Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1941, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1941, Blaðsíða 4
20 LESBÓK MORGUXBLAÐSTNS uðum síðar. Misti hún þrjá ást- vini, alla í blóma aldurs, á 8— 10 mánuðum. Og nú skella á henni höggin jafnt og þétt, svo að lítið hlje verður á. Næsta ár missir hún Gunnar son sinn. Næsta ár tapar maður hennar, þá kominn hátt á sjötugs aldur, aleigu sinni og auði. Hann mátti láta af hendi vandað hús og veglegt við Laufásveg, er hann hafði ný-reist og hugðist að vera þar 1 ellinni. Fluttust þau hjónin skömmu síðar til Hafnarfjarðar. Árið 1924 ljest ást hennar og eftirlæti, Guð- mundur Thorsteinsson (Mugg- ur), ágætur listamaður, frjór og fjölhæfur. Var samband þeirra mæðgina hið fegursta. Danski listamaðurinn, Poul Uttenreitt- er, segir, að hvar sem Muggur hafi farið, hafi hann haft með sjer þrjár myndir af móður sinni. „Hann hafði ekki fyr tek- ið sjer gistingu en hann setti myndir þessar yfir hvílu sína. Þá er hann lá banaleguna, hengu myndirnar yfir rúmi hans. Meðan hann hafði mátt og sjón, tók hann þær iðulega niður og virti fyrir sjer“. Hefi ég aldrei sjeð son jafn-viðvika- lipran og hann við frú Ásthildi. Bar hann stundum á borð fyrir gesti móður sinnar og fór það næsta fimlega. Ljetu honum jafn-vel kvenmanns- og karl- mannsverk, enda Ijek alt í höndum honum. Merkilegt er, hve ram-íslenskur hann var í list sinni, þar sem mentun hans var að mestu leyti útlend. Hann var gjafmildur, svo að jafna má honum við Brand hinn örva úr Vatnsfirði, er gullrekna gaf öxi úr hendi sjer og skikkju og kyrtil utan af sjer, er Harald- ur konungur reyndi örlæti hans. Guðmundur Thorsteins- son gaf — ef svo bar undir — alt, er hann gat við sig losað, hversu illa sem hann mátti missa það. Árið 1927 Ijest annar tengda- sonur frú Ásthildar frá ungri konu og fjölda barna, Gunn- ar Egilson, erindreki íslands á Spáni. Tveimur árum síðar verður hún sjálf ekkja. Pjetur Thorsteinsson andaðist 1929. Eru nú orðin mikil umskipti á ævikjörum hennar — að utan- verðu. Hún hafði áður haft — eftir því sem íslenskar konur áttu þá að venjast — fullar hendur fjár. Nú er hún orðin ekkja, komin á áttræðisaldur, líkamsheilsa tekin að bila, í efnalegri merkingu hjálpar- þurfa, upp á aðra komin. Og síðustu æviár hennar blæs jafn- an — og sumt harla sárt — á móti, sem kunnugir vita, en verður eigi rakið hjer. Gömlu prestarnir — sem voru sem fleiri, stundum fróðastir um það, sem enginn veit — hefðu líklega sagt, að það sannaðist á frú Ásthildi, að guð agar þann, sem hann elskar. Ef til vill minnir einhver mentaprest- ur á þau orð stórskáldsins þýska, að guðirnir gefi hug- ljúfum sínum hvorttveggja. ómælilega mikla gleði og ó- mælilega mikla harma. Sá hinn sami bætir því, ef til vill við, að Stephan G. Stephans- son taki undir þennan annar- lega og austræna vísdóm, er hann kveður sorgina eina hafa gefið Helga Hundingsbana ,,til sigurs“, og því hafi Helga- kviða verið kveðin. En því mið- ur getur margan harm, sem engann sigur virðist veita, hvorki frjóvga nje skilning auka. Á hinn bóginn getur samt sumar mikilvægar reynd- ir, sem enginn fær numið nje skilið nema á hinum svarta skólabekk saknaðar og harma. „Hörð eru kjör þín, jörð“, kvað trúarskáldið Matthías. En nú fekk frú Ásthildur færi á að yrkja hina óstuðluðu Helgakviðu sína. Nú gerðist þessi hljóðláta og hógláta kona drotning í nýju ríki og miklu ríki, eins og hún var áð- ur drotning á Vesturlandi. ör- lögin eru tvennskonar: utan- verð og innanverð. Vjer fáum í ýmsum efnum eigi ráðið, hvað drífur á daga vora að utan. — Hitt er undir oss sjálfum kom- ið, hver áhrif orkanir að utan hafa á oss að innan (þó að mörgum veiti erfitt að hafa þá stjórn á sjálfum sjer, að þeir ráði við slíkt). Það fer eftir þroska vorum, hversu vjer þol- uia þann þjáninga-kaleik, er flestir, bæði spekingar og fá- ráðlingar, verða að bergja á, hversu hann orkar á skap vort, hversu hann leikur oss i hug- arinni voru. Sumir blíðkast, sumir kólna við böl og and- streymi. Frú Ásthildur bar, sem skáldið kvað um föður- systur hennar, harma sína sem drotning, drotning innanverðra örlaga sinna, drotning sálarlíð- anar sinnar. Hún tók jafnan eft- ir hvern harm og hvert högg gleði sína aftur. Og við hvern harm óx henni næmleikur á sál ir og skilningur á sálum og sál- rænum verðmætum. Á ekki prje dikarinn við það, er hann kveður „hjarta spekingsins vera í sorgarhúsi“? Þessi kven- lega kona brást með göfugri karlmensku við hörmum og raunum. „Brotnuðu boðar mótlætis að baki þjer sjálfir, en seggir sáu þig standa hinn sama og áður“, mátti með einni orðbreytingu segja við hana sem við Svein Pálsson.Hún stýrði lífsbáti sín- um með sömu fimi og sama tápi um stór-sjóva böls og harma, sem forfeður hennar hafa, að líkindum, stýrt fleyj- um sínum um straumana á Breiðafirði. Nú sjest, hvílík kona hún er. Nú verður hún mikill sigurvegari. Það var sem ekkert gæti til langframa unn- ið bug á sálarró hennar nje lífsgleði. Það var sem hún væri undarlega lítið upp á hið ytra komin. Einar Kvaran kvað Matthías hafa verið manna glaðastan. Frú Ásthildi var líkt farið. Það var eins og í hugskoti hennar væri upp- gönguauga, þar sem tær lífs- gleði rynni sífelt upp og liði áfram, sem blátt og brosandi bergvatn með lygnum straumi og blíðum niði. Gleði hennar var hóglát og róleg, var heild- arkend. Lífsgleði hennar sýnd- ist nærast á því einu, að lifa, á að vera til, fremur en hún

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.