Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1944, Page 1
10. tölublað. Sunudagur 26. mars 1944. XIX. árgangur.
I»«fuld*rpr*et»Bilð)a hM
Hjörvarður Árnason:
MYNDLIST BANDARÍKJANNA
Sýning af vatnslitamyndum eftir marga fremstu ameríska
málara og af litprentuðum myndum af helstu málverkum
eftir ameríska og evrópiska málara verður opnuð innan
skamms í Listamannaskálanum.
Sem inngangsorð að myndaskrá hinnar væntanlegu sýn-
ingu hefir Hjörvarður Árnason listfræðingur rítað eftir-
farandi grein um ameríska málaralist. Er grein Hjörvarðs
birt hjer í heild, til þess að væntanlegir sýningargestir
hafi tækifæri til að kynnast þeirri list, sem þarna verður sýnd
ER REYNT er að marka ame-
rískri list eitthvert ákveðið svið,
verða þegár nokkrar torfærur á
vegi. í fyrsta lagi er amerísk menn-
ing tiltölulega ung og á sjer ekki
ennþá eins fast form og menning
flestra Evrópuþjóða; í öðru lagi hef
ir víðátta landsins og margbreyttni
lifnaðarháttanna valdið því að
amerísk list er bæði fjölbreytt og
sundurleit.
En sje litið yfir árangurinn af
listiðkunum Bandaríkjamanna, má
samt sem áður komast að nokkr-
um athyglisverðum niðurstöðum.
í upphafi verður að gera sjer grein
fyrir því, að amerísk list verður
ekki á neinu skeiði að öllu skil-
greind frá list E d.r ó p u þ j ó ð a n n a,
fremur en skilgreint verður að öllu
milli þess fólks, setn byggir
Bandaríkin og Evrópubúa. Á
18. öld var menning þess fólks,
sem í Ameríku bjó, auðvitað
nátengd enskri menningu. Á
19. öld, og framan af 20. öldinni,
áttu sterkustu áhrifin í amerískri
málaralist sjer áreiðanlega upp-
tök í Frakklandi, þó að nokkuð
gætti einnig áhrifa úr fleiri áttum.
Átjánda öldin.
Upphafs amerískrar málaralist-
ar er að leita hjá farandmálitrum,
sent ferðuðust ntilli nýlendnanna og
máluðtt anditsmyndir. Menn þessir
voru að mestu ólærðir, en list þeirra
var, þrátt fyrir það, eftirtektar-
verð, vegna þeirra frumstæðu sjón-
armiða, sem þar birtust. Með henni
hófst þróun aiþýðunnar, sem óx
á 19. öld hli'ð við hlið hinnar fág-
aðri listar lærðu málaranna.
Ralph Earl, höfundur myndar-
innar af William Carpenter, hóf
listaferil sinn sem fafandmálari.
Mynd þessi ber mörg einkenni
hinna frumstæðu málara. Það vek-
ur undir eins athygli, hvað hún er
greinileg og skýr og sú tilhneig-
ing rík að greina hvert atriði skil-
merkilega. Þó að algjörlega skorti
þá mýkt og tækni, sent einkennir
mannamyndir rnálara á síðara hluta
18. aldarinnar, er myndin, samt
sem áður, einkar athyglisverð, ein-
mitt vegna þess, hve bygging henn-
ar er einföld og skýr.
Á síðari hluta 18. aldar tóku
amerískir málarar að leggja leiðir
sínar til Englands og ítalíu til
náms. Þeir hjeldu sig enn, eins og
enskir málarar, aðallega að manna-
rnyndum, og tveir merkustu lista-
mennirnir í þessunt hópi eru án
efa þeir John Singleton Copley og
Gilbert Stuart.
Myndin af Mrs.1 John Bacon, eft-
ir Copley, er meðal elstu málverka
hans, og sýnir þrótt hans í mótun
líkamsformsins og hneigð hans
til að nota sterkar andstæður
Ijóss og skugga. I myndugleika og