Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1944, Side 2
122
LESBÓIv MOKGUNBLAÐSINS
jafnvel innri glóð myndarinnar
má skynja einhvern skyldieika við
spönsk listaverk. Þó að Copley
væri óþroskaður, þegar hann mál-
aði þessa mynd, sýnir meðferðin
á efni knipiiugaiina og silkisins
tæknisnild þessa meistara.
List þessi er miklu t’rekar ein-
kennandi fyrir Ameríku. vegna
þess þróttmikla raunsæisgiumlvall-
ar, sem þar gætir. heldur en litst
Gilberts Stuarts, en hún stóð miklu
nær hinum enska skóla þeirrar tíð-
ar í inannamyndum. Stuart starf-
aði mörg ár í Englandi, • og varð
meira að segja einn af fremstu mál-
urununi í London. Eftir langn og
giftusamlega dvöl þar fluttist hann
aftur til Bandaríkjanna árið 1703 og
settist að í Philadelphíu. Eitthvert
kærasta viðfangsefni haus á síðari
árum var að mála George Was-
hington. og gerði hann óteljandi
frumdrætti að myndum af honum
og allmargar íullgerðar myndir.
ilið svonefnda Vaughan-málverk
Stuarts af Washington, sem geymt
er í Metropolitan safninu í NeW
York, er ef til vill þektasta invnd-
in af þessari miklu þjóðhetju. Mál-
verk þetta er fremur þjóðhetju-
mynd, að viðtekuum hætti þeirrar
aldar, cn hrein eftirlíking. Málar-
inn revnir að lýsa ekki einungis
útliti inann-sins og einkennuin hans,
heldur einnig að nokkru hetju-
þrótti hans og mikilleik. Bygging
myndarinnar er stórbrotin en ein-
íöld, maðurinn á myndinni mikil-
úðugur og •virðulegur. En ef við
snúum okkur frá sjálfu aðalefni
myndarinnar og athugum einstök
atriðí hennar, tökum við eftir því,
hversu mikilli lcikni málarar á
siðara hluta 18. aldarinnar höfðu
náð í gerð mannamynda. Eini á-
berandi litartónninn er í andliti
myndarinnar, en litirnir, bæði í
hárkollunni og fatnaðinum eru
deyfðir til þess að beina athygl-
inni að andlitinu. Þetta er eitt-
hvert merkilegasta sýnishornið af
list Stuarts á þessu sviði. og má
skipa því á bekk með helstu maivua-
myndum evrópskra málura á þeim
dögum.
Fyrri hluti nítjándu aldar.
Snemma á 19. öld, og einkan-
lega eftir að stríðinu 1812—14 lauk,
fóru bein áhrif enska skólans á
ameríska list þverrandi, en ame-
rískir málarar tókn að ryðja sjer
eigin brautir. Þeir fóni að gefa
sig meira að sínu cigin umhverfi,
því, sem þeim var kunnugt og
kært, og leitast við að tjá fegurð
síns eigin unga og vaxandi lands.
.Tohn Trumhull er meðal þeirra,
sem brúa bilið milli 18. aldar og
fyrri hluta 19. aldar. ITann hafði
ef til vill meiri áhuga á hfnu sögu-
lega og hetjulega en mannamynda-
gerð. Erægasta sýnishornið af þess-
um málverkum hans er „Undirrit-
un amerísku sjálfstæðisyfirlýsing-
arinnar1'. Mýnd þcssi á vitaskuld,
vinsældir sínar aðallega að rekja
til þess atburðar, sem hún lýsir,
en sögulegt gildi hennar er enn
meira sakir þess, að í henni eru
myndir margra þeirra manna, sem
beittu sjer fyrir sjálfstæði nýkpdn-
anna í Ameríku.
Snemma á 19. öld er George
Caleb Bingham, málarinn frá
Missouri, ef til vill snjallasti mál-
ari sögulegra atburða. Þótt Bing-
ham ferðaðist víða rnn Evrópu,
virðist hann ekki hafa komist und-
ir áhrif ný-klassisku stefnunnar.