Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1943, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1943, Síða 12
124 LESBÓK M0RGUNBLAÐ8INS „Hdga karlsdóttir“, hvar er „Dansinn í Hrnna' ‘ V‘ Það hlaut að vera Jón Þorleifs- son, sem áræddi að reyna að fara upp á milli Sveins og Agnetu, en jeg segi og tala af þekkingu. „Þetta er með öllu vonlaust“. Jæja — ekki verður því neitað, að Jón hefir lagt sig fram, og þeg- ar horft er á „sjálfsmynd“ hans og blómin í krukku nafna hans, Jóns Stefánssonar, hvarflar hug- urinn til bestu listmálaranna frönsku. Annars er jeg engan samanburð að gera, jeg held mjer við nútíð- ina og labba upp á Hólshyrnu við Siglufjörð og horfi þaðan ofan á „jenturnar“ hans Jóns, og þá verður mjer óvart að orði: „Der er Sild i Siglufjord“, og þetta hefir málarinn að miklu leyti skil- ið í sköpun sinni og litum, og þá hefir hann líka skilið og skilað Siglufirði eins og hann er „lífleg- astur“. En Hólshyrna er há, frá henni er hjerumbil eins víðsýnt eins og frá Mælifellshnúk. og jeg „horfi yfir hafið“ alla leið yfir á vegg- inn andspænis og þá kem jeg auga á einkennilega vel málað verk, sem heitir „Hvítur hestur". Mig hálflangar í grána, en hann er þá. kominn á ríkisjötuna, eins og svo margir aðrir „hestar" og ekki all- ir h-tdtir. Og jeg sje „svani fljúga“, þeir hafa byr undir báða vængi, og væri jeg „Tumi þumall“, mundi jeg setjast á bak hinum hvítu fuglum í von um, að þeir bæru mig upp yfir skýin, en ofar skýj- unum er- ætíð heiður himinn. Nei! — jeg hætti við þetta himinflug, þegar jeg sje „upp- sátrið" hans Finns, en jeg skil það rel, að svona traust upp- sátur í litum og allri smíði lista- mannsins skuli strax vera selt. Það liggur við að jeg harmi það, að geta ekki lagt á hinn úfna sjó með hinum sjóvönu mönnum naustsins, fulltrúum þeirra stjetta, sem við á þessum tímum éigum svo mikið að þakka, til þess að skjóta höfrungana hans Finns, þessa hreina hafsins, sem málar- anum tökst svo meistaralega að láta stikla öldufaldana, er þeir koma úr kafinu. Alt í einu er mjer litið ofan í skóg, hann hlýtur að vera á hafs- botni þessi „spartlaði“ kóralskóg- ur, en fjarska er hann fallegur. Hægt geng jeg ofan hlíðar „Hyrnu“ og held mig hafa sjeð flest, en þá er tekið fast en þó hlýtt í hönd mjer og þegar jeg lít upp, stendur „Muggur“ fvrir framan mig, ljiift brosandi og bendir mjer á hina miklu töflu sína, þar sem hann í óvenju mild- um liium, með skilningi hins göf- uga, skáldmælta listamanns, hefir lýst meistaranum mikla, þar sem hann læknar sjúka og kallar til sín alla þá, sem erfiða. Og listamaðurinn hefir af sín- um innblæstri að ofan skilið það, að best yrði þessi máttur meist- arans túlkaður með því að setjk við hlið hans hina mildu móður^ „mater dolorosa“, konuna, sem skáldið segir um: „Hennar fórn, hennar ást, hennar afl til að þjást skal í annálum sjást, verða kvnstofnsins hróður. Oft mælir hún fátt, talar friðandi og lágt. Hinn fórnandi máttur er hljóður". En í því mjer detta þessar hend- ingar í hug, finst mjer jeg heyra fallegan karlmannsróm með nokk- uð dimmum raddblæ segja: „Þó þjaki böl með þungum hramrn, þrátt fvrir alt þú skalt, þú skalt samt fram“, og jeg geng á hljóðið og sjá! Þarna situr stjórnmálamaðurinri. skáldið, glæsimennið Hannes Haf- stein, sem listakonan Kristín Jónsdóttir hefir sett við veigar o^ blóm, en vorhvöt skáldsins er ávalt hin sama: „Heilir hildar til, heilir hildi frá koma hermenn vorgróðurs Is- lands“. Jeg tek imdir með skáldinu og óska „Fjelagi íslenskra mynd- listarmanna" héill og hamingju. Júl, Havsteen. Bræðra- íjelag.... Frh. af bls. 121. ^>etta hefir altaf verið mjög á- nægjulegt og er hægt að fullyrða, að þrátt fyrir það, að lögð hefir verið fram mikil vinna og menn jafnvel farið frá sínum eigin störf- um til þess að geta int þessi fje- lagsstörf af höndum, þá hafa menn fundið mikla gleði í starfinu og átt við það margar ánægjulegar stundir. Það er ljúft fyrir B. F. H. að færa kvenfjelagi safnaðarins, í þessu sambandi, hinar bestu þakk- ir fyrir gott og heillaríkt sam- starf á liðnum árum. Oft hefir verið þröngt í búi hjá B. F. II., en fyrir sterkan vilja og , fórnfúsa lund margra fjelags- • manna hefir ávalt verið hægt að i 'verjast fjárhagslegum áföllum. Þessi störf eru ekki unnin í launa- skyni, þau eru unnin af löngun til þess að veita góðu málefni lið, til þess að efla kirkju og kristin- dóm í landinu, og með það fyrir augum að fegra, bæta og göfga mannlífið. 1 stjórn B. F. H. hafa verið þessir menn: Guðmundur Einarsson, formað- Ur 1930—1940. Þórarinn Böðvarsson, gjaldkeri 1930—1932. Finnb. J. Arndal, ritari 1930— 1940. Guðjón Jónsson, gjaldk. 1932— 1934. Þorleifur Jónsson, ritari 1940— 1942. Kristinn J. Magnússon, gjaldk. 1934 og síðan. Loftur Bjarnason, formaður 1940 og síðan. Símon Kristjánsson, ritari 1942 og síðan. Þar sem prestur safnaðarins hefir nu fluttst til Reykjavíkur vegna starfa þar, þó að hann þjóni hjer áfram, þarf söfnuður- inn ekki á húsi fjelagsin's að halda. að minsta kosti um sinn, þá ákvað fjelagið á fundi sínum 3. des. s.l. að selja húsið. 22. s. m. samþykti fjelagið tillögu, um ráðstöfun á andvirði hússioe, svo hljóðandi:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.