Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1943, Qupperneq 9
LBSBÓK M0RGUNBLABSIN8
111
BRÆÐRAFJELAG FRÍKIRKJU-
SAFNAÐARINS f HAFNARFIRÐI
D ræðrafjelag Fríkirkjusafnað-
■“* arins í Hafnarfirði er stofn-
að 27. sept. 1930. Eflaust mætti
margt segja um það á þessum
timamótum safnaðarins. svo þýð-
ingarmikið hefir starf þess verið
og á sjer, að minni hyggju, fáar
hliðstæður. En hjer verður að-
eins stiklað á stærstu atriðunum.
Árið 1930, 20. sept. hjeldu
nokkrir karlmenn úr Fríkirkju-
söfnuðinum fund !með sjer í htísi
K. F. U. M. i Hafnarfirði. Fund-
arefni var að leita álits viðstaddra
um stofnun fjelags karlmanna í
söfnuðinum, sem kallast gæti
Bræðrafjelag, í þeim tilgangi að
styðja og styrkja safnaðarlífið
bæði í andlegu og efnalegu tilliti.
einkum þó að því er fjárhag
snerti, fyrst og fremst þó í þeirri
mynd að koma upp húsi til íbúð-
ar fyrir prest safnaðarins. Var
máli þessu vel tekið af fundar-
mönnum. Kosnir voru 5 menn í
nefnd, þeir: Jóhannes J. Reykdal,
verksmiðjueigandi, Guðmundur
Einarsson, trjesmíðameistari, Finn
bogi J. Arndal, sýsluskrifari, Þór-
arinn Böðvarsson, útgerðarmaður
og ólafur Böðvarsson, bókari.
Áttu þessir menn að undirbúa
stofnun fjelagsins, semja lög fyr-
ir það og stefnuskrá. Var svo
Bræðrafjelagið (skammst.: B. F.
H.) stofnað eins og fyr segir, 27.
sept. 1930 með 23 mönnum. Stofn-
fundurinn var haldinn í húsi K.
F. U. M. Voru þá samþykt lög
fyrir það, er nefndin hafði samið.
Voru þau að mestu sniðin eftir
bendingum og tillögum, sem komu
fram í ræðu Guðmundar trje-
siníðam. Einarasonar, er hann
hjelt á undirbúningsfundinum 20.
sept. Einnig var samþykt reglu-
gerð um byggingu og rekstur
prestsseturslniss.
1 stjórn fjelagsins voru kosnir
þeir: Guðmundur Einarsson, Þór-
arinn Böðvarsson og Finnbogi J.
Arndal.
Þá var á fundinum kjörinn
heiðursfjelagi þess Jón Þórðarson,
formaður safnaðarstjórnar, sem
um undanfarin ár hafði verið öfl-
ugasta stoð Fríkirkjusafnaðarins.
Á næsta fundi, 28. okt. 1930
gengu 13 menn í fjelagið. Nú eru
i því 67 menn. Á aðalfundi 8. jan.
1935 var prestur safnaðarins, sira
Jón Auðuns, kosinn heiðursfjelagi.
Strax eftir stofnun B. F. II. var
hafinn undirbúningur að byggingu
prestsseturshússins og það bygt á
næsta sumri. Rjettu ári eftir að
fjelagið var stofnað, «ða 28. sept.
1931, afhenti stjórn B. F. H. stjórn
Fríkirkjusafnaðarins húsið til
fullra afnota presti safnaðarins,
án nokkurs endurgjalds eða leigu.
Þó skyldi notandi greiða vatns-
skatt, holræsagjald og rafmagn.
Húsið var einlyft, með porti og
risi og kjallara, bygt úr járn-
bentri steinsteypu, vandað að öll-
um frágangi. Uppdrátt að húsinu
gerði Guðmundur Einarsson trje-
smíðameistari og það bygt undir
umsjón hans af Guðjóni Am-
grímssyni, húsasmíðameistara.
Margir safnaðarmenn unnu við
undirbúning og byggingu hússins
og lánuðu vinnu sína, en aðrir
ljetu af hendi efni og önnur fram-
lög, er námu samtals nálægt kr.
5000.00. Var það fje lánað v&xta-
laust.
Má af þessu sjá, að ekki var
látið sitja við orðin tóm, heldur
hafið raunhæft starf, sem hefir
borið giftudrjúgan ávöxt, því að
það hefir orðið söfnuðinum í heild
til ömetanlegs gagns.
Eins og gefur að skilja, hefir
alt starf B. F. H. kostað fjelagana
margan snúning, sem ekki hefir
verið talinn eftir. Hafa þeir marg-
ir int af hendi mikið og fórnfúst
starf í þágu fjelagsins. Hefir það
aðallega verið í því fólgið að afla
fjelaginu tekna til þess að standa
straum af allmiklum lánum, er
taka varð í sambandi \úð hús-
bygginguna, auk ,þess, er fjelag-
arnir Iögðu fram. Tekna hefir ver-
ið aflað á ýmsan hátt, svo sem
með ársgjöldum og frjálsum
framlögum fjelagsmanna, sem hjá
mörgum þeirra hafa ekki verið
skorin við nögl, hlutaveltum,
happdrætti, útiskemtunum og öðr-
um samkomum.
Samstarf við kvenfjelag safnað-
arins hefir ávalt verið um fjögur
síðiasttöldu atriðin og ágóða þá
skift að jöfnu milli fjelaganna.
Þar að auki hefir safnaðarstjórn-
in verið í samstarfi og þá helst
um hlutaveltur. Hefir þá safnað-
arsjóður borið jafnt úr býtum sem
fjelögin hvort um sig. Samstarf
Frh. á bls. 124.
Stjórn Bræðrafjelagsins 1943. Talið frá vinstri:
Kristinn J. Magnússon málarameistari. Loftur *
Bjarnason útgerðarmaður. Símon Kristjánssor
hafnsögumaður.