Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1943, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1943, Page 8
120 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Júlíana Jónsdóttir, 1931— 1942. Hulda Ing\Tarsdóttir, frá 1926—1932. Anna Böðvars- dóttir, frá 1925—1927. Soffía Axelsdóttir, frá 1924—1925. Helga Thordersen, frá 1931— 1932. Þó að þessi nöfn sjeu nefnd en ekki önnur, er það engan veginn gert í þeim tilgangi að rýra álit hinna, sem ekki eru nefndar. Þær hafa kvenfjelags- konurnar hver og ein og allar í sameiningu int af höndum mikið starf fyrir söfnuðinn og sýnt í því mikinn dugnað, á- huga og fórnfýsi, og er söfn- uðurinn í ómetanlegri þakkar- skuld við þær allar. Það yrði langt mál ef til- greina ætti alt það, sem Kven- fjelagið hefir fyrir söfnuðinn gert frá byrjun, og safnaðar- starfsemina yfirleitt. En til þess að nefna eitthvað má geta þess að það hefir gefið kirkjunni tvö hljóðfæri. Fyrra hljóðfær- ið, sem fjelagið gaf, reyndist að vera of lítið í kirkjuria. Var þá keypt annað mjög dýrt og vandað, sem nú er í kirkjunni, og hefir Kvenfjelagið staðið straum af því. — Er það nú næstum að fullu greitt. Þá hef- ir fjelagið gefið kirkjuunni tvo messuskrúða, altarisklæði og altarisdúka, sex stóra kerta- stjaka á altarið. Alt mjög vand að hluti, vönduð gólfteppi á kórgólfið, renninga á gólf kirkjunnar milli bekkja, öll kerti, sem notuð hafa verið í kirkjunni, bæði við messugerð- ir og jarðarfarir, kostað máln- ingu kirkjunnar að innan. — Einnig hafa Kvenfjelags kon- u rannast allan þvott á kirkj- unni, söfnuðinum að kostnað- arlausu og margt mætti fleira telja. Auk þess hefir fjelagið mörgum sinnum hlaupið undir bagga með söfnuðinum, þegar á hefir legið, með beinum fjár framlögum og hefir það oft komið í góðar þarfir. Það hefir aldrei á þeim stað- ið Kvenfjelagskonunum, að leggja sitt fram, til þess að efla hag og viðgang safnað- arstarfseminnar, og hafa þær ekkert eftir sjer talið, og enga fyrirhöfn sparað, sem orðið gat til gagns og gengis fyrir söfn- uðinn og kirkjuna, enda hefir þeim mikið orðið ágengt í því efni. Sannast vissulega á þeim, að „mikið má, ef vel vill“. Jóhann Tómasson. Fríkirkjusöfn- uðurinn 1 Hafnarfirði 30 ára Frh. af bls. 118. Kristgerðar mun lengi í minn- um höfð innan safnaðarins. Sjóðir kirkjunnar eru þessir: Peningar hjá gjaldkera. . 3312.90 Dánargjöf Kristgerðar . . Jónsdóttur............... 6980.57 Ljósasjóður............... 228.86 Ragmagnssjóður........... 5152.97 Orgelsjóður................. 2.82 Minningarsjóður Guðrún- ar Einarsdóttur ........ 1890.12 Samtals kr. 17568.24 Verða þá eignir safnaðarins nú samtals kr. 42400.24. Þess skal getið, að Rafmagns sjóður er til orðinn af samskot- um safnaðarmanna o. fl., er gengist var fyrir í þeim til- gangi að rafhita kirkjuna, þeg ar ástæður til þess yrðu fyrir hendi. Þrjátíu ár er ekki langur tími, þegar miðað er við að fjelagsskapur, sem hefir öll skilyrði til að lifa og starfa um ófyrirsjáanlega framtíð, eins og er um Fríkirkjusöfnuðinn í Hafparfirði. Þó má af þessum stutta starfsferli hans mikið læra. Hann sýnir, hverju má til vegar koma með einlægum vilja, sterkrj trú á gott mál-. efni og með einlægri fórnar- lund, sem hefir það sjónarmið að vinna góðu og göfugu máli gagn. án þess að vænta lofs eða launa eða annara fríðinda, en þeirra, er starfið sjálft hef- ir í sjer fólgið. Finnbogi J. Arndal, Smælki. —Jeg læt konuna mína altaf óska sjer, hvað hún vilji fá í af- mælisgjöf. — Hvers óskar hún s jer þá? — Seinustu sex árin hefir hún óskað sjer að eignast sauma- vjel. ★ Eiginmaðurinn: — Hjer stend- ur í blaðinu, að Japanir hafi enn þann gamla sið að taka af sjer skóna, áður en þeir fara inn í hús sín. Eiginkonan: — En hjer er sá £-iður aðeins hafður, þegar komið er fram yfir miðnætti. ★ Frúin (við nýju vinnukonuna): — Og svo krefst jeg þess auðvit- að, að þjer sjeuð blíð og góð við börnin mjn — auðvitað að undanteknum elsta syni mínum, sem er 18 ára. ★ — Þekkirðu nágrannakonu þína svo vel, að þú getir talað við hana ? — Jeg þekki hana svo vel, að jeg get alls ekki talað við hana. ★ — Heyrðu, jeg hefi heyrt voða lega sögu um manninn þinn. — Blessuð lofaðu mjer að heyra hana. Jeg þarf endilega að láta hann gefa mjer nýjan pels. ★ — Haldið þjer kannske, að jeg sje úlfur í sauðarklæðum? — Nei, þvert á móti. ★ — Það er vandi að braska í kauphöllinni. Annan hvem dag- inn græðir maður, en hinn dag- inn tapar maður. — Nú, hvers vegna braskarðu þá bara ekki annan hvem dag. ★ Hann var blindur af ást. — Elskan mín, þig vantar að- eins eitt. — Hvað er það, hjartað mitt? — Hvíta vængi-------. — Já, gall bróðir hennar við, — og gult nef og sundfit á nrilli tánna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.