Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1943, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1943, Page 14
126 LIBBÓK MORQUNBLAÐBINB lægri manntegund. Á síðustu tím- vim hafa Múhameðsmenn ekki haft mikil tækifæri til þess að sýna yf- irburði sína yfir kristnum mönn- um, en þeir hafa kúgað Gyðinga þá, sem meðal þeirra búa, í marg- ar aldir. Andúð þeirra á Gyðing- um er trúarlegs eðlis, ekki kyn- þáttalegs, eins og í Þýskalandi, en það er umræðuefni, sem ekki er holt að brjóta upp á við Múham- eðstrúarmenn. UMGENGNIS- VENJUR. „Múhameðstrúarmenn vísa ekki gestum inn í svefnstofuna, til þess að leggja þar af sjer yfir- hafnimar. Ef yður er boðið heim til slíkra manna, þá minnist þess, að aðeins það herbergi, sem yður er boðið inn í, er ætlað fyrir yð- ur og aðra gesti, sem vera kunna á staðnum". „Þegar þjer mætið Múhameðs- manni, þá vill hann venjulega heilsa með handabandi. En það má ekki taka fast í hendur þeirra. Ekki kreista hendur þeirra, nje hrista þær. Margir þeirra, sjer- staklega þeir, sem í jbæjum búa, hafa fíngerðar hendur, sem eru mjög viðkvæmar. Einnig getur svo farið, að Múhameðsmenn Jcyssi á hönd vðar, eða á sína eigin hönd, eftir að hann hefir tekist í hend- ur við yður. Brosið þá ekki að honum, þetta er hans háttur að láta í ljós kurteisi. Og í öllum bænum sláið ekki á öxl hans, eða takið í handleggi hans, tuslcist aldrei við hann í gamni. Snertið yfirleitt aldrei við honum, jafnvel þótt þjer haldið, að þjer þekkið hann vel. Og ef yður sinnast við Múham- eðsmann, þá gætið þess í öllum bænum, að slá hann ekki. Þeir kunna ekki hnefleika, og enginn vandi er að slá þá niður. En þeir berjast með hnífum, og í þeirri íþrótt eru þeir vissulega mikið betri én þjer eruð“. ÞAÐ SEM MÁ OG MÁ EKKI. „Borðið ekki mat, sem seldur er á götum úti. Reykið og hrækið ■ einhversstað- ar annarsstaðar, aldrei nærri bæn- húsum. Ef þjer nálgist bænhús, þá lítið undan og haldið beint áfram. Staðnæmist ekki. Talið aldrei um trúarbrögð nje kvenfólk við Múhameðsmenn. Nóg er af öðrum umræðuefnum. Múhameðsmenn láta aldrei aðra sjá sig nakta. Gjaldið þeim líku líkt í þeim efnum. Skiljið eftir mat á fatinu. Það, sem þar er skilið eftir, fer til kvenna og barna. Borðið ekki of mikið at' fyrsta rjettinum, það geta komið fjórir eða fimm í viðbót. Neytið aldrei svínakjöts nje neins af svínum, svo Múhameðs- menn sjái. Verið kurteisir, ef Múhameðs- menn vilja ekki þiggja eitthvað, sem þjer bjóðið þeim. Farið úr skónum, er þjer farið iún í herbergi. En ekki úr sokk- unum. Farið aldrei með hund inn í hús. Ef þjer sjáið fullorðna menn leiðast, þá skiftið yður ekki af því. Þeir eru ekkert „skrítnir", þótt þéir geri það. Reynið ekki að haga yður eins Og Evrópumenn þeir, sem búa í borgum Norður-Afríku. Margir þeirra eru í litlu áliti hjá Múham- eðsmönnura. Og að lokum: Verið ekki nísk- ir á cigarettur". í veitingahúsi. — Þjónn, kveikið þjer ljós. Jeg get ekki sjeð, hvort það er fiskur eða títuprjónabrjef, sem jeg er að jeta. ★ — Hjer eftir ætla jeg einungis að lifa á grænmeti og ávöxtum. — Er það samkvæmt læknis- ráði? — ónei, en bakarinn, fisksalinn og slátrarinn eru hættir að lána mjer. | ★ Húsfreyja (við betlara): — 1 vikunni, sem leið, gaf jeg yður köku, og síðan hafið þjer sent til mín alla vini yðar. — Nei, það voru óvinir mínir. Sumarið er að koma — Hvar er baðhúsið hjer í þorp inu? — Jeg veit það ekki. Jeg hefi ekki átt heima hjer nema í 4 mán- uði. ★ Læknirinn: — Hafið þjer nú farið að ráðum mínum og ekki reykt nema 2 vindla á dag? — Já, en nú þoli jeg þetta ekki lengur. Jeg hefi aldrei reykt fyrr. ★ — Iívenær varð sund algengt í Skotlandi? — Þegar byrjað var að taka brúartolla.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.