Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1942, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1942, Blaðsíða 3
LESBÓK M0RGUNBLADSIN9 35 landsche (þ. e. norðurhollensku) bæjunum, líka Antwerpen, eins og erindisbrjef hans sýnir, landið ís- land að veði fyrir 30.000 gyllin- um, eða að minsta kosti 20.000. ™f Hollendingar vilja alls ekki taka þessum boðum, þá skal hann, er hann kemur til Englands, bjóða konungi þar landið fyrir 100.000 gyllini, eða að minsta kosti 90-000. Hann á ekki að bjóða það, *yr en rætt hefir verið um önnur ermdi hans. Á konungur að gefa ^anakonungi sannarlegt skuldar- skjal, svo að hans hátign nái aft- Ur tálmalaust landi sínu með öll- Ur*i rjettindum og kvöðum óskert- ini og heilum, þegar fjeð er end- urborgað honum eða erfingjum »ans, Englandskonungum, á á- reiðanlegum stað í Amsterdam e°a Antwerpen, og brjef það, er hann hefir „upp á landið", skal leggja fram þar og skila Dana- k°nungi aftur. Ef Englakonungur Vl'l eignast landið, skal hann Dorga drottni (konungi) mínum •leð á'áreiðanlegum stað í Amst- rdam eða Antwerpen, og þar mun konungur hafa til taks slík skír- teini sem nægja". vorið 1518 fór Holm til Hol- ands í þessum erindagerðum. ^un Kristján heldur hafa viljað láta Hollendinga fá ísland heldur eu Englakonung, því að hægara Vœ" þá að ná því aftur. En ekki ^ekk það vel. Hollensku borgirn- gátu ekki komið sjer saman 1110 þetta. Þeir í Amsterdam vildu íegnir ná tangarhaldi á íslandi, en Þóttust ekki hafa bolmagn til Pess einir. En hinar borgirnar borðu ekki að vera í fjelagi við Vy því að þær voru hræddar um sinn hlutur yrði fyrir borð að bor mn í þeim viðskiftum. 'Gekk í bessu stímabraki í heilt ár og oru fleiri en Holm í þessum hl,°ssakaupum, en svo fór alt út Uln Þúfur. Nú er að segja frá Holm, að hann helt áfram til Englands, eins & œtlað var. í erindisbrjefi því, er hann hafði meðferðis til Hin- *¦ 8. segir, að hann eigi að Semja viðvíkjandi spellvirkjum Eíiglendinga á íslandi, en auk Pess hafi hann skjal meðferðis og eru þar nefnd mál þau, er hann ú að semja um. Segir svo í því: „Það er alkunnugt að Englend- ingar, með fyrirlitningu fyrir tigu vorri, hafa valið sjer stað á voru landi íslandi og víggirt hann móti vilja vorum til þess þeir ætti hæg- ara með að kúga þegna vora og skorast undan vorum konunglegu sköttum og skyldum". Átti Holm að heim'ta 10.000 £ í skaðabætur fyrir dráp Sveins skrifara, og ýmsar gripdeildir. Skjalið er all- langt, en hvergi er þar minst á íslandskaupin, og því sýnt, að þau áttu að fara leynt. Segir Hin- rik og í brjefi til Kristjáns kon- ungs, að Holm hafi auk erinda .sinna þýðingarmikið mál, sem hann kveðst hafa borið undir ráð- gjafa sína, gefið Holm sum svör skrifleg en önnur munnleg. Að hjer sje átt við íslandskaupin má sjá af nafnlausu brjefi í skjala- safni Holms í ríkisskjalasafni Dana. Það er á þessa leið: „Vjer Hinrik o. s. frv. lýsum yfir með brjefi þessu, að vjer höf- um með samþykki ráðgjafa vorra lofað bandamanni vorum, Krist- jáni etc og lofum og skuld- bindum oss með skjali þessu gagnvart honum, og eftirmönn- um hans, Noregskonungum, að þegar hann eða eftirmenn hans, ríkjandi í Noregi, . vilja kaupa aftur eyna Island, sem er seld oss í hendur að veði fyrir ákveðinni upphæð í gulli, silfri og fje, þá skulum vjer og erfingj- ar vorir, jafnskjótt og þessi upp- hæð er útborguð oss og goldin að fullu, sleppa viljugir og skila aft- ur áðurnefndri ey, íslandi, kon- ungi eða eftirmönnum hans, án nokkurrar tafar, tálma eða hindr- unar, með öllum rjettindum og eignum. Lofum vjer með vorri tign að vjer og erfingjar vorir munum eigi rjúfa þetta nje brigða, og skulu öll svik og und- irferli vera fjarri málinu". Þetta hefir aðeins verið upp- kast að viðurkenningu, en komst aldrei svo langt, að það yrði und- irskrifað, því að þá hefði Hinrik verið búinn að ná tökum á fs- landi, og þá mundi hafa farið um það, eins og Hjaltland og Orkn- eyjar, sem Danakonungur veð- setti Skotakonungi og aldrei hefir verið skilað. Það þóttu svo sem engin svik eða undirferli í mál- inu, þótt íslendingar væri ekki að spurðir hvernig þeim geðjað- ist að þessu. Sennilegt er talið að Hinrik 8. hafi horfið frá þessu vegna þess, að hann muni hafa talið að danska ríkið værj, að liðast í sund- ur, og að hann mundi geta klófest Lsland fyrir ekki neitt. En nú víkur sögunni að öðru. Eins og áður er getið sendi Danakonungur Sören Nordby hingað til íslands til að berja á Englendingum. Með honum mun hafa komið hingað Hannes Egg- ertsson, er varð umboðsmaður hans og síðar hirðstjóri. Hannes Eggertsson var norsk- ur að ætterni. Var faðir hans merkur maður, Eggert Eggerts- son lögmaður í Víkinni í Nor- egi. Var hann herraður af Hans konungi, og er aðalsbrjef hans gefið út 9. ág. 1488. Ekki kunna menn mi að segja af æsku Hann- esar. En hans verður fyrst vart hjer árið 1513, og er hann þá nefndur umboðsmaður konungs sunnan og vestan á íslandi (og hefir þá vafalaust haft umboð Sören Nordbys). Hirðstjóri er Hannes nefndur árið 1515 og höf- nðsmaður fyrir sunnan og vestan sama ár (en vafalaust má telja að •hann hafi þá enn verið umboðs- 'maður S. N.). Til er brjef fyrir því, að konungur hafi veitt Hann- esi hirðstjórn j^fir öllu íslandi ár- ið 1517 um 5 ára bil. Skyldi Hann- es greiða í afgjöld af landinu 6 hndr. Rínargyllina í gulli árlega á páskum hverjum og hálft saka- fall. En líklega er brjefið ekki rjett árfært og á að vera frá 1521, því að einmitt á árunum þar á undan var Týli Pjetursson hirðstjóri hjer. Hannes kvæntist Guðriinu eldri Björnsdóttur lir Ögri, einni merk- ustu konu hjer á landi á þeim tíma. Þau bjuggu á Núpi í Dýra- ' firði og áttu mörg börn. Hafa þaií orðið svo kynsæl, að talið er að flestir íslendingar eigi kyn sitt til þeirra að rekja. Týli Pjetursson var hirðstjóri hjer norðan og austan á árunum 1517—1521. Hann hafði verið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.