Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1943, Page 3
LESBÓK HORGUNBLAÐSINS
115
Síra ólafur Ólafsson.
safnaðarins, en jafnframt vori
innheimt fjárframlög, er lofað
hafði verið til kirkjubygging-
arinnar og stjórninni falið að
veita framhaldssamskotum við-
töku í sama skyni.
Seint í ágústmánuði var svo
kiirkjusmíðin hafin. Hafði ver-
ið tekið tilboði frá s.f. Dverg-
ur í Hafnarfirði um smíðina
og var þar lofað að gera sjálfa
kirkjuna og bekki í hana og
leggja til efni, hvorttveggja
fyrir kr. 7.900.00, en undan-
skilin var múrsmíð, málning,
leiðslur og hitunartæki.
Aðalumsjón með kirkjusmíð-
inni hafði trjesmíðameistarinn
Guðmundur Einarsson, Davíð
Kristjánsson trjesmíðameistari
gerði teikningu af kirkjunni. —
Báðir þessir menn voru meðal
stofnenda safnaðarins.
Kirkjusmíðinni miðaði vel á-
fram og var henni lokið að öllu
snemma í desembermánuði
sama ár.
Kirkjan var vígð af presti
safnaðarins, sr. Ól. Ólafssyni,
14. des. 1913, eða rúmlega ári
fyr en þjóðkirkjan í Hafnar-
firði. Var fjölmenni mikið við-
statt vígsluathöfnina og þótti
hún mikill viðburður í sögu
bæjarfjelagsins.
Árið 1931 fór fram gagngerð
viðgerð á kirkjunni. Var kór-
inn þá stækkaður að mun og
turninn hækkaður og honum
breytt verulega. Þess utan var
kirkjan máluð utan og innan.
Teikningar af hinum nýja kór
cg turni gerði Guðmundur Ein-
arsson trjesmíðameistari, en
smíðið framkvæmdi Haukur
Jónsson trjesmíðameistari í
Hafnarfirði og fjelagar hans.
Málningu alla framkvæmdi
Kristinn J. Magnússon, mál-
arameistari í Hafnarfirði.
Eftir þessa miklu aðgerð og
breytingar var kirkjan sem ný
orðin. Einn af safnaðarmönn-
um, Jóhannes J. Reykdal verk
smiðjueigandi á Setbergi, gaf
alt timbur sem fór í stækkun
kórsins og Kvenfjelag safnað-
arins kostnaði málningu á
kirkjunni að innan að öðru
cn kórnum. Um sama leyti gaf
það fjelag kolaofn í kirkjuna,
Síra Jón Auðuns.
ítóran og fullkomin, er mun
hafa kostað um kr. 1.100.00.
Vegna þessarar miklu við-
gerðar á kirkjunni varð söfn-
uðurinn að taka lán, 6000 kr.,
þrátt fyrir mikinn fjárhagsleg-
an stuðning frá Kvenfjelagi
safnaðarins og einstökum safn-
aðarmönnum.
Sunnudaginn 27. september
1931 var svo kirkjan endurvígð
af presti safnaðarins, sr. Jóni
Auðuns, að viðstöddu fjöl-
menni. Vígslan fór fram með
miklum hátíðleik.
Stærð kirkjunnar er -sem
hjer segir: Lengd 11,40 m.
Vegghæð 6.00 m. Breidd 10,20
m. Hæð frá gólfi til hvelf-
ingar 9.80 m. Lofttsvalir eru
með báðum hliðum og loftpall-
ur milli þeirra, utast fyrir söng
flokk og hljóðfæri. Kórbygg-
ingin við austurgafl kirkjunnar
er 3.15x3.15 m. að stærð, hæð
af kórgólfi til hvelfingar er
6.50 m.Við vesturgaflinn er for-
kirkja, þrílyft með turni, stærð
3.50x3.50. Hæð frá grunni og
upp á turntopp er 19.50 m. —
Undir kórgóifi er kjallari, sem
notaður er sem líkhús og til
geymslu.
Kirkjan rúmar í sæti um 350
manns. Raflýst er hún og í
henni eru 4 fagrar ljósakrónur,
gerðar úr glerkristöllum, auk
annara ljóstækja.
Um leið og kirkjan var reist
var lögð í hana rafmagnsleiðsla
enda þótt að litlar líkur væru
fyrir því, að raforka væri þá
fáanleg til lýsingar kirkjunni,
því um þær mundir gat raf-
magnsstöð Hafnarfjarðar ekki
fullnægt þörfum bæjarbúa. En
safnaðarmenn sáu ráð til þess
að bæta úr þessu. Þeir tóku
sig saman um að spara ljós á
heimilum sínum, þegar mest
var þörf á ljósi í kirkjunni.
Með þeim hætti fengu þeir
næga orku til þess að lýsa
hana.
Mun hjer vera að ræða um
fyrstu kirkjuraflýsingu hjer á
landi. Og þess má ennfremur
geta, að frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði, barst landsmönn-
um fyrst guðsþjónusta á öld-
um útvarpsins.
Lengi var það miklum erf-
Jón Þóröarson kaupmaður.