Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1941, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1941, Blaðsíða 10
26 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Um auglýsingaskrum og „ilmandi skáldskap“ Sigurjón Jónsson, lækni Eftir FORSPJALL. Jeg hef lítt fengist við það um dag- aua að rita um skáidskap, og tel því ( kki úr vegi að gera grein fyrir, hverju það sætir, að grein sú varð til, er fer hjer á eftir. Það er að þakka — eða kenna — hinu gegiidarlausa skrumi Kristius E. Andrjessonar í umsögn þeirri, er hann ritaði um „Fegurð him- insins í síðasta hefti Tímarits „Máls og menningar . í>að er að vísu ekkert nýnauni að lesa eða heyra væmið lof- gjörðarvell um skáldskap H. K. I>ax- ness, en þama gat að líta met í því, scm enginn hefir áður náð, nema ef vera skvldi Sigurður Einarsson 5 um- sögn um Ljós heimsins í Alþýðublað- inu 1937. Sigurður hafði þá fvrir nokknim ánim sagt skilið við „fornar dygðir" og var ekki enn farinn að daðra við þær á ný. Var því ekki til- tökumál, þótt hann krítaði heldur en ekki liðugt, og Ijet jeg kyrt liggja. Ei það og á einskis manns færi að eltast við þótt ekki væri nema örlítið brot af ollu því, sem gert er að heita má dag- lega, til þess, að heimska fólk og villa því sýn. En öllu raá ofbjóða, og svo fór mjer nú, er jeg sá umsögn K. E. A., þá er áður getur. Tók jeg mjer því fyrir hendur að lesa Ólafs sögu Kárasonar Ljósvíkings á ný og vandlegar en áð- ur, til þess að fá fulll gögn um tanýti lofsins, sem loftungur Kiljans hlaða á hann í tíma og ótíma, — e.ða. þá, ef svo vildi verkast, um það, að niat mitt á skáldskap hans væri fjarri rjettu lagi, því að ekki er þvi að leyna, að það hef- ii alla tíð verið heldur lágt, þó að ekki hafi mjer fundist allar sögur hans jafn-ljelegar. Upp úr þessu varð svo greinin til smátt og smátt, sú er hjer fer á eftir, og lauk jeg við hana fyrir iniðjan október. Yarð mjer þetta starf til þeirrar hugarhægðar, að mjer rann að inestu reiðin við Kr. E. A. og gerði lielst ráð fyrir að birta greinina ekki iiðnim en fáeinum kunningjum mínum, er jeg sýndi hana og líklega hefði .jeg ekki gert það, þrátt fvrir hvatningu þessara kunningja minna, ef það hefði ekki komið á daginn, að jeg fór að heyra það úr fleiri áttum en einni, að jnjer mundi eignuð grein eftir X um Fegurð himinsins, er birtist nýlega í Morgunblaðinu Þó að ýmislegt sje þar, sem jeg er samdóma, þá er þar líka margt sagt, sem jeg vil með engu nióti að m.jer sje eignað .Mætti og, ef það kæmist í hámæli, að jeg væri sekur um þá goðgá að hafa skrifað miður virðu- lega uni ritverk Kiljans og dóma dýrk- enda hans, virða mjer það til kjark- leysis og hræðslu við „forverði andans“. ef jeg kinokaði mjer við að láta slíkt villutrúarrit koma fyrir þeirra augu. Það er enn, að nú eru loksins nokkrir góðir menn teknir að hefjast handa gegn þeirri málspilling, sem mjög hefir farið í vöxt hin síðari árin, en þeir hafa allir, að X-inu undanskildu, látið mál- skemdastarfsemi H. K. L. í friði, og er hann þó að inínu áliti fremstur í flokki íiuílskemdaimannaauia. Þetta forspjall átti ekki að veru lengra, og hafði jeg lokið við það í gær- kvöldi. En í morgiui (24. nóv.) kemur í Lesbók Mbl. ritgerð er heitir „Tvter iniklar skáldsögur". Er höfundur henn- ar Sigurður próf. Nordal. Um aðra þessa skáldsögu, Sólon Islandus, er .jeg prófessoruum mjög samdóma, en um hina, Fegurð himinsins, kveður hann m.jög við atinan tón en gert er í greir, minni, þeirri er fer h.jer á eftiv Skal rit- gerð þessi a. ö. 1. ekki gerð hier að umtalsefni, en þess aðeins getið, að ef jeg hefði enn verið í vafa um, hvort jeg ætti að birta grein mína, þá mundi sá vafi hafa horfið, er jeg las ritgerð pró- fessorsins .Og úr því að próf. gaf mjet tilefni til að leng.ja þetta forsp.jall, þá langar mig til — og vona að prófessor- inn misvirði það ekki við mig — að enda það með tveim spaklegum máls greinum úr innganginum hjá honum því að þær segja hug minn allan um rit dóma þá, er jeg gat um hjer á undan og aðra af svipuðu tagi ,og mundu því sóma sjer prýðilega sem einkunnarorð greinarinnar hjer á eftir: „Það er illa gert við fólk, sem ber frómhjartað trúnaðartraust til leiðsögu ritdómaranna, ef það er gint til þess að kaupa gagl fvrir gics og eðlissmekkur þess leiddur á refilstigu .., Því að um það verð- ur varla deilt, að ljelegur skáld- skapur er vfirleitt eitthvað það gagnslausasta sem til er (fvrir aðra en skáldið s.jálft)“. I. Halldór Kiljan hefir með Feg- urð himinsins lokið fín- gerðasta og fullkoinnasta skáld- ritinu, sem hann hefir samið fram að þessu. Sagan af Sölku Völku átti meiri ferskleik og grósku. Sjálfstætt fólk þyngri dramatísk an kraft. en hvorug þeirra kemst að fegurð, einfaldleik og ilmandi skáldskap til jafns við söguna af Ólafi Kárasyni Ljósvíking .... sem hefir nú öðlast ódauðlegt líí við hlið Bjarts í Sumarhúsum“. Þetta er upphafið á umsögn Kr. E. A. nm síðustu bók H. K. L. Síðan rekur hann nokkuð sögu þráðinn í bókinni og kemur ann- að veifið með sýnishorn af blá þráðóttum heilaspuna og hugleið ingum hins geggjaða skálds, eða þeirra Kiljans. Þar er meðal ann ars þetta til að sýna vfirburði Sigurðar Breiðfjörðs vfir venju- lega menu: „Þegar aðrir menn fóru í háskólann í Kaupmanna- höfn til að nema djúpsett vísindi og fagrar listir, þá var hann send ur til Grænlands að beykja tnnn ur. Þegar dándismenn unnu þrek- virki í almennri meðalhegðun: settu bú saman. gerðu sjer un aðssælt heimili með fríðri konu og þægum börnum, þá seldi hann sína konu fyrir hund. Þegar aðr ir hófust á tinda frægðarinnar. hlutu embætti nafnbætur og tign- armerki. þá var hann dæmdur í tuttugu og sjö vandarhögg. Höfð ingjar þjóðarinnar, stórskáldin og forverðir andans sönnuðu méð lærdómi og málsnild að hann væri leirskáld og fífl“. (Hvílík risa framför hefir orðið hjer á landi í andlegum efnum síðan fyrir 100

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.