Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1942, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1942, Blaðsíða 8
40 LESBÓK MORGUNBLAÐ8INS Allur ber dalurinn miklu minni sveitarblæ en Ólafsf jörður, og engum getur dulist, að hann er hjer í afskektri útkjálkasveit. Auk Víkur eru aðeins tveir bæir í Hjeðinsfirði, en tóttir eru þar af eyðibýlum, og eru sagnir af sex þeirra. Tvær jarðir allstórar, Möðruvellir og Ámá lögðust í eyði á þessari öld. Fjöllin beggja meg- in að-Hjeðinsfirði eru allhá og snarbrött sem annars staðar um þessar slóðir. Hlíðarnar eru all- mikið skörðum skornar, og rísa tindar og hyrnur klettabrýndar og hvassar á milli skarðanna. Um skörðin liggja leiðir yfir í ná- grannadalina Ólafsfjörð og Siglu- fjörð. Höfuðleiðin áður lá frá Skeggjabrekkudal í Ólafsfirði of- an í botn Hjeðinsfjarðar og síðan frá Ámá um Hólsskarð til Siglu- fjarðar. Var það eina leiðin sem vel mátti kallast fær á hestum. Styst leið til Siglufjarðar er um Hestsskarð, skamt innan við f jarð- arbotninn. Þar var rudd gata fyr- ir nokkrum árum og er nú greið- fært. Fjalli ðnorður með Hjeðins- firði að vestan og inn að Hests- skarði heitir Hestur eða Hestf jall. Hann er allur sæbrattur og hamr- ar með sjó fram, en undirlendi ekkert. Lítt er Hesturinn gróinn, nema einstakar torfur, sem sauð- fje sækir nokkuð í, og er torfært að sækja það þangað. Nafnið Hel- torfur gefa góða hugmynd um það, hvernig er að sækja í torfur þessar. Margir örðugleikar eru á bú- Skap í Hjeðinsfirði. Gegnir furðu hve afskekt bygðarlag þetta er, jafnstutt og er yfir til Siglufjarð- ar. Samgöngu- og vegaleysi bagar Hjeðinsfirðinga mjög, og þætti mjer ekki ólíklegt, að það hefði átt meginþátt í auðn sveitarinn- ar. Mikil bót væri það samgöngu- málum þeirra, að fastar bátsferðir gætu hafist til Siglufjarðar.1 Virð- ist sem Siglfirðingar ættu að geta Tátið það af mörkum við þenna hluta umdasmis síns, enda þótt þær bátsferðií yrðu vitanlega að njóta styrks frá bæjarfjelaginu. Þá væri og Hjeðinsfirðingum mesta nauðsyn á að hafa talstöð, fæ jeg ekki betur sjeð, en þær ættu að koma í stað síma hvar- vetna í afskektum hjeröðum, þar sem símalagning er útilokuð sakir fámennis. Vafalítið er, að miklu fleiri menn gætu búið lífvænlega í Hjeðinsfirði en nú er, ef bætt væri úr brýnustu samgöngu-þörf- inni þar. Þó eru þar ýmsir erfið- leikar, t. d. snjóþyngsli á vetrum og einkum snjóflóðahætta, sem víða er mikil í firðinum. Þannig er mjög hætt við snjóflóðum rjett innan við Vík og kemur það sjer einkum illa vegna þess, að þar liggur leið til beitarhúsa, sem standa vestur á grandanum. En þrátt fyrir einangrun og erf- iðleika mun Hjeðinsfirðingum þykja vænt um fjörð sinn, enda er þar frítt um að litast víða, og ýmsa björg í bú að fá. Allgrösugt er þar víðast og beit góð bæði til lands og sjávar. Sihingsveiði er í vatninu og afli var fyrrum oft góður nti í firðinum og mun svo vera enn, ef sjór er sóttur. t kvæði, sem Björn í Vík ljet mig heyra eftir gamlan Hjeðinsfirð- ing, segir svo i Björg þar mikil berst á land blessað meður heillastand, Heilagfiskið, hákarlinn, hrognkelsið og selurinn. Silungur sællegur sjest þar líka í hverri vík. Langmest er af þorski þó þann, sem veiða menn úr sjó. Þriðjudagsmorguninn 15. júlí fór jeg frá Vík, áleiðis til Siglu- fjarðar. Fyrsta áfangann, yfir undir Hestsskarð varð jeg sam- ferða Sigurði Björnssyni í Vík. sem nii veitir forstöðu búi föður síns. Var hann að fara þangað til heyskapar, því að engi Víkur liggur að verulegu leyti handan við vatnið í brekkunum undir Hestsskarði og þar fyrir framan. Víða er grösugt þar um brekku- höllin, eru þar vallendisbrekkur og finnungslautir, en hvarvetna prýða skúfar þiisundblaðarósarinn ar. Þar í engjunum kvöddumst .,við Sigurður, en jeg hjelt áleiðis .síðasta áfangann til Siglufjarðar. Hestsskarð er djúp skál í f jallið, hömrum girt að sunnan og norð- an, en vestur úr botni þess eru brattar lausagrjótsskriður og ligg ur leiðin upp þær og yfir ör- þunnan kamb, sem skilur skarðið •frá Skútudal í Siglufirði. Síðan skriður þessar voru ruddar, er þarna hinn greiðasti vegur, þótt nokkuð sje hann brattur. Bn hætt er honum við skemdum af grjót- hruni. Hefir hann þegar spilst nokkuð. Mjer sóttist því greið- lega ferðin upp skarðsbrekkuna og var fyr en varði kominn upp á kambinn við Skútudal. Mátti nú italla að ferðinni væri lokið. Fram undan lágu greiðfærar, hallandi brekkur, torfærulausar, niður undir sjó, og þaðan einungis steinsnar yfir í Siglufjarðarkaup- stað eftir akvegi. Jeg staðnæmdist snöggvast á brúninni og rendi augunum yfir Hjeðinsfjörðinn og til fjallanna við Hvanndali. Að baki mjer lágu þar hin torgengu fjöll og afskekt bygð og eyðibæir. Framundan var nú greiðfært og innan skam; mundi jeg vera kominn inn í hið iðandi líf kaupstaðarins. Við- brigðin voru mikil, því varð ekki neitað. Ferð minni mátti heita lokið og megintilgangi hennar náð. Jeg hafði auðgast að þekk- ingu um dálítinn, afskektan blett á landinu, og aukist að nokkru þekking og skilningur á þeirri lífsbaráttu, sem háð hefir verið á útskögum lands vors í þúsund ár. Akureyri 30. nóv. 1941. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Viðskiftavinur ¦ Þetta hármeð- al, sem þjer selduð mjer, hefir ekki gert mikið gagn við að auka hárvöxt minn. Það sjest ekki stingandi strá á skallanum á mjer. Rakarinn: Það getur vel verið, en það kælir yndislega, þegar það rennur niður með eyrunum, finst yður það ekki? * „Hver var þessi maður, sem þú varst að taka ofan fyrir?" „Það var rakarinn minn. Hann seldi mjer flösku af hármeðali fyrir mánuði síðan og í hvert skifti, sem jeg hitti hann, minni jeg hann á svikin". •

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.