Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1943, Blaðsíða 16
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
136
Sprenjum varpað
á Japanskt skip
FJ AÐ RAFOK
— Nú ætla jeg að kyssa yður.
— Já, en ef mamma skyldi nú
koma?
— Það kemur henni ekkert við.
Hún verður að láta sjer nægja
hann pabba yðar.
★
„Af hverju kemurðu of seint,
Friðrik?“ spurði kenslukonan
reiðilega.
„Afsakið, fröken, en jeg lagði
svo seint af stað að heiman“.
„Hversvegna lagðirðu ekki
snemma af stað?“
„Jú, fröken, það var orðið of
seint að leggja snemma af stað“.
Karl var nýkominn í skólann.
„Hvað heitirðu?“ spurði kenn-
arinrw
„Karl“, var svarið.
„Karl hvað?“ spurði þá kenn-
arinn.
„Það er alt í lagi“, svaraði sá
ungi, „kallaðu mig bara Karl“.
★
— Kannastu við málsháttinn:
Sælla er að gefa en þiggja?
— Já, það var kjörorð föður
míns.
— Hvað gerði faðir þinn?
— Hann var hnefaleikari.
Hún: — Vitið þjer, að heimska
gengur að erfðum?
Hann: — Þjer ættuð ekki að
tala svona illa um foreldra yðar.
★
— Nonni minn, rjettu nú
frænku þinni höndina. Og hvað
segir maður svo, þegar frænka
fer?
— Guði sje lof.
★
— Mjer er það alveg óskiljan-
legt, að forfeður okkar skyldu
geta lifað án síma.
— Þeir gátu það heldur ekki.
Þeir eru allir dauðir.
★
— Mamma, þykir þjer vænt um
mig?
— Já, elsku drengurinn minn.
— Því segirðu þá ekki skilið
við pabba og giftist sælgætissal-
anum hjerna á horninu?
*
— Ilvað eigið þjer marga bræð-
ur ?
— Jeg á aðeins einn, herra pró-
fessor.
— Það var skrítið. Hún systir
yðar sagði mjer, að hún ætti tvo.
★
— Lánaðu mjer 100 krónur.
— Ekki fyrr en jeg kem frá
Italíu.
— Nú, ætlarðu til Italíu?
— Nei.
★
Þektur stjórnmálamaður kom
eitt sinn í heimsókn í mentaskól-
ann, þar sem hann hafði verið,
þegar hann var ungur. Hann fluttr
þar ávarp til nemendanna.
„Þegar jeg sje brosandi andlit
ykkar fyrir framan mig“, byrjaði
hann og var hrærður, „minnist
jeg þess, þegar jeg var sjálfur í
þessum skóla. En segið þið mjer,
stúlkur og drengir, hversvegna er-
uð þið svona hamingjusöm?"
Hann þagnaði og leit yfir hóp-
inn, og drengur, sem sat í fremstu
röðinni, rjetti upp hendina.
„Jæja, vinur minn, hversvegna
er það?“
„Ástæðan til þess, að við erum
svona hamingjusöm", svaraði
drengurinn, „er sú, að við vonum,
að þjer talið svo lengi, að við losn-
um alveg við landafræðitímann í
dag“.