Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1942, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1942, Blaðsíða 1
hék 3. tölublað. ffilcrQntobl&$sm$ Sunnudagur 8. mars 1942. XVII. árgangur. I»»fold»rprwitM»í#j« fc.t. Árni Ó/a: FYRIR 400 ÁRUM Stutt lýsing eftir ýmsum heimildum A 15. öld og óndverðri 16. öld var ófriður mikill hjer í Jandi af völdum útlendinga. Verst óaldarmennirnir voru ensk- r kai menn og fiskimenn. Fóru Peir hj * fram með ránum og alls- ^onar firgangi, svo að íslend- lngar u, 'u oft að grípa til vopna tú að v ja sig. I Hirðs jóraannál segir síra Jón Halldórsson að Englendingar og Skotar hafi haft mikinn kaup- skap hjer ^gur en Björn ríki Þor- leifsson á Skarði varð hirðstjóri '1457). Segir hann og, að sumir oafi haft rán og reifaraskap við ^arga menn, verið trássugir og °nlýðnir við kóngsins ljensmann, guldu honum ei venjulega hafnar- tolla nje aðra rentu. „Þar fyrir sendi kóngurinn hingað út brjef anno 1453 og bauð íslendingum að setja sig í móti þeim. Björn nirðstjóri var stórræðasamur og °auð sjer mikið, fyrst hann hafði nJer kóngsvald, og iit af einum °g öðrum viðskiftum í milli hans °? engelskra varð, að þeir drápu BJörn riddara vestur í Rifi 1467 °8 7 menn hans; söxuðu hann í ^tykki, en höfðu Þorleif son hans 5 haldi hjá sjer". ólöf keypti hann út með miklu fje. Gerðu þau síð- an Englendingum stóran skaða í aiannhefndum. Á ísafirði ljet hún taka 3 duggur enskar, og drepa marga, sem á þeim voru. Sagt er að hún hafi einu sinni haft 50 enska fanga á Skarði og látið þá gera kirkjustjettina þar eftir út- lenskum hætti. í Biskupaannálum sínum segir síra Jón Egilsson frá bardaga í Hafnarfirði á biskupstíð Magnúss Eyólfssonar, en hann var biskup i Skálholti 1478—1490. Sii frásögu er á þessa leið: Á dögum Magnúss bp. Eyólfs- sonar (1478—90) lágu engelskir í Hafnarfirði inn hjá Fornubúðum, á einu skipi, á því voru þrennir 100, það voru 100 kaupmenn og 100 undirmenn og 100 skipsfólk. Sá var þá kaupskapur þar að menn höfðu í hundrað hvað þeim líkaði í mjöli, kötlum og klæðum. En svo bar.til að þeir gripu skreið fyrir ábótanum, í Viðey og fleirum Nesjamönnum þar. Ábótinn gerði sig þá heiman með 60 manna til bardaga við þá. En áður en hann reið fram til þeirra, spurði hann alla, hvort þeir væri samhugaðir sjer að fylgja, og játuðu því allir. En sem heim var riðið sneru aft- ur 30, en 30 riðu fram og sló þá í bardaga. Lyktaði svo að þeir ís- lensku unnu, en ábótinn misti son sinn, þann er Snjólfur hjet, hyern hinir, sem aftur hurfu borguð'ii J>rennum manngjöldum fyrir svik sín. Ábótinn var og kominn á knje í bardaganum, og kom þá einn af hans mönnum að og hjálpaði hon- um. Þeim sama gaf hann 20 hndr. jörð. í brjefi, sem Tyche Vincent scndiherra Dana í London skrifaði Jakob IV. Skotakonungi í okt. 1507, segist hann hafa kvartað munnlega við Hinrik VII. Engla- konung, sjerstaklega iit af því, að fyrir 6 árum hafi Englendingar brotið upp læsta kirkju á íslandi og rænt þaðan konungsskatti, sem var geymdur þar. Tyche virðist enga rjetting hafa fengið" þessa máls, því að í janúar 1508 ritar Hans Danakonungur mjög hart brjef til Englakonungs um þetta. Skömmu síðar urðu konunga- skifti í Englandi og kom til ríkis Hinrik VIII. Hann byrjaði ríkis- stjórn sína á því að nema tir lög- \im, 21. janúar 1510, fiski og versl- iinarbann gegn Englendingum við ísland, sem faðir hans hafði geng- ið að. Er auðsjeð á orðalaginu, að þingi Breta þótti þetta mikils vert. En afleiðingin varð sú, að versl- un og fiskveiðar Englendinga við ísland jukust nú svo mjög, að 3—400 Englendingar komu .t. d. til Hafnarfjarðar árlega. Gerðust

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.