menn að fylgja fíl eftir, jafnvel þó maður sje ríðandi á hesti. Fílinn getur farið með ótrúlega miklúm hraða, af svo stóru dýri til að vera. Þegar við uálguðumst skotstað- inn beindi forystufíllinn athygii okkar að hóp gamma, sem sátu í næstu trjám. Þetta var greinilegi merki. Það gaf til kynna að tígr- isdýrið væri nálægt. Sumir veiði- fílanna reistu eyrun og sveifluðu bloðkunum fram og til baka. Þeir stigu varlega til jarðar. Það var auðsjeð að þeir höfðu fundið lykl af tígrisdýri. Fíllinn sjer ákaflega illa, en hann er þess lyktnæmari og heyrnin er ágæt. Rekstrarmennirnir og fílarnir breyttu nú um stefnu, um hálfa mílu vegar til að komast, að baki tígrisdýrsins, en við tókum okkur stöðu í rjóðri í útjaðri frumskóg- arins. Þarna áttum við að bíða þar til búið var að reka tígrisdýrið i skotfæri við riffla okkar. Þar sem fíllinn fer með að minsta kosti 10 km. hraða á klukkustund, var þess ekki langt að bíða, að við heyrðum bumbur barðar, blásið í horn og alskonar ólæti frá rekstr armönnunum. Bumbuslátturiun kom stöðugt nær og við heyrðum einnig hið einkennilega hljóð fílanna, sem þeir reka upp til merkis um að hættulegt dýr sje nálægt. Veiðistjóri okkar benti með hendinni og sagði stuttaralega: „Tígrisdýr, sahib! Tígrisdýr!“ Og alt í einu sá jeg þann gula. Það var stærðar fress. Skolturinn nam hjer um bil við jörðu er það skreið í ótal hlykkjum á hvítri vömbinni. Það staðnæmdist augna- blik, einsi og í vafa um hvort það œtti að fara. Jeg miðaði þegar hyssu minni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.