Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1942, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1942, Blaðsíða 10
42 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Saga eftir MAISE GRIEG: Það byrjaði á hárgreiðslustofu KLIPPA hnakkann, svo að ekki verði eftir nema smákrullur, og svo djúpa bylgju á ská fram undir gagnaugað! Jeg skal kalla á eina stúlkuna hjerna, sem er greidd svona, og þá getið þjer sjálf séð, hvernig það lítur út, ungfrú! Adeleide Richardson samþykti þetta með því að kinka kolli og settist í einn silkifóðraða stólinn, en madame Justine sigldi hátíð- lega út úr stofunni til þess að ná í Colleen Murner. Ein ástæðan til hins mikla geng is, sem madame Justine naut í New York fyrir snyrtistofu sína var sú, að stúlkurnar, sem störf- uðu hjá henni höfðu hver ein sín einkenni. Hárið á Dolores var eins og hrafnsvængir niður með fögru, fölu andlitinu, og glórauðu krull- urnar á Peggy voru eins og haf- rót kringum litla kringlótta kisu- andlitið á henni.. . . Skiftavinirnir hjá madame Justine þurftu ekki að leita í tízkublöðum til þess að finna fyrirmyndina, sem þeim hæfði.... þeir þurftu ekki annað en að líta á þessar laglegu stúlk- ur, sem madame Justine hafði valið til þess að afgreiða. Þar mátti sjá hvernig hárið fór best og hvernig hörundssnyrtingin átti að vera. Og af því að Colleen hafði sama höfuðlagið og Adeleine Richard- son.... og af því að platínuljósa hárið á henni var af náttúrunnar hendi með sama silfurbjarta lit- 'blænum, sem Adeleine hafði tek- ist að ná á sitt hár með allskonar efnablöndum.... með öðrum orð- um: af því að Colleen var einmitt þannig útlits eins og Adeleine langaði til að vera, var henni fal- ið að afgreiða hina ungu miljóna- mæringsdóttur. Þegar þessu var lokið opnaði Colleen dyrnar fyrir hinum tigna gesti .... og sá í svip löngu bif- reiðina, sem beið eftir Adeleine Richardson úti á götunni. Hún andvarpaði er hún hugsaði til safalakápunnar, sem hún hafði fært Adeleine í áðan.... og svo byrjaði hún á næstu greiðslu. Ungfrú Richardson var sýni- lega ánægð með andlitsfegrun madame Justine, því að eftir þessa fyrstu heimsókn kom hún þangað oft. Á hverjum fimtudegi kom bifreiðin fagra upp að dyr- unum, og altaf • var það Colleen sem afgreiddi. Adeleine fór blátt áfram að þykja vænt um þessa ungu stúlku, sem var svo hæ- versk í framkomu og svipaði svo mikið til hennar sjálfrar í útliti. Þær töluðu mikið saman meðan á afgreiðslunni stóð .... fyrst um farða og smyrsl, síðar um veðrið og síðustu kvikmyndina .... og loksins um hann! HANN hjet Bruce Gray og var auðvitað yndislegasti mað- ur í heimi___auk þess var hann teiknari hjá vikublöðum. En af því, að hann hafði mjög sjálf- stæðar skoðanir á list — skoðan- ir, sem ritstjórarnir hans fjell- ust ekki altaf á, var hann líka annað ___ nefnilega fátækur! Nú er það svo, að fátæktin er sitt hvað, eftir því hvaðan á hana er litið. Bruce fanst sjálfum, að eiginlega hefði hann nóg fyrir sig að leggja, og líklega hefði Colleen fundist, að hann væri nægilega stöndugur til að reisa bú og gifta sig; en í samanburði við miljónir Richardson voru árstekjur Bruce eins og krækiber í víti. Adeleide hafði hitt Bruce hjá vinafólki þeirra beggja, og þarna hafði ástin blossað upp við fyrstu sýn hjá þeim báðum. — Hann hefir ekki hlotið fulla viðurkenningu ennþá! sagði Ade- leide, meðan Colleen var að nudda ilmandi smyrslum inn í andlitið á henni. — En það kemur! Teikn- ingarnar hans eru svo undursam- legar .... annars var hann- ný- lega að selja listatímariti nokkr- ar af þeim. Æ .... bara að hægt væri að koma vitinu fyrir hann pabba! Hann mætti þakka fyrir að eignast tilvonandi frægan mann fyrir tengdason ___ og jafnvel stuðla að því, að hann yrði frægur. Annars hefi jeg ekk- ert að athuga við það að giftast honum þó að hann sje bláfátæk- ur. Það hlýtur að vera gaman upp á vissan máta að vera fá- tækur! — Gaman! hváði Colleen. — Já, hugsið þjer yður að eiga svolítið smáhús, með 5—6 her- bergjum. Og búa til matinn sjálf! — Kunnið þjer að búa til mat ? skaut Colleen fram í. — Já, jeg hefi lesið hitt og annað um það í kvennasíðunni í blöðunum. En annars gætum við líka borðað á veitingahúsum! Pabbi segir oft, að það sje miklu ódýrara að kaupa matinn að til- búinn, þegar við höfum sam- kvæmi. Colleen átti bágt með að stilla sig um að brosa að hugmyndum ungfrúarinnar um mismuninn á allsnægtum og fátækt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.