Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1941, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1941, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31 Osear Olausen: Frá liðnum dögum Jeg sá augu tígrisdýrsins og þaö glampaði á vígtennurnar í sól- skininu, eius og fægt fílabeiu. í því jeg ætlaði að fara að hleypa af sneri fíllinn okkar sjer beint að tígrisdýrinu og rak upp skrækt hljóð haturs og ilsku. Árásin kom svo óvænt, að jeg komst út úr jafnvægi. Jeg hentist af dýrinu og lenti í runna, sem il allra hamingju dró úr íallinu. Um leið og jeg datt á bakið hljóp skotið úr byssu minni. Hjei- um bil í sömu mund hleypti fje- lagi minn úr sinni byssu, þaðan sem hann sat á baki fílsins, en hitti ekki betur en svo, að hauu særði aðeins tígrisdýrið. Jeg flýtti mjer á fætur, hlóð byssu mína og stóð taugaæstur og beið þess, sem koma skyldi. Tígrisdýrið var óskelft og stóð fyrir framan filinn án þess að láta sjer bregða, þó það væri illa sært eftir skot fjelaga míns. Með snöggu viðbragði hentist það upp á haus fílsins og læsti klóm og vígtönnum í haus og háls hans. Jeg sá að fílahirðirinn sló tígr- isdýrið með stálkeyrinu, en fíllimi hristi sig til að reyna að losna við óvin sinn. Jeg leit í kringum mig og sá að hinir veiðifílarnir röðuðu sjer umhverfis fílinn, sem ráðist hafði verið á, til þess að gefa skotmönnunum tækifæri til að skjóta á tígrisdýrið. Vegna þess hvernig tígrisdýrið hjekk á haus fílsins var okkur ómögulegt að skjóta á það. Pje- laga mínum var ómögulegt að skjóta, af ótta við að hitta fíla hirðirinn eða fílinn sjálfan í stað tígrisdýrsins. Eftir höggið frá fíla hirðinum læsti tígrisdýrið klónum í Jæri mannsins og reyni að draga hann niður. Þetta var til þess, að jeg tók þá ákvörðun að miða á hrygg tígrisdýrsins, sem bar við haus fílsins. Jeg hleypi af byssu minni. Með sársaukaorgi fjell tígrisdýrið aftur á bak til jarðar. Það blæddi úr mörgum sárum á haus fílsins. sem frávita af reiði stökk á óvin sinn að trampaði á skrokk tígris- dýrsins, þar til hann var tekinn burt með valdi. (Úr bókinni „Transport In Many Lands“). Búðarstöðurnar að er alkunna, að fyrir nokkr um áratugum, eða alt fram um aldamót, var sá leiði siður enn við líði, að atvinnulausir og slæpingjar hengu alla daga, reykj- andi og masandi, í sölubúðum kaupmannanna. Þær voru þá sam- komustaðir slíkra manna. — Þess- ar búðastöður þóttu öllum alvar- lega hugsaudi möunum óhæfa og unglingum ekki til uppbyggingar, því að oft vildi það bera við að samtöl og setningar, sem í þess- um söfnuði fjellu voru að minsta kosti ekki við hæfi kv.euþjóðar- innar, og síst heldri kvenna, eftir þeim kröfum til siðgæðis og orð- íágunar, sem þá voru gerðar. — Kaupmönnum voru þessar búða- stöður hvimleiðar og gerðu þeir ýmsar tilraunir til þess að koma þeim af, eins og t. d. það, að festa upp í búðunum auglýsingar eða áskoranir til manna um að halda tafarlaust heim til sín, þegar þeir hefðu lokið erindi sínu í búðiuni, en treglega gekk að vinna bug 4 þessum ósið. — Hann lagðist ekki niður fyr en bærinn stækkaði og litgerðin veitti öllurn atvinnu. — Að lokum var svo komið, að „döm urnar“ í höfuðstaðnum þorðu varla í búðirnar. Þeim þótti mið- ur skemtilegt að verða fyrir að- köstum, hlátri og keskni þessara gleiðgosalegu og oft ósvífnu slæp- ingja. — Nú hafa Billiardstofurn- ar tekið við slæpingjum höfuð staðarins. Þær veita nú ræflunum húsaskjól og hita, en þangað eru víst „dömurnar“ þó ekki enn farnar að venja komur sínar. — Það var í einni sölubúðinni í Reykjavík um 1850 að þar var við afgreiðslu fyrir innan búðar- borðið vel klæddur maður, sem talaði dönsku. Fyrir framan borð- ið var margt manna og þóttist einn þeirra skilja hann, en það þótti hinum dönskutalandi dáind- ismanni harla ólíklegt og kvað þá þessa vísu: Hlægir mig það að heimskur dóni, hygst skilja útlent tungumál, í heiminn borinn flón af flóni, fekk aldrei nema hálfa sál, kvalinn er upp við kám og slor, kunni aldrei sitt „faðirvor“. -- • En þá svaraði „dóninn“, sem var fyrir framan biiðarborðið: Skeð getur það að skólasmoginn skiftingur tali rj. t'.ast mál, sönnum vísdómi fram hjá floginn, fóðrar á eitri stolta sál, kvikann andlegur kvelur hor, kunni, en les aldrei „faðirvor“. — Þótti þetta vel ort og vel svar að, — því að aðdragandi og und- irbúningur var litill hjá báðum. — Síra Guðlaugur íra Guðlaugur Guðmundsson í Dagverðarnesi var eitt sinn, sem oftar, á ferð í Ólafsdal og var lítilsháttar við skál, en undir þeim kringumstæðum ljet prestur oft vísur fjúka, enda var honum ljett um að yrkja. — í þetta skifti þurfti síra Guðlaugur að hraða ferð sinni, en vonsku-veður var og illa ferðafært. — Torfi í Ólafsdal, sem var einstakur rausnarmaður, vildi að prestur væri kyr og ljeti fara vel um sig, en við það var ekki komandi. Hann reið úr hlaði í kalsa og hraglanda, en um leið kvað hann þessa vísu: Að sofa á mjúkum silkibing, sansa deyfir alla. íslenskt veður íslending, ætti best að falla. Indriði á Hvoli Indriði Gíslason bóndi á Hvoli í Saurbæ var, eins og kunnugt er, sonur Gísla Konráðssonar sagnaritara, en þeir feðgar voru allir hagmæltir. — Indriði ljet oft kviðlinga fjúka og það alveg fram í andlátið. — Þegar hann ló bana- leguna skrifaði hann góðvini sín- um, Bjartmari Kristjánssyni á Brunná, og setti þá þessa vísu neðan á brjefið: Öldnum ríður alt á slig, einatt svo til gengur, ekki er að telja upp á mig, ofan jarðar lengur. — Nokkrum dögum síðar dó Ind- riði. —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.