Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1943, Qupperneq 11
LBSBÓK M0RGUNBLAÐSIN8
123
legri, línurnar enn. voldugri og
beinni, en auk þess hefir hann
mótað aðra glímu, „Jakobsglím-
una“, ;glímu mannsins við Guð^
glímuna, sem mannssálin háir
hverri andvökustund, glímuna,
sem aldrei verður glímd til úr-
slita á þessari jörð.
Hversvegna var þetta listaverk
ekki sýnt nú eins og tröllið 1908?
Það var svo margt af gestum
þarna á sýningunni, að jeg fór
hjá mjer, en þegar fólkið tíndist
út, reyndi jeg að átta mig á mál-
verkunum.
Tók jeg þá eftir því, að elsti
málarinn og .yngsti — Þórarinn
Þorláksson og Jón Engilberts —
suúa saman bökum og fanst mjer
fara vel á því, enda sýnist sitt
hverjum.
Fyrir framan málverk Þórarins
stóð tíguleg, öldruð kona, hárið
silfrað. hrukkur nokkt-ar í and-
liti, sem einu sinni hefir hitað
piltunum. Hún horfði, með mildu
brosi þess, sem man og skilur, á
málverkin og tók fram, að sjer
hefði altaf þótt málverk Þórarins
fíngerð og sönn, sjer líkaði best
við hann.
Mjer fanst jeg skilja haua svo
vel. Fyrir sjónum sá hún, um
leið og hún leit á málverk þessi,
myndir úr eigin lífi — fallegar
myndir. *
Svo gekk jeg snögt „fyrir horn-
ið“, og þarna hinumegin, í jafn
mikilli hrifningu yfir Engilberts,
stóð yngsti gesturinn, unga stúlk-
an með bjart hár og blá augu, og
hún rökstuddi smekk sinn bara
furðu vei og mjer lá við að öf-
unda listamanninn.
Alt í einu fanst mjer jeg vera
þreyttur, ekki í augunum, en í
fótunum, og jeg settist.
Þá seig á mig einhverskonar
höfgi og mjer þótti sem gamli
kunninginn minn og skólabróðir.
málarinn Jón Stéfánsson kæmi til
mín og byði mjer í ferðalag eins
og 1908. Le’iddi hann fram þrjá
skagfirska gæðinga, og svo var
haldið ó harða stökki yfir þursa-
skegg, mela og sanda alla leið upp
á Mælifellshnúk, sem blasti við
mjer í blámóðu fjarskans, og þeg-
ar upp var komið, benti hann
mjer á „KetillaugarfjalT' eftir
Ásgrím og sagði á þá leið, að með
vatnslitina væri Ásgrímur meist-
ari allra íslenskra málara. Og ekki
fatast honum að heldur með olíu-
litina. Líttu á Grábrókarhraun og
á Krókabotna, en stingdu þjer
ekki i vatnið, það er ekki eins
djúpt og þjer sýnist, það er málað.
Jeg sting upp á því við Jón,
að við förum á togarana hans Ás-
gríms á Hafnarfirði og „stingum
af“, en þá bregður listamaðurinn
upp fyrir mjer málverki sínu „Frá
Þingvöllum“ og þessir fögru flet-
ir, hver með sínum lit eða litblæ,
hver ein heild eða fegiirð xitaf
fyrir sig, en sem allir renna þann-
ig saman, að þeir skila heilsteyptu
listaverki, heilla mig svo, að jeg
hætti við sjóferðina, og fyr en
varir bregður Jón upp fyrir mjer
„Sumarkvöldi“ Kjarvals og það
íiggur við, að jeg fái ofbirtu í
augun af þessari litadýrð, og ekki
verður hún minni um „Sólarupp-
rás“ hjá þessum litsnilling ís-
lenskra málara, sem einnig á sil
sjerstæða tækni í meðferð lita.
Mig langar til þess að hverfa
inn á undralöndin Kjarvals, en
jeg veit, að þetta eru sjónhverf-
ingar snillingsins, svo jeg held
mjer við jörðina og sest í fallegu
stofuna hans Þórarins Þorláksson-
ar og þigg hjá honum lostætt epli.
Sólin skín svo vinalega inn um
gluggann, jeg get ekki stilt mig
um að líta út og þá er mjer litið
beint framan í frönsku stúlkuna
hans Blöndals, stúlkuna með stóra
hattinn „á skjön“, með dökku aug
Tm og ryðrauðu hanskana. Mjer
er sagt, að listaverk þetta, sem
varð til í Frakklandi, hafi verið
sent þaðan alla leið til Japan sem
sýnishorn nýtísku listar, og jeg
trúi þessu vel, því altaf líst mjer
betur á stúlkiuia, því oftar sem
jeg sje hang.
Skammt frá henni. er stallsyst-
ir hennar, ljómandi á litinn, en,
„agalega“ állsber. Feiminn maður
fer hjá sjer, fórvitinh maður
glápir.
Þá mvm hann þykja vel málað-
ur báturinn hans Blöndals, en jeg
er ekki viss um, að hann sje að
sama skapi sjóskip. Jeg þori ekki
að bjóða dömunum á sjóinn, svo
mjög sem mig langar. —
Það er komin í mig heimþrá,
jeg vil komast norður og jeg hitti
á óskastundina. Það er nú, sem
svo oft fyrr, vinur minn, Sveinn
Þórarinsson, þessi óvenju duglegi,
litsnjalli öræfamálari, sem þekkir
þjóð sína engu síður en land sitt,
lýsir fólkinu álíka vel og fjöllum
ög fossum —, sem bregður upp
fyrir mjer heiðarlöndunum þing-
eysku í stóru, fögru listaverki,
þar sem gangnamenn á góðhest-
um sínum hreinsa löndin og
smala sauðf jenu til rjettar.
Þarna þekki jeg mig, öllu er
meistaralega til skila haldið, alla
leið frá birtingunni yfir heiðar-
brúninni til litskrúðans í kjarri,
lyngi og laufi. Það er hljómkviða
haustsins í litum, sem þarna er
lcidd fram á ljereftið, síðasti
dansinn í sumri, áður eu Vetur
kemur með makt og miklu veldi
og hylur hvítum hjúp landið góða.
En Sveinn þekkir og „stemningu“
vetrarins íslenska í myndinni
„Vetur við hafið“.
Jeg horfi á rekaldið, skil, að
svona getur það farið, þegar sól-
in er gengin til viðar og vetur
kominn í sálina. Og það liggur
við, að mig langi til þess að leggja
til sunds á hið djúpbláa haf,
þreyta sundtökin, uns komið er
að skörinni hinumegin, ef þar
skyldi vera „nýtt land“. „En hvar
er konan þín?“ kalla jeg til
Sveins, „þið eruð vön að hanga
ætíð saman“. Nú brosir Sveinn og
bendir mjer á þvervegg, og þarna
þekki jeg frú Karen Agnethe með
tvö ágæt málverk frá ættjörð sinni
Danmörku og tvær myndir af
konum í peysufötum. „Molasop-
inn“ þarf engra skýringa við,
gróusagan segir sig sjálf og lit-
skrúðinn í kerlingunum öllum er
svo mikill, aÓ jafnvel Kjarval má
vára sig, Og hætt er við, að sum-
um þyki „Gunka“ • í græna sjálinu
helst til „máluð“,- éh því veldur
hvortveggja, hrifning hetuiar yfir
nýju sjali grænu og svó niun hún
verá nýkomih úr „Nýborg“ og
hefir fengið sjer hressingu á leið-
inni'*heim. Getur líka verið, að
hún sje að fara í „ástandið“.
En jeg, sem þekki Karen Agn-
ete, spyr í mesta meinleysi: „Hvar
er „Ólafur liljurós^, hvar er