Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1942, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1942, Blaðsíða 2
34 LESBOK morgunblaðsins þeir nú umsvifamiklir og aðsúgs- frekir, tóku sjer bólfestu í land- inu og reistu sjer virki í ýmsum höfnum. Segir Hvitfeld í sögu Kristjáns konungs II. að þeir hafi hreint og beint slegið eign sinni á ísland, svo bændur vildu ekki borga Dönum skatta og skyldur. Hann getur og um virki þeirra eða víggirðingar, og að þeir hafi rænt nautgripum og sauðfje frá íslendingum. Kristján var þá, undirkonungur föður síns í Noregi, og sendi hann Hans Rantzow til fslands til þess að stökkva Englendingum úr landi. Tókst það, og var eitt skip þeirra tekið, en öðru sökt. Hugðu nú Englendingar á hefnd ir og komu liðfleiri næsta ár. Ge- orge King frá Yarmouth var helst fyrir þeim og Richard Thomasson frá London, Thomas frá Narwich o. fl. Ljetu þeir greipar sópa um skip það, er konungsskattur var á og mikið af vörum, en drápu konungsskrifara, Svein Þorleifs- son og 8—10 menn með honum. Danir mátu tjón sitt 10.000 £ en þorðu ekki, vegna uggs við Svía og Hansastaðina, að styggja Hin- rik 8., og gengu því lint eftir skaðabótum. Kristján 2. kom til ríkis 1513. Hann vildi vingas.t við Hinrik 8. og hafa aðstoð hans til að brjóta verslunarok Hansastaðanna af Danmörku. Sendi hann tvo menn, Hans Holm og Ditlev Smither til Englands að semja um þetta. Kvaðst láta sjer nægja, ef enskur maður á íslandi hefði fararbrjef frá yfirvaldi sínu heima fyrir, og borgaði tolla. En Hinrik konung- ur fór undan í flæmingi og gekk svo um hríð. Enn helst ófriður með íslend- ingum og Englendingum. Árið 1514 söfnuðu Skaftfellingar liði og fóru að Englendingum í Vest- manneyjum. Höfum vjer ekki um það aðra heimild en Biskupaann- ála síra Jóns Egilssonar. í þeim segir um þetta: Á dögum biskups Stefáns Jóns- sonar var slag í Vestmanneyjum með engelskum og. Síðumönnum. Þar fellu 9 engelskir, og einn prestur af íslenskum, er síra Jón hjet og var kallaður smjörnefur. Hann helt Skarð í Meðallandi. Fleiri sagnir höfum vjer af ó- friði hjer við Englendinga á þeim árum. En er Hinrik 8. hafði gert frið við Frakka og unníð Skota, þótti honum tími til kominn að svara Danakonungi. Skelti hann allri skuldinni á embættismenn Dana á íslandi, sem vildi banna þegnum sínum viðskifti við íslend- inga, sem þeim væri til góðs. Og um skaðabótakröfu Dana kvað hann upp úr með það, að hún væri bæði of há og órökstudd. Er svo að sjá, sem Kristjáni kóngi hafi gramist þetta, því að nú sendi hann Sören Nordby til íslands til þess að berja á Englendingum, og skyldi hann reisa virki gegn þeim bæði í Vestmanneyjum og á Bessa- stöðum. Sören Nordby var norskur maður stórættaður. Var hann' hermaður mikill bæði á sjó og landi, og helsti hershöfð- ingi þeirra feðga, konunganna Hans og Kristjáns II. Hann var höfuðsmaður hjer á landi, að minsta kosti árin 1514—1517, en hefir þó líklega fengið hjer þetta vald fyr, en haft hjer umboðs- menn. Hingað til lands komu um þess- ar mundir fleiri erlendir kaup- menn en Englendingar. Hansa- kaupmenn voru hjer víða, og voru sífelt viðsjár með þeim og Eng- lendingum og dró oft til ófriðar. Virðist svo, sem íslendingar hafi verið hlyntari Þjóðverjum og þótt Englendingar fá makleg málagjöld, þegar þeir þýsku börðu á þeim. Mestur bardagi milli Þjóðverja og Englendinga var háður í Hafnarfirði og segir síra Jón Egilsson svo frá l*onum: Þar nokkrum árum eftir nær datum vor 1518, eður þar um, var slag með engelskum og Hamborg- urum í Hafnarfirði. Þar lágu þeir samt þá enn með stór skip og mannfjólda þrennum 100, ínn hjá Fornu-búðum. Hamborgarar vildu fá sjer höfn einhverja, og þótti sú hin besta hjer, og vildu því rýma hinum á burtu. Þeir komu upp á þá í útrænu, svo reykinn lagði allan inn á þá engelsku, en þýskir höfðu klætt bæði skipiu með sængum ofan í sjó. Þeir fengu sjer til liðs 48 menn af þýskum úr Vatnsleysu og úr Keflavík, Bátsendum og Þórs- höfn. Af þeim öllum komu ekki aftur utan þeir stöku 8, en hinir 40 Iágu eftir dauðir. Þó unnu þýskir og rýmdu hinum í burtu og fluttu sig fram á eyri, og hafa þar legið síðan, en engelskir tóku sjer þá höfn í Grindavík, og lágu þar lengi. Fornubúðir, sem getið er bæði hjer og í fyrri bardaga í Hafn- arfirði, munu hafa verið þar sem enn sjer leifar 2 stórra búða í tún- fætinum fyrir austan Hjörtskot, en búð Hamborgara fram á eyr- inni mun hafa verið þar sem nú heitir Skiphóll á Hvaleyrargranda. Um síðustu aldamót fóru að finnast mannabein og gripir í sjávarbakkanum hjá Hvaleyri og 1925 fundust þar 3 beinagrindur, sem Matthías Þórðarson þjóðminju vörður athugaði. Var ein af öldruðum manni, en 2 af ungum. Höfðu þær verið dysjaðar utan kirkjugarðs, en á Hvaleyri var kirkja eða bænhús fram yfir 1760 og kirkjugarður. Þjóðverjar áttu og kirkju á Hvaleyri. Ef beina- grindur })essar eru frá bardögun- um hafa þær sjálfsagt' verið af Englendingum, sem taldir hafa verið óbótamenn. En M. Þ. hygg- ur þó að þarna muni hafa verið dysjuð lík sjórekinna manna. (Ár- bók 1925—26). Um þær mundir, sem seinni bar- daginn var í Hafnarfirði, eða þó heldur nokkru áður, gerist nýr þáttur í sögu fslands, og mundi vera alt öðru vísi umhorfs hjer mí, ef leyniráð þau, sem þá voru brugguð bak við tjöldin, hefði náð fram að ganga. Árin 1517—18 var Kristján 2. í peningaþröng, og tók hann það þá til bragðs, að senda Hans Holm, þann er áður getur, til Hollands og Englands í þeim erindum að selja eða veðsetja ísland. Minnisbrjef Holms, sem hann hafði meðferðis, er mjög merki- legt. Það er á þessa leið: „Erindi Hans Holms viðvíkj- andi íslandi. Hann á fyrst að bjóða Hollend- ingum í Amsterdam og Water-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.