Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1942, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1942, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 43 O VONA liðu nokkrar vikur. Og *** svo kom Adeleide einn fimtu- daginn, eins og hún var vön, og Colleen byrjaði á snyrtingunni. Hún varð þess vör þegar í stað, að ungfrú Richardson var mikið niðri fyrir___að vísu las hún í dagblaðinu eins og hún var vön .... en hún hjelt því á höfði. Það er ekki ósennilegt, að það hafi örvandi áhrif á einlægnina, að láta tvær mjúkar hendur nudda á sjer andlitið. Adeleide gerðist að minsta kosti ræðin og trúði Colleen fyrir því, að Bruce ætlaði til Chicago á morgun til þess að semja við nýtt, stórt út- gáfufyrirtæki. Og líklega mundi hann verða að heiman svo sem tvo mánuði, en það fanst Ade- leide hræðilega langur tími. — Mig langar mest til að fara með hoitum til Chicago! sagði hún ákveðin. — Jeg er fullveðja, svo að við gætum keypt okkur leyfisbrjef og látið gefa okkur saman undir eins í dag, ef því væri að skifta. — Af hverju gerið þjer það þá ekki? sagði Colleen. — Það er alveg satt. Bara að jeg hefði fult frjálsræði! — Frjálsræði? sagði Colleen forviða. — Já, jeg er hrædd um, að pabba gruni að eitthvað sje á seiði, því að hann lætur hafa gát á mjer frá morgni til kvölds. Við höfum fengið nýjan bílstjóra og jeg er sannfærð um, að honum hefir verið skipað að hafa gát á mjer, því að hann missir aldrei sjónar á mjer eitt augnablik. Ja, -----jeg gæti auðvitað skotist út hjeðan bakdyramegin___ Colleen hló. Henni fanst svo einkennilegt að heyra talað um ástaflótta nú á dögum. Adeleide sat þegjandi í nokkr- ar mínútur, svo varð hún önd- inni, eins og hún hefði tekið mik- ilvæga ákvörðun. — Þetta er ósköp auðvelt! sagði hún og leit fast á Colleen. — Hvað? spurði Colleen. — Það er ómögulegt að þekkja okkur sundur á baksvipnum, svo að þjer megið alls ekki láta bíl- stjórann sjá framan í yður, ef þjer hlaupið upp tröppurnar, til Thornton! — Ef jeg hleyp___nú skil jeg ekki hvað þjer eruð að fara! — Jú hlustið þjer nú á mig — þetta er svo einfalt. Jeg á að fara á dansleik hjá Thornton í kvöld. Þjer komið heim með mjer ___jeg segi þeim heima, að jeg hafi fengið yður með mjer til að hjálpa mjer, svo að jeg líti eins vel út og hægt er fyrir kvöldið. Pabba þykir auðvitað vænt um það .... Jeg hefi nefnilega látið skilja á mjer, að jeg ætlaði að sitja heima og fara ekki á dans- leikinn, út af því að pabbi hefir ekki viljað láta undan mjer hvað hann Bruce snertir. Þjer verðið að vera í samkvæmiskápu .... Svo farið þjer í ballkjólinn minn uppi í herberginu mínu ___ við erum alveg eins í vexti, svo að hann hlýtur að fara yður vel. Jeg býðst til að aka með yður heim til yðar á leiðinni til Thornton ----- og við segjum, að heimilis- fang yðar sje einhversstaðar rjett hjá heimili Bruce, og svo fæ jeg nægan tíma til að giftast hon- um ----- Og þegar við erum gift getur pabbi ekki neitað mjer um að fara með honum til Chicago! — En jeg? — Þjer verðið auðvitað að aka í bifreiðinni til Thortons og fara þangað inn, án þess að bílstjór- ann gruni nokkurn hlut! Svo ætl- ist þjer á hvenær hann muni vera farinn með bifreiðina á biðstað- inn og skjótist þá út aftur___ Hvernig líst yður á þetta? Colleen svaraði engu. Það var bai'átta hjá henni milli holdsins og andans — hana langaði í ævin týr, en hafði andúð á að hjálpa stúlkunni til að gera á móti vilja föður síns. Adaleide sá, að Colleen var á báðum áttum með hverju svara pkyldi. — Ef þjer renduð grun í hve mjer stendur þetta á miklu, þá munduð þjer ekki hugsa yður um! sagði hún innilega og tók hendinni um handlegginn á Col- leen. Colleen leit á stúlkuna___ Nú var þetta ekki lengur rík og dutl- ungafull dama, sem sat þarna til þess að njóta góðs af kraftaverk- um snyrtistofunnar.... Þetta var ung stúlka með tárin í augunum, sem var að grátbæna hana um að hjálpa sjer í hinni eilífu baráttu æskunnar fyrir gæfu og ævintýr- um. Og svo fór að Colleen ljet und- an. Þetta fór alt eftir áætlun. — Madame Justine gaf orðalaust leyfi til ^ð Colleen færi út með ungfrú Adelaide. Og það reyndist svo, að faðir Adelaide varð alls- hugar feginn, er hann heyrði að hún ætlaði á dansleikinn. Ungu stúlkunum var sendur maturinn upp í herbergi Adelaide. Á eftir völdu þær úr kjólinn, sem Colleen átti að vera í undir sam- kvæmiskápunni.... þær vildu ekki eiga á hættu, að Colleen yrði kanske að fara úr kápunni hjá Thornton og láta sjá, að hún væri í hversdagskjól. Þær höfðu læst að sjer, svo að þær yrðu ekki ónáðaðar og nú greiddi Colleen þeim báðum á al- veg sama hátt, svo að erfitt væri að þekkja þær sundur, sjerstak- lega á baksvipnum. Klukkan rjett fyrir átta beið bifreiðin með tortryggna bílstjór anum við dyrnar og skömmu síðar staðnæmdist bifreiðin við húsið, sem þær sögðu að Colleen ætti heima í. Það gekk slysalaust fyrir þeim að hafa kápuskifti. Og þeg ar ung stúlka hoppaði út úr bif- reiðinni, þar sem staðnæmst var, í kvöldkápu með nýjan hatt, sem náði svo langt niður öðru megin, að nærri lá að hann hyldi andlitið, gat enginn grunur á því leikið, að þetta væri ekki Colleen! Plat- ínuljósa drósin í bifreiðinni, sem hallaði sjer aftur og gróf nefið í silfurrefskragann á kápunni — hver gat þetta svo sem verið önn ur en miljónamæringsdóttirin, Adelaide Richardson? • TÍU mínútum síðar staðnæmd- ist bifreiðin fyrir framan Thortonshöllina og samkvæmt umtali steig Colleen út og hljóp upp dregillagðar tröppurnar, án þess að segja nokkuð við bílstjór ann. Hún reyndi að fara að öllu eins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.