Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1941, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1941, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUXBLAÐSINS 21 væri tengd við nokkuð einstakt eða sjerstakt, sem væri henni ómissandi. Gleðin var eðli hennar. Því þurfti hún ekki að elta gleðimót nje flýja á náðir sljóvgandi nautna. Þess vegna bar hún hverttveggja, efni góð og efnaskort, lán og mótlæti, með sömu rósemd og sama jafn aðargeði. Hún er söm og jöfn í lítilli íbúð og stórri. 1 kring- um hana er altaf vistlegt. Það sannast á henni, að „kóngborin sál gerir kimann að sal aö kastala garðshorniö svart“. Á þeim árum, er harmar mæddu henni sem þjettast.hef- ir margur mætur maður skemt- un af viðræðum við hana, t. d. Guðmundur Magnússon, próf., er hafði mikilar mætur á henni. Hún átti sitthvað hugðnæmt og merkilegt í malpokalífsreynslu sinnar, sem hún miðlaði af, og hinir spökustu menn hefðu get- að numið af. Þótt hún væri raunakona, gat hún á margan hátt aldrei orðið nema gæfu- kona. Stærst var hún í hinum stærstu hörmum. Þá huggaði hún þá, er hana vildu hugga, hughreysti þá, er hana vildu hughreysta. Hún var frjáls kona, af því að utanverð for- lög, gögn og gæði gátu eigi fjötrað hana nje fengið völd á henni nje yfirtök. Þótt hún væri kölluð lítt komin upp á hið ytra, má ekki skilja slíkt svo, sem hún hafi einskis ytra notið. Henni var einmitt óvenju-margt gleðiefni, margt fagnaðarefni. Það var margt, sem veitti henni sigur og styrk í stríði. Gömul sögn og djúpsæ hermir, að þá er Þór- gunna hin suðureyska, er fræg er af Fróðárundrum, var jarð- sett í Skálholti, hafi mönnum heyrst hún mæla: „Kalt á íótum, Mána — Ljótur“. En þá heyrðist líkfylgdinni svarað: Það gerir, að fáir unna, Þórgunna". Frú Ásthildur unni mörgum og mörgu, blómum og gróðri, feg- urð himins og jarðar og um fram alt mennskum mönnum, og naut samneytis bg sam- ræðna við þá. Því gat henni ekki orðið ,,kalt á fótum“ nje hjarta. Henni var „maður manns gaman“. Henni var lag- in sú list, að blanda á látlausa vísu geði við konur og menn. 1 viðræðum við hana gætti aldrei þeirrar viðleitni hjegóm- lyndrar sálar, að látast vera eitthvað annað en hún var, vita annað en hún vissi, nje gera sig að sól, er allir smáhnettir snerust um. Danska fræði- og mentakonan, frú Lis Jaobsen, ritar um stórmerka skólastýru danska, að hún hafi áunnið sjer vinfengi námsmeyja sinna er þær voru börn að aldri, af því að hún hafi — ekki af upp eldilegum ástæðum, heldur af eðlisfari og víðtækri mannúð — skoðað námsmeyjar sínar jafningja sína og gefið þeim það, sem örðugast sje að gefa, gefið þeim sjálfa sig (eða sál sína, sem eðlilegra er í þessu sambandi að orða slíkt á ís- lensku) Frú Ásthildi veittist auðvelt að gefa slíka sálargjöf. Hún gaf hverjum manni, er hún að ráði ræddi við, að nokkru sál sína. Það var eitt sinn sagt hjer á Akureyri í ræðu um sjera Matthías, að hann hefði verið allra manna lítillátastur. „Jeg hefi aldrei þekt eins lítillátan mann“, sagði ræðumaður. Mjer þótti hjer vel hæft, ratað á ríkan eiginleika og merkan í fari hins andríka skálds. Þetta lít- illæti ættarinnar birtist í Guð- mundi^ Thorsteinsson, er hann leiddi vatnskerlinguna inn kirkjugólfið á eftir líkkistu manns hennar. Jeg veit eigi hvort frú Ásthildur verður tal- in jafn-lítillát og þessir frænd- ur hennar. En hitt veit jeg, að hún var jafnaðarkona í við- móti, söm í alúð við æðri og óæðri. Það var misjafnt, hverju mennirnir veita eftirtekt af því er þeir koma í skynjanafæri við. Á ferð gáir kirkjurækinn eink- um að kirkjum, jarðbótafröm- uður að stærð og ræktun túns og engja o. s. frv. Eins ei það gerólíkt, hvað mennirni/ %já hver í öðrum eða festa hug- ann við hver um annan. Sumir hyggja að, hvort maður er auð- ugur eða óauðugur, nokkrir að, hvort hann er heimskur eða vel viti borinn, aðrir að hvort hann er trúaður eða vantrúaður, margir að, hvort hann er flokksmaður þeirra eður and- flokksmaður í stjórnmálum. öll þesskonar flokkun var eðli frú Ásthildar fjarri. Henni var tamara að skilja mennina fremur en að flokka þá. Það er líklega of íburðarmikið að kveða hana sjeð hafa eitthvað heilagt í hverri mannlegri veru. En hitt ætla jeg eigi of- mælt, að hún hafi, ljóst eða óljóst, skynjað sál í hverjum manni og hverri konu. Hún kom þannig fram, sem hún væri þess minnug, hverja hina stystu stund, að sálir eru við- kvæmar og sálir kenna hvors fveggja, þæginda eða sárinda. í hjarta hennar virtist jafnan letrað það lögmál, sem Einar Benediktsson orðar svo, að „að gát skal höfð í nærveru sálar“. Henni brást sjaldan ratvísin að mannlegu hjarta. Það var sem hún læsi stundum í hug mönn- um, hvað þeim kom vel að ræða um. Hún skildi t. d. ó- venjuvel, að æskumönnum — sem löngum eru óöruggir um sjálfa sig, jafnvel þótt þeir sýnist fullir af sjálfsáliti — var þörf á örvun á sjálftrausti sínu. Því gladdi hún þá á góðyrðum, er töluð höfðu verið um þá á bak. Enginn efaði einlægni hennar nje samlyndi. Þótt jeg vrði þess áldrei áheyrsla, mun hún og fullkomlegá hafa get- að sagt skoðun sína, ef því var að skifta. En hún var ó- hneykslunargjörn, ádeilulaus, og var hún þó glöggskygn á marga lund. Siðferðisádrepur fældu ekki unga menn frá henni. Margt laðaði þá hins vegar að henni, ekki síst skiln- ingur hennar á þeim, samúð hennar og þokki góður. — I ekkjudómi hennar í Reykjavík gerðu sumir ungir mentamenn hana að nokkru að trúnaðar- konu sinni, Með sálarskilningi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.